Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 96

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 96
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201596 Áhugaljósmyndarar eru víða og fer þeim fjölgandi eftir að stafræn ljósmyndatækni gerði slíkt áhuga- mál í senn auðveldara og ódýr- ara. Þeir eru þó ekki margir sem taka þetta áhugamál svo alvarlega að ljósmyndunin sé framar flestu öðru sem þeir taka sér fyrir hend- ur. Mjög víða stunda áhugaljós- myndarar ómetanlega samtíma- skráningu fyrir sín byggðarlög, at- vinnusöguna, menningarsögu og fleira. Þessir aðilar eru ekki endi- lega að ljósmynda í atvinnuskyni heldur drífur áhuginn þá áfram. Samtímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. Í raun ætti að verð- launa þetta fólk með einhverjum hætti; gera það að launuðum bæj- arlistamönnum – því það eru þeir vissulega. Hér á Vesturlandi eru nokkr- ir sem stunda áhugaljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns á liðnum árum hafa áhugaljósmynd- arar á Vesturlandi verið kynnt- ir. Við köllum þetta fólk samtíma- söguritara, fólk sem á í sínum fór- um þúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita ann- ars glötuð augnablik. Myndavélin góð vinkona Áslaug Þorvaldsdóttir í Borgar- nesi segist lengi hafa haft áhuga á ljósmyndun. Áhuginn jókst þeg- ar hún eignaðist fyrstu almenni- legu myndavélina, þá fyrst fór hún að taka myndir fyrir alvöru. „Það er mjög langt síðan. Ég átti Olympus vél - svona gamlan rokk - og hef tekið myndir alveg frá því ég eign- aðist hann, sem var örugglega fyrir þrjátíu árum. Guð, er orðið svona langt síðan,“ segir hún og hlær við. Fyrsta vélin var gamaldags filmu- vél en Áslaug segist hafa átt hana lengi. „Ég og myndavélin mín vor- um rosalega góðar vinkonur. Síð- an fékk ég mér stafræna myndavél og við urðum ekki jafn nánar. Það samband var einhvern veginn ekki alveg að gera sig,“ útskýrir Áslaug. „En svo þegar ég fékk símann, þá kom þetta aftur,“ bætir hún við. Ás- laug segist lítið framkalla myndirnar nú til dags. „Þær eru bara geymdar í skýinu,“ segir hún og brosir. Hún hefur lítið verið að með myndirnar til sýnis en var þó með ljósmynda- sýningu í Borgarnesi fyrir tíu árum. „Þá lét ég prenta myndirnar á striga í stærðinni 30 x 60 og sýndi þær á ganginum í Hyrnutorgi. Ég hef ekkert sýnt myndirnar mínar síðan þá,“ segir hún. Notar myndavélina sem síma Áslaug er ekki einn af þeim áhuga- ljósmyndurum sem er með tækja- dellu og fjárfestir í hverri linsunni á fætur annarri. Hún tekur flest- ar sínar myndir á farsímann sinn, sem er af gerðinni Samsung S5. „Ég hef notað myndavélina lít- ið síðustu mánuði. Ég tek flestar myndir á símann minn, eða eins og ég segi fullum fetum: ég nota myndavélina sem síma,“ segir Ás- laug. Hún segir símann koma sér einstaklega vel, sérstaklega eftir að hún lenti í meiðslum á annarri öxl- inni. „Eftir það átti ég erfitt að vera með myndavélina og það er líka þess vegna sem ég er svona ánægð með símann.“ Hún vinnur mynd- irnar sínar ekki mikið og notar til að mynda ekki photoshop mynd- vinnsluforrit. „En ég er með app í símanum þar sem ég skerpi litinn. Þá kemur sér vel að ná að ramma myndirnar inn í huganum, því þá veit maður hvað getur komið flott út með skarpari litum. HDR heitir upplausnin sem ég nota hvað mest og það er alveg prósess út af fyrir sig. Ég horfi oft á myndirnar með því hugarfari að þær komi flott út með þessum breytingum, þessari skerpu,“ útskýrir Áslaug. Þarf að hafa auga líka Áhugasvið Áslaugar þegar kemur að myndefni er mjög breitt. Hún segist taka myndir af öllu mögulegu og að hún hafi tekið mjög skrítn- ar myndir lengi. „Ég tek myndir af öllu sem ég næ að sjá eitthvað form úr. Ég sé mótív úr alls konar sem aðrir sjá kannski ekki endilega neitt út úr. Ég hef lent í því að sjá fyrir mér flotta mynd en ekki ver- ið með myndavélina á mér og er enn með það mótív í huganum. En ég er fegin að geta notað símann í myndatökurnar, því ég er allt- af með hann á mér.“ Áslaug seg- ir að það sé ekki nóg að eiga góða myndavél eða góðan síma, fólk verði að hafa auga fyrir myndefni líka. „Þú tekur ekkert bara ein- hvern veginn mynd. Það þarf að ramma hana inn í huganum og vita hvað þú ert að gera. Myndirnar verða ekki sjálfkrafa góðar vegna símans, það þarf að hafa auga líka.“ Áslaug er sjálfmenntuð í ljósmynd- un fyrir utan að hafa farið á eitt helgarnámskeið fyrir margt löngu. „Annars hef ég bara lært þetta sjálf og kannski kemur þetta bara með þroskanum.“ grþ Sagnaritari samtímans 2015 er Áslaug Þorvaldsdóttir áhugaljósmyndari Áslaug Þorvaldsdóttir áhugaljósmyndari er Sagnaritari samtímans 2015. Hún starfar í Landsnámssetri Íslands í Borgarnesi. Lítil laug við Birkimel. Við Brákarsund í Borgarnesi. Listaverk á glugga. Tekið út um gluggann á Skemmunni kaffihúsi á Hvanneyri. Færeyjar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.