Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 89

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 89
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 89 lúðu á gamlárskvöld. Það var allt- af. En það mátti enginn spila á að- fangadagskvöld. Á annan í jólum var hins vegar spilað púkk og höfð- um við glerbrot fyrir spilapeninga. Pabbi las alltaf húslestur af gam- alli bók með gamla letrinu. Hann kenndi okkur að þekkja þá stafi og las líka sálm. Mamma var með stór- an bala sem hún baðaði okkur úr. Við lágum í vatninu í honum. Svo fórum við alltaf í sparifötin og mat- urinn var skammtaður. Það var gott að fá hangikjötið sama hvaðan það var af skepnunni. Við fengum líka smákökur og súkkulaði. Flatbrauð- ið var steikt á eldi. Ein kaka var eins og tvær, þrjár núna. Það var enginn sparimatur. En við höfðum aldrei laufabrauð. Við fórum aldrei í messu um jólin, það var of langt að fara og þurfti þá að fara um sjó til messu að Skarði á Skarðsströnd.“ Settur í land vegna sjóveiki Þegar Georg var 18 ára 1927 flutt- ist fjölskyldan búferlum úr Akur- eyjum og settist að á jörðinni Ögri við Stykkishólm, sem var á mörk- um Helgafellssveitar. „Þar bjugg- um við í ein 13 ár. Pabbi veiddi hrognkelsi. Ég man alltaf að hann hnýtti netin sjálfur til að veiða þau í. Hann kenndi mér líka að hnýta. Svo lagði hann netin og veiddi. Að- eins stærri möskva fyrir gráslepp- una og svo minni fyrir rauðmag- ann. Þetta var allt borðað, bæði sig- ið og nýtt úr sjónum og var góð- ur matur. Svo borðuðum við slát- ur. Það komu menn úr Hólminum til að hjálpa til við slátrunina. Pabbi hafði svo margar kindur. Hausar og lappir sviðið og allt borðað. Kýrnar voru fimm til sex. Eins og svo margir aðrir ung- ir menn fór Georg til róðra á vetr- um. „Ég fór á vertíð til Grindavík- ur í ein þrjú skipti. Það var ágætt að vera þar,“ segir hann án hiks. „Ég lenti hjá góðum mönnum. Bátur- inn hét Svanur og var smíðaður af Breiðfirðingi. Það var sannkallaður lífbátur. Þá voru þeir að fá sér vél- ar í bátana. En ég gat ekki verið á sjó,“ segir Georg og hlær lágt þegar hann rifjar þetta upp. „Ég var settur á land, ég var svo sjóveikur. Það var svo mikil bára þarna. Þegar mað- ur horfði á bátana úr landi þá hurfu þeir hreinlega í öldunum.“ Georg stundaði hárskurð að gamni sínu. „Ég hafði klippur með mér á vertíðarnar og klippti þá sem vildu. Í landlegum komu karlarn- ir alltaf og létu klippa sig. Þeim þótti þetta ágætt. Ég tók ekkert fyr- ir þetta. Síðar meir klippti ég svo karla hér í Hólminum. Þeir komu meðal annars utan úr Grundarfirði til þess. Einn bílstjórinn sem keyrði milli Stykkishólms og Reykjavíkur keypti svo rafmagnsklippur og þær eru til ennþá.“ Í Bretavinnu í Hvalfirði Árið 1940 færði fjölskyldan sig svo um set í Stykkishólm. Nú var hafin heimsstyrjöld. Bretar hernámu Ís- land í maímánuði sama ár og hóf- ust handa við að koma upp flota- stöð í Hvalfirði. Georg réði sig í Bretavinnu sumarið 1941 og fór suður í Hvalfjörð. „Mér fannst Bretarnir nú vera hálfgerðir bján- ar. Þeir voru afar stoltir með sig. Þeir kunnu ekkert til verka að mér fannst. Við vorum að leggja veg í Hvalfirði og um túnið í Hvítanesi. Bretarnir höfðu rekið bóndann af jörðinni. Hann varð að flýja inn í botn á Hvalfirðinum. Þarna komu stærstu skipin sem Bretar áttu þá. Stór herskip. Ég man þegar bryn- drekinn Hood kom í Hvalfjörð. Svo komu strákarnir af honum í land til að leika sér. Síðan fréttum við nokkru síðar að það væri búið að skjóta skipið niður með öllum sem á því voru. Þjóðverjar gerðu það. Þá stóð stríðið sem hæst.“ Georg hætti í Bretavinnunni og hóf störf við smíðar. Við þær starfaði hann þar til hann varð 75 ára gamall og fór á eftirlaun. „Ég lærði aldrei formlega til smiðs en var þó eftirsóttur til verka, bæði í húsasmíðum og sem skipasmið- ur og hafði sömu laun og útlærð- ir. Ég smíðaði í áratugi og líka í sveitum. Í Staðarsveitinni, Skóg- arströnd, Borgarfirði og hingað og þangað. Mest var ég þó í tré- skipasmíðunum. Ég vann í tveim- ur slippum. Síðast var ég í Skipa- vík hér í Stykkishólmi. Þar hætti ég 1984. Ég vann alltaf og hafði nóg að gera, var aldrei atvinnu- laus,“ segir hann. Gleðst yfir afkomendunum Georg hefur verið ekkill í 31 ár en eiginkona hans Þorbjörg Júlí- usdóttir frá Bjarneyjum í Breiða- firði lést 1984. Þau bjuggu lengst af í húsi sem Georg reisti fyrir fjöl- skylduna í Stykkishólmi og er enn í eigu hennar. „Þorbjörg fór í Hús- mæðraskólann á Staðarfelli og svo suður í Hafnarfjörð að vinna þar og fullnema sig í vefnaði. Hún var mjög góð saumakona og vann við það í kaupfélaginu hér í Stykkis- hólmi. Eftir að við fórum að búa saman hætti hún að vinna úti en hún hjálpaði vinkonum sínum úr næstu húsum við saumaskap. Hún var vandvirk og gerði þetta svo vel. Ég var úti að vinna og hún var heima með strákana. Við áttum fjóra stráka en þrír komust upp. Einn fæddist andvana. Synir okk- ar eru allir skólagengnari en ég er. Heldur betur. Til þess höfðu þeir sjálfir áhuga og það gekk ljómandi vel. Þeir hafa allir góða atvinnu og það gleður mig. Það segi ég satt. Ég fylgist með mínum mönnum og mínu fólki. Barnabörnin eru ekki mörg, þau eru fjögur og tvö langafabörn að auki.“ Synir þeirra Georgs og Þor- bjargar eru þeir Gylfi smiður, Júl- íus Bragi lögfræðingur og Ágúst Ólafur sem er þjóðháttafræðingur á Þjóðminjasafni Íslands. Hefðbundið jólahald Ríkisútvarpið er góður vinur Ge- orgs en hann horfir ekki á sjón- varp því sjónin leyfir það ekki. „Ég hlusta mikið á tónlist, bæði nýja og gamla. Nú er ég líka að hlusta á Halldór Laxness þegar hann er að lesa úr „Í túninu heima.“ Já, ég hlusta mikið á útvarpið en ég fylg- ist ekki með umræðum á Alþingi nema þá í fréttum, ég gerði það á meðan ég hafði sjón til þess. Ég skipti mér ekkert af pólitík og hef aldrei gert en ég fylgist með. Mað- ur verður að reyna það. Mér líst svona sæmilega á þjóðfélagið í dag. Það er alltaf að breytast.“ Í lokin er rétt að forvitnast um hvað elsti Íslendingurinn ætli að gera á aðfangadagskvöld. „Ég ætla að gera það sama og ég er vanur. Sitja hér og opna jólagjafirnar og fara fram og fá mér að borða. Ætli það verði ekki hangikjöt? Ég get nú lítið gert úr þessu nema étið. Ég hef góða lyst,“ segir Georg kankvís og kveður í lokin með innilegu og þéttu handtaki. mþh Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar, árs og friðar Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi óskar íbúum kjördæmisins og lesendum Skessuhorns gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið og stuðninginn á árinu sem er að líða. Gleðileg jól S K E S S U H O R N 2 01 5 Elsti maður Íslands segist ekki hafa neina uppskrift að því hvernig eigi að verða svona gamall. Hann hafi bara borðað ágætan og góðan íslenskan mat, nánast ekkert reykt, drukkið í hófi og verið í vinnu sem gaf jafna hreyfingu. „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir menn.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.