Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 90

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 90
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201590 Um síðustu mánaðamót hætti Inger Helgadóttir rekstri gistiheimilisins Borgarnes Bed and Breakfast, sem hún hefur rekið síðustu árin í gamla kaupfélagsstjórabústaðnum í Borg- arnesi. Hún seldi húsið og rekst- urinn til hjóna sem komu við hjá henni í sumar og gistu. „Þau voru á leið vestur á Snæfellsnes að skoða gistiheimili sem þau ætluðu kannski að kaupa. Ég sannfærði þau um að miklu betra væri að kaupa af mér því ég þyrfti að fara að hætta þess- um rekstri þar sem ég réði ekki við þetta lengur vegna heilsuleysis,“ segir Inger þegar blaðamaður sett- ist niður með henni í nýlegri íbúð sem hún festi kaup á eftir söluna, í gamla hluta Borgarness. Kynntist Hjálpræðis- hernum í Noregi En fyrst að upprunanum. „Ég er ekki Borgfirðingur að uppruna. Ég er fædd á Akureyri en foreldrar mínir fluttu í Voga á Vatnsleysu- strönd þegar ég var á fjórða ári. Þaðan fluttu þau svo í Borgarnes um tíma en pabbi kunni ekki við sig þar og við fluttum aftur á Suð- urnesin. Annars varð ég snemma sjálfstæð og var ekki nema fimm- tán ára þegar ég flutti að heim- an. Þá lá leiðin til Hamar í Nor- egi þar sem ég fór að passa börn hjá íslenskum hjónum sem voru í Hjálpræðishernum. Áður hafði ég kynnst Hjálpræðishernum hér heima í gegnum æskulýðsstarf og ég hef enn í dag samband við fólk sem tengist honum en þá aðallega í gegnum móðir mína. Eftir að ég kom heim frá Noregi fór ég að vinna í fiski í Keflavík en varð svo heppin að ég slasaðist í roðfletti- vél á hendi og hætti og ákvað þá að fara að vinna í sveit. Ég fékk vinnu norður í Vatnsdal í Húnavatnssýslu og þar átti ég yndislegan tíma hjá góðu fólki og lærði mikið. Ég held enn góðu sambandi við afkomend- ur hjónanna sem ég var hjá.“ Gott að búa í Skorradal þrátt fyrir róstur í pólitík Úr Vatnsdalnum lá leið Ingerar í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal þar sem hún stundaði búfræðinám í einn vetur. Hún segir skólavalið hjá sér líklega hafa ráðist af því að Hólar voru nær Vatnsdalnum en Hvann- eyri. Á Hólum kynntist hún manni sem hún svo giftist og eignaðist tvær dætur sem fæddar eru 1971 og 1972. „Við bjuggum á Laugar- bakka og Hvammstanga en skildum svo átta árum seinna. Þá lá leið mín í Borgarfjörðinn með dæturnar tvær í mars 1976. Þar hóf ég sambúð með Sveini Sigurðssyni á Indriðastöð- um í Skorradal og árið 1978 fædd- ist okkur dóttir. Við skildum svo árið 1999 en ég bjó áfram á Indriðastöð- um. Það var gott að vera í Skorra- dalnum þrátt fyrir að hreppspólitík- in þar væri svolítið róstursöm.“ Inger kom þó aðeins nálægt sveit- arstjórnarmálunum í Skorradalnum á löngum búsetutíma sínum og hafði gaman af. Hún segir samt að nú eft- ir að hún kom í Borgarnes sýnist sér að íbúarnir þar njóti meira af sam- eiginlegum sjóðum en verið hafi í Skorradal þrátt fyrir að Skorradals- hreppur hafi álitið sig vera eitt rík- asta sveitarfélag landsins, en Borgar- byggð í hópi þeirra blönkustu. Byrjaði með fjórhjólum Inger hætti öllum búskap á Indr- iðastöðum þegar hún tók alfarið við jörðinni 1999 og fór svo að reka ferðaþjónustu þar árið 2001 í sam- vinnu við aðra. „Það var eiginlega tilviljun að ég fór út í þetta. Þannig var að ég hitti tvo flotta stráka sem voru að grilla fyrir útlenda ferða- menn niður við Skorradalsvatn og Inger Helgadóttir sem nú hefur selt gistiheimili sitt í Borgarnesi Hefur komið víða við í störfum víðs vegar um landið fór að ræða við þá. Þeir voru þá með hugmyndir um ýmislegt, ekki síst tengt fjórhjólum, en sögðu það vandkvæðum bundið nema hafa að- gang að landssvæði. Ég sagði þess- um strákum að koma bara með hug- myndirnar til mín og ég væri til í að skoða ýmislegt. Í talsverðan tíma heyrði ég ekkert frá þeim en svo komu þeir til mín með þessa fjór- hjólahugmynd og ákveðið var að hrinda henni í framkvæmd. Þetta mætti að vísu ákveðinni andstöðu og fólk sagði okkur vera að skemma landið og fleira slæmt var talið þessu til foráttu en allt var þetta samt á ákveðnum þar til gerðum slóðum og innan settra marka.“ Inger segir að sín aðkoma hafi verið sú að veita aðgang að jörðinni og að selja mat í útbúinni hlöðu en síðan hafi hún látið byggja fjögur sumarhús og far- ið að leigja þau út. „Á þessum tíma var mikið um að vera á Indriðastöð- um. Stundum voru nokkur hundruð manns á túninu í leikjum, á fjórhjól- um og í mat. Eins varð hlaðan vin- sæl til veisluhalda. Brúðkaup, afmæli og alls kyns viðburðir voru haldnir.“ Í ferðaþjónustu í Borgarnesi Þetta varði þó ekki mjög lengi og Inger seldi hálfa jörðina og hana alla nokkru seinna. Inger keypti ásamt elstu dóttur sinni gamla kaupfélags- stjórabústaðinn í Borgarnesi árið 2005 og flutti þangað alfarin 2007. „Ég fékk þó aldrei helminginn af jörðinni borgaða og fæ víst aldrei eftir því sem lögfræðingurinn minn segir.“ Inger keypti svo hluta dóttur sinnar í húsinu og eftir að hafa eign- ast gamla kaupfélagsstjórabústaðinn í Borgarnesi fór hún að leigja þar út gistingu en sjálf bjó hún í þvotta- húsinu á jarðhæðinni. „Þarna var ég með gistiheimili og morgunmat og þetta gekk vel. Það var alltaf nán- ast fullbókað á sumrin en frekar lít- ið yfir veturinn þótt alltaf væri opið. Þá var aðallega lausaumferð Íslend- inga. Það skipti miklu fyrir mig að ferðavefurinn Lonely Planet kom í heimsókn og skrifaði vel um Bed and Breakfast. Ég naut góðs af því og síðan því að vera með þetta inn á bókunarvefnum booking.com en það var nágranni minn hér hand- an Borgarfjarðarbrúarinnar á Hótel Brú sem aðstoðaði mig við að koma gistingunni þar inn. Þetta jókst þó með hverju árinu. Sérstaklega varð meira og meira að gera yfir vetur- inn. Alls konar hópar voru að koma og leigðu þá gjarnan allt húsið yfir helgi. Saumaklúbbar, afmæli, vinnu- ferðir og ýmislegt hefur verið haldið í húsinu. Jafnvel fermingar og brúð- kaup. Eins má segja að sumarvertíð- in sé alltaf að lengjast. Það var orðið nánast fullt undir lokin hjá mér frá apríl og alveg fram í október. Þannig að það er augljóst að umferð ferða- manna er að aukast út fyrir höfuð- borgarsvæðið, sem er mjög jákvætt fyrir okkur hér á Vesturlandi.“ Kosningastjóri Kvennalistans Það er sitthvað sem Inger hef- ur fengist við því í eina tíð var hún kosningastjóri Kvennalistans á Vest- urlandi „Ég starfaði á kosningaskrif- stofunni hjá Kvennalistanum, sem var hér í Borgarnesi og við náð- um góðum árangri, fengum einn þingmann hér í kjördæminu; Dan- fríði Skarphéðinsdóttur. Þetta var skemmtilegur tími þarna í byrjun ní- unda áratugarins og mikið líf í kosn- ingabaráttunni,“ segir Inger þegar hún rifjar þennan tíma upp. Nú veit hún ekkert hvað tekur við en hún afhenti nýjum eigend- um gistiheimilið 1. desember síðast- liðinn og hún vonar svo innilega að þeim vegni vel. „Það er allt í lagi að prófa eitthvað nýtt, svo verður bara að koma í ljós hvað það verður. Eins er gott að ég taki fram að ég sé alltaf til í að taka þátt í alls konar ævintýr- um, þótt gömul sé orðin,“ segir In- ger og kveður kát á leið til Noregs þar sem hún ætlar að halda jól með sínu fólki. hb Svipmyndir af Bed and Breakfast í Borgarnesi sem Inger seldi nýverið til nýrra rekstraraðila. Inger á nýju heimili sínu í Borgarnesi. Tónlistarskóli Grundarfjarðar hélt sína árlegu jólatónleika í sal Fjöl- brautaskóla Snæfellinga á mánu- dagin. Þar spiluðu nemendur jóla- lög fyrir Grundfirðinga og sýndu hvað þeir hafa verið að læra. Það er ljóst að faglega er unnið að tón- listarkennslu í Grundarfirði en um 53% nemenda Grunnskóla Grund- arfjarðar stundar nám við tónlistar- skólann. Þar er kennt á bassa, gít- ar, píanó, horn, klarínett, kornett, trompet, trommur, ukulele, þver- flautu, ásamt söng. Það eru fleiri hljóðfæri í boði en þetta er það sem krakkarnir eru að læra á núna. Allir árgangar grunnskólans hafa aðgang að tónlistarnámi og eru þónokkrir krakkar úr 1. bekk sem stunda tón- listarnám og spiluðu á jólatónleik- unum. Það er því ljóst að framtíðin er björt hjá þessum krökkum sem sendur gestina út í glimrandi jóla- skapi. tfk Ljúfir jólatónar í Grundarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.