Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 106

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 106
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015106 Aðalfundur Golfklúbbs Borgar- ness var haldinn að Hótel Hamri miðvikudaginn 9. desember síðast- liðinn. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og starf klúbbsins og gjald- keri fór yfir reikninga GB fyrir lið- ið rekstrarárið. Rekstur GB gekk mjög vel rekstrarárið 2015 og var veltan 45,7 mkr. samanborið við tæpa 41 mkr. árið áður. Rekstrar- gjöld voru rúmar 27,5 mkr. sam- anborið við rúmar 40,7 mkr. árið 2014. Rekstrarhagnaður klúbbsins var því 18,2 mkr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Inn í rekstrartekjur má þó reikna fyrirfram greiddar tekjur (styrk+leigu) næsta árs að upp- hæð 7,4 mkr. Allur hagnaður árs- ins fór í að greiða niður langtíma- og skammtímaskuldir félagsins. Á móti náði GB samkomulagi við Arionbanka um leiðréttingu eða niðurfellingu skulda. Lausafjár- staða GB verður að líkindum erfið rekstrarárið 2016 en bjartari tímar blasa þó við. Á fundinum kom fram að rekst- urinn hefði gengið vel og mikið að þakka framkvæmdastjóra GB sem í byrjun árs tók allan vélakost félags- ins í yfirhalningu. Hann tók síðan að sér starf vallarstjóra og kom vell- inum í fremstu röð landsins með dugmiklum vallarstarfsmönnum. Golfsumarið í ár byrjaði seint sök- um kuldatíðar og blásturs í maí og lungan úr júní. Kuldinn náði jafan- vel fram í júli en félagsmenn þurftu samt ekki að kvarta yfir aðsókn kylfinga á Hamarsvöll þetta sum- arið. Hann þótti með betri völlum landsins og voru flatirnar sérstak- lega rómaðar. Í skýrslu stjórnar kom fram hvað magnað félagsstarf er hjá Golf- klúbbi Borgarness í reynd og hversu öflug sjálfboðaliðastarf hefur á ög- urstundu lagt sitt lið og hjálpað til við að gera góðan klúbb enn betri. Í rekstraráætlun fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir 32 mkr veltu eða veru- legri lækkun frá því í ár. Áframhald- andi aðhald verður í rekstri og því rekstrarkostnaði upp á sömu upp- hæð. Lítið svigrúm verður til fram- kvæmda eða endurnýjunar véla. Vandmál sem leyst verður á sama hátt og GB gerði í ár, með bjar- sýni. Enda var lagt til að félags- gjöld yrðu ekki hækkuð í samræmi við almenna verðlagsþróun og var það samþykkt. Stjórn GB var kjörin þannig að hana skipa Ingvi Árnason formað- ur, Björgvin Óskar Bjarnason, Mar- grét K Guðnadóttir, Guðmundur Bjartara framundan í fjármálum Golfklúbbs Borgarness Svipmynd af stjórnarborðinu á aðalfundinum. Guðmundur Daníelsson færði Anton Elí Einarssyni háttvísisverðlaun GSÍ. Framsókn lofaði í síðustu kosning- um niðurgreiðslu skulda einstak- linga með fé ríkissjóðs, en eins og almenningur veit þá varð niður- staðan 80 milljarða greiðsla inn á skuldir þeirra sem miðaldra eru, mest skulduðu og höfðu hæstu tekj- urnar. Þetta var heldur lægri fjár- hæð en lofað var en nokkuð gott fyrir þá sem nutu góðs af. For- maður flokksins mun á einhverjum tímamótum hafa kallað þetta „sátt- mála milli kynslóða.“ Þessu til viðbótar var samþykkt að nota mætti framlög til söfnun- ar séreignarlífeyris sem greiðslu á skuldum með skattaafslætti. Aðeins þeir sem hafa tekjur yfir meðallagi geta fullnýtt skattaafsláttinn þann- ig að enn og aftur eru það þeir sem meira hafa sem mest njóta. Vegna ríflegra kjarabótar opin- berra starfsmanna á þessu ári hafa lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hækkað á árinu um 126 milljarða og munu standa í litlum 794 milljörð- um. Þrátt fyrir þetta fallega nafn „skuldbinding“ þá er þetta ófjár- mögnuð skuld við núverandi og fyrrverandi starfsmenn ríkisins. Gott hefði verið að nota þá 80 milljarða sem þeir sem meira meiga sín fengu í „lánaleiðréttingu“ til þess að létta á þessari skuldbindingu. Þá væri líka gott fyrir framtíðina að eiga væntar skatttekjur af séreignarlífeyri sem nú er verið að gefa eftir, til greiðslu á hluta af þessarar skuldbindingu. Í raun er hallinn á ríkissjóði í ár vantalinn um þessa 126 milljarða. Núverandi stjórnarherrum virð- ist slétt sama um þessa stöðu, enda framtíðarvandi og kemur því lík- lega í hlut annarra að leysa. Þeir sem þurfa að hafa áhyggjur eru börnin okkar og barnabörn sem súpa seyðið af uppsöfnuðum vanda lífeyriskerfisins og eftirgjöf fram- tíðartekna af séreign. Þeim er ætl- að að greiða skuldina og þá um leið horfa upp á skerta samneyslu og verri lífskjör sér til handa. Ekki er víst að þau verði öll sátt um þann „sáttmála milli kyn- slóða“. Borgarnesi, 14. desember 2015 Guðsteinn Einarsson. Skautað framhjá „smáatriðunum“ Pennagrein Félagar í Lionsklúbbi Búðardals eru nú rúmlega 20 talsins. Að auki er starfandi deild á Reykhólum sem telur 17 félaga en hún er hluti af Lionsklúbbi Búðardals og starfar sjálfstætt. Þorkell Cýrusson er fé- lagi í klúbbnum í Búðardal og tók hann að sér að vera umdæmisstjóri fyrir tveimur árum, en það er næst- æðsta embætti hreyfingarinnar á Ís- landi og er hann því í heiðursráði hjá umdæmi 109B. Einnig er hann ritstjóri Lionsblaðsins sem er gefið út sex sinnum á ári. Þorkell er virk- ur í starfi sínu innan klúbbsins en klúbburinn hefur ýmis jólatengd verkefni á sinni könnu. Eitt af þeim er að koma saman og skreyta Dval- arheimilið Silfurtún í upphafi að- ventu. Skapast hafa hefðir varðandi skreytingarnar líkt og gerist á öðr- um heimilum landsins og segja má að þeir sem lengst hafa starfað inn- an félagsins séu orðnir vel heima- vanir hvað þetta varðar. „Það er okkur ljúft og skilt að gera þetta. Meðan á skreytingum stendur koma flestir heimilismanna fram og spjalla við okkur. Stundum segja þeir okkur líka til. Það skapast góð stemning þegar hópurinn kem- ur saman á Silfurtúni og starfsfólk býður upp á kvöldkaffi sem heim- ilisfólk drekkur yfirleitt með okkur. Þess má geta að við seljum minn- ingarkort þar sem allur ágóði renn- ur óskiptur til Silfurtúns og höf- um við t.d. notað hann til kaupa á hægindastólum og sjónvarpi,“ seg- ir Þorkell. Lionsfélagar byrja þannig jóla- mánuðinn með elstu þegnum sam- félagsins en á milli jóla og nýárs hlúa þeir að yngsta hópnum. Jóla- ball Lionsklúbbsins er löngu orð- inn fastur liður í jóladagskrá Dala- manna og er það haldið í félags- heimilinu Dalabúð. Þegar jóladansi lýkur er boðið upp á heitt kakó en gestirnir leggja til smákökur. „Ekki veit ég nákvæmlega hversu lengi þetta hefur verið á okkar könnu en í það minnsta nokkra áratugi. Þetta byrjaði þannig að kvenfélagið leit- aði til okkar um að aðstoða sig við þetta. Stuttu síðar tók Lions alfarið við þessu og hefur séð um það all- ar götur síðan. Í ár verður jólaball- ið haldið 30. desember kl. 17:00,“ upplýsir Þorkell. Í desember fer ein helsta fjár- öflun félagsins fram en þá stendur Lionsklúbburinn fyrir sölu á ýms- um varningi. Þar má nefna súkk- ulaðijóladagatalið vinsæla, gjafa- pappír, ljósaperur, reykskynjara og fleira. Þennan varning er hægt að nálgast á opnunartíma Leiðsbúðar við smábatahöfnina í Búðardal. Úr sjóði Lionsmanna eru veittir styrkir til góðgerðarmála eða til að styrkja málefni í heimabyggð sem snerta velferð almennings. „Við erum alltaf að leita að góðu fólki sem er til í að starfa með okkur að mannúðar- og líknarstarfi. Við leitum bæði að konum og körlum því klúbburinn okkar er blandað- ur og þannig viljum við hafa það,“ segir Þorkell að lokum. sm Skreyta á dvalarheimilinu og halda jólaball fyrir börnin Þorkell Cýrusson er umdæmisstjóri hjá Lions. Daníelsson og Jón Haraldsson. Viðurkenningar voru veittar. Anton Elí Einarsson fékk háttvís- isverðlaun GSÍ en þau eru veitt ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GB vill sjá í afreks- efnaunglingum sínum. Í almennum umræðum var rætt um samvinnu við okkar næstu samstarfsfélaga og að bjóða golfklúbbum á Vest- urlandi t.d. aðgang að frábærri að- stöðu okkar í Brákaey þ.e. Eyjunni. bób
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.