Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 94

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 94
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201594 Möndlugrauturinn mikilvægur um jólin Daníel Ben Daníelsson átta ára og Sara Líf Sigurðardóttir sjö ára eru nemendur í Grunnskólan- um í Borgarnesi. Þau eru sammála um að það fyrsta sem komi manni í jólaskap sé að skreyta fyrir jólin. „Ég fer líka í jólaskap við að pakka inn gjöfum, að fá gjafir og auðvitað að fá í skóinn. Það lætur mig eigin- lega allt fara í jólaskap þegar jólin nálgast,“ segir Daníel. „Undirbún- ingurinn fyrir jólin og að baka smá- kökur kemur mér í jólaskap,“ seg- ir Sara Líf. Þau eru einnig sammála um að maður komist í mikið jóla- skap við að fá jólagjafir og líkt og hjá flestum börnum er það einnig það sem þau hlakka mest til um jól- in. Daníel segir þó mikilvægast um jólin að vera glaður. „Og ekki verða fúll ef maður fær ekki það sem maður vill. Það er líka mikil- vægt að leika með allt. Ég er oft- ast að leika mér þegar Aron bróðir minn er í tölvunni, hann er oft svo- lítið lengi í tölvunni.“ Þau eru sam- mála um að möndlugrauturinn sé mikilvægur um jólin og hafa bæði verið svo heppin að fá möndluna. „Það er líka mikilvægt að það sé gaman á jólunum. Það er líka gam- an að borða jólamatinn,“ segir Sara Líf að endingu. Elskar alla jólasveinana Heiða Dís Sófusdóttir er nemandi í 2. bekk Auðarskóla í Búðardal. Hún er ekki viss hvað sé mikilvægast við jólin en veltir fyrir sér hvort það sé söngurinn og dansinn í kringum jólatréð. Hún er þó ekki í vafa hvað henni þykir skemmtilegast við há- tíðirnar. „Að jólasveinarnir komi til manna og að þeir stela ekki lengur frá okkur. Skyrgámur tók til dæm- is allt skyrið. Þegar krakkarnir ætl- uðu að fá sér þá var tóm fata,“ seg- ir Heiða og bætir því við að jóla- sveinarnir komi sér í mikið jóla- skap. „Ég elska jólasveina. Ég elska Stekkjastaur og alla og Bjúgna- kræki líka. Stekkjastaur er uppá- halds því hann kemur fyrstur til manna,“ segir hún. Skemmtilegast að setja upp jólatréð Bergjón Paul Jenke gengur í 1. bekk Auðarskóla í Búðardal. Hon- um þykir skemmtilegast að setja upp jólatréð. „Því þá setjum við jólapakkana í kring og hengjum upp jólakúlurnar og jólaborðana,“ segir hann og bætir því við að jóla- pakkarnir komi honum í jólaskap. „Ég kemst í jólaskap þegar pakk- arnir koma frá Þýskalandi og Ís- landi. Á föstudaginn verða litlu jólin í skólanum og þá fáum við pakka,“ segir Bergjón. En hvað er að hans mati mikilvægast við jól- in? „Kannski jólasveinninn. Kram- pus í Þýskalandi er tröll og er svo- lítið eins og Grýla. En ég veit ekki hvort það er eitthvað jólalegt við hann,“ segir Bergjón að endingu. Jólaskapið kemur þegar hún sér pakkana „Mér finnst skemmtilegast að fá jóla- gjafir,“ segir Sól Jónsdóttir, sex ára stúlka í Grunnskóla Grundarfjarðar aðspurð hvað henni þyki skemmti- legast við jólin. Að hennar mati eru gjafirnar ekki aðeins skemmtilegar, heldur eru þær líka mikilvægar. „Það er bæði mikilvægt að fá jólagjafir og að gefa jólapakka,“ segir hún. Þegar hugurinn reikar að jólagjöf- unum er erfitt að ná honum það- an og Sól er með það á hreinu hvað það er sem kemur mest henni í jóla- skapið. „Að sjá pakkana,“ segir hún að lokum. Mikilvægt að sýna kærleik Alfreð Ragnar Ragnarsson er átta ára nemandi í Grunnskóla Grund- arfjarðar. Að hans mati vekja skreyt- ingarnar eftirvæntingu fyrir kom- andi hátíð. „Ég kemst í jólaskap þegar jólaskrautið kemur upp,“ segir hann. Eins og mörgum öðrum börn- um á öllum aldri nýtur hann þess að fá gjafir á jólunum. „Mér finnst skemmtilegast að fá pakka,“ segir hann en bætir því við í anda jólanna að mikilvægt sé að setja annað fólk í öndvegi. „Það mikilvægasta við jól- in er að leika við einhverja og sýna kærleik,“ segir Alfreð. Gjafirnar eru bæði skemmtilegar og mikilvægar Anna Lísa Axelsdóttir og Eldór Frosti Halldórsson eru nemendur í 1. bekk Grundaskóla á Akranesi. Bæði Anna og Eldór hafa gaman af jólunum og eru ekki í vafa um hvað þeim þykir skemmtilegast við hátíðina. „Mér finnst skemmtileg- ast að opna pakkana,“ segir Anna. „Mér finnst skemmtilegast að fá í skóinn. Þvörusleikir gaf mér jójó og súkkulaði,“ bætir Eldór við, en Þvörusleikir kom einmitt til byggða þann morguninn og laum- aði víða glaðningi í skó barna. Þau geta ekki alveg sett fingur- inn á hvað kemur þeim í jólaskap- ið. „Ég veit ekki hvað kemur mér í jólaskap,“ segir Anna. „Ekki ég heldur,“ bætir Eldór við. Eftir smá umhugsun sammælast þau þó um að jólalög komi þeim stundum í jólaskap. Gjafirnar eru þeim nefni- lega enn nokkuð ofarlega í huga og aðspurð hvað sé mikilvægast við jólin eru þau ekki í vafa. „Það er mikilvægast að opna pakkana,“ segir Eldór „og fá í skóinn,“ bætir Anna við og brosir sínu breiðasta. „En það er líka mjög mikilvægt að horfa á jólamyndir,“ áréttar Eldór að endingu. grþ/sm/tfk/kgk Jólin - hátíð barnanna Desembermánuður er jafnan tími mikillar eftirvænt- ingar hjá flestum börnum landsins. Frá því kveikt er á fyrsta kerti aðventukransins, fyrstu músastigarn- ir gægjast upp úr kössunum og fyrstu seríurnar tín- ast upp í glugga eykst eftirvænting barnanna jafnt og þétt þar til klukkan hringir inn jólin á aðfanga- dagskvöld. Milli eftirvæntingar barnanna annars vegar og foreldra hins vegar má oftar en ekki mæla jákvæða fylgni, svo notað sé hugtak úr tölfræðinni, þeirri jólalegu fræðigrein. Foreldrar upplifa gjarn- an stemninguna og jólagleðina í gegnum börn sín. Blaðamenn og fréttaritarar Skessuhorns ræddu við nokkur börn á Vesturlandi og spurðu þau út í mikil- vægi jólanna, hvað þeim þætti skemmtilegast við há- tíðina og hvað kæmi þeim í jólaskapið. Sara Líf Sigurðardóttir og Daníel Ben Daníelsson í Borgarnesi. Heiða Dís Sófusdóttir í Búðardal. Bergjón Paul Jenke í Búðardal. Sól Jónsdóttir í Grunnskóla Grundar- fjarðar. Alfreð Ragnar Ragnarsson í Grunn- skóla Grundarfjarðar. Anna Lísa Axelsdóttir og Eldór Frosti Halldórsson á Akranesi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.