Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 108

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 108
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015108 Endurskoðun skólastefnu Borgarbyggðar: Raddir barna og ungmenna Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf - - - - Daglegar ferðir frá Akranesi - Reykjavík Reykjavík - Akranes Akranes - fimmtudagur 17. desember Jólafjör í Búkollu. Opið er frá kl. 18 - 21. Kl. 19:30 kemur Kór Saurbæjar- sóknar ásamt Karlakórnum Svönum í heimsókn og flytja þeir fallega jólatónlist. Stykkishólmur - fimmtudagur 17. desember Hátíðartónleikar - jólatónleikar í Stykkishólmskirkju kl. 18. Nem- endur skólans flytja alls konar tón- list sem kemur okkur í hátíðarskap. Fjölbreytt samspil, einleikur og söngur úr öllum deildum skólans. Við hvetjum fólk til að gefa sér tíma frá erli dagsins til að njóta stundar- innar með okkur. Borgarbyggð - fimmtudagur 17. desember Kvöldopnun í Ljómalind sveita- markaði að Brúartorgi 4. Opið verð- ur til klukkan tíu. Samvera, kertaljós og huggulegheit. Allir velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 18. desember Jólaball í Félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Hví ekki að byrja jóla- törnina á að skella sér á sveitaball? Hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi, húsið opnar kl 23 og byrjar hljómsveitin að spila á mið- nætti. Miðaverð: 2.500 kr. Aldurs- takmark er 18 ár. Ath. Enginn posi. Borgarbyggð - laugardagur 19. desember Jólatrjáahögg á vegum Björgunar- sveitarinnar Brákar og Skógræktar- félagsins í Holti (fyrir ofan Borgar- nes). Boðið er upp á að fólk komi í skóginn, velji sér tré og höggvi. Félagar í Björgunarsveitinni Brák standa vaktina og aðstoða við val á jólatrjám 19. desember kl 12-15. Sama verð er fyrir öll tré óháð gerð, 6500 kr. Boðið verður upp á hress- ingu fyrir gesti. Borgarbyggð - laugardagur 19. desember Jólamarkaður verður í íþróttahús- inu á Hvanneyri kl. 13. Kaffihúsið í Skemmunni verður með ýmist jólalegt góðgæti, svo sem ristaðar möndlur, jólaglögg og jólavöfflur. Skógrækt ríkisins verður með jólatréssölu. Jólaleg dagskrá verður í kirkjunni. Stykkishólmur - laugardagur 19. desember Jóla-ljúfmetismarkaður í Rækjunesi við Reitarveg kl. 14. Veitingamenn og matvælaframleiðendur í Stykk- ishólmi og nágrenni bjóða upp á smárétti í jólabúningi. Akranes - laugardagur 19. desember Órjúfanlegur hluti af jólahaldinu í rúma þrjá áratugi eru Þorláks- messutónleikar Bubba Morthens. Þeir verða nú, eins og undanfarin ár, haldnir á þremur stöðum, þar á meðal í Bíóhöllinni Akranesi 19. desember. Miðasala á tix.is. Reykjavík - laugardagur 19. desember Helgina 19.-20. desember ætlar Breiðfirðingakórinn að ganga um miðborg Reykjavíkur og syngja á Laugavegi og Skólavörðustíg, í Bankastræti og Austurstræti og á Ingólfstorgi milli kl. 15 og 16 báða dagana. Borgarbyggð - sunnudagur 20. desember Jólatrjáahögg á vegum og Björg- unarsveitarinnar Heiðars og Skóg- ræktarfélagsins í Grafarkoti. Boðið er upp á að fólk komi í skóginn, velji sér tré og höggvi. Félagar í Björg- unarsveitinni Heiðari standa vaktina og aðstoða við val á jólatrjám kl 11-15. Sama verð er fyrir öll tré óháð gerð, 6500 kr. Boðið verður upp á hressingu fyrir gesti. Borgarbyggð - sunnudagur 20. desember Skötuveisla í Logalandi kl. 19:30. Húsið opnar kl. 19:00 og verður matur fram borinn frá 19:30 - 21. Á boðstólnum verður kæst skata og saltfiskur ásamt tilheyrandi með- læti; kartöflum, rófum, gulrótum, hamsatólg, hnoðmör og síðast en ekki síst heimaböku rúgbrauði með smjöri. Drykkjarföng verða seld á staðnum Aðgangseyrir er kr. 2.500,- og frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Akranes - sunnudagur 20. desember Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akraness kl. 12 - 15 í Slögu í Akra- fjalli. Á döfinni www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 Verið er að vinna að endur- skoðun skólastefnu Borgar- byggðar og stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki með vor- inu. Liður í þeirri endurskoð- un er að leita eftir sjónarmið- um nemenda um skólagöngu sína. Voru kennarar í leikskól- um og grunnskólum hvattir til að ræða eftirfarandi spurn- ingar við nemendur í kennslu- stund: 1. Hvernig finnst þér skólinn þinn? 2. Hvað er skemmtilegast í skólanum? Hvað gengur þér best með? 3. Hvað er leiðinlegast í skólanum? Hvað gengur þér verst með? Svör nemenda veita kennurum innsýn í reynslu þeirra og upplifun. Voru svör nemenda tekin saman að umræðum loknum. Börn í leikskólum Í einum leikskóla unnu börnin verkefni um draumaleikskólann og fengu hugmyndir barnanna að njóta sín í þeirri vinnu. Meðal ann- ars vildu börnin hafa rennibraut inni, trampólín, mikið af trjám, tækni-lego og marga kennara. Þau vildu hafa eldhús miðsvæðis og fá að taka þátt í eldamennskunni. Einnig fannst þeim mikilvægt að hafa dýr, vatn og bát. Í samtölum kennara og barna á leikskólunum kom fram að börn- unum þótti skemmtilegt í leikskól- anum og þeim fannst leikskólinn sinn flottur. Þau sögðust læra að leika sér öll saman, hlýða konunum og læra að vera stillt og prúð. Einn- ig sögðust þau læra að skrifa stafi og nöfnin sín. Börnin voru öll ánægð með leikskólann sinn, fannst hann fínn og gaman að leika í honum. Það sem börnin töldu skemmti- legast að gera var að leika við vin- ina, úti og inni. Þeim fannst gam- an að vinna með venjurnar sjö, vera þjónaleiðtogi og bókaleiðtogi. Einnig fannst þeim gaman að leika í listakrók, salnum, í búó og í sand- kassanum. Best var að borða ávexti og þegar vinirnir voru að hjálpa hver öðrum. Það sem börnunum á leikskól- unum fannst leiðinlegast var þeg- ar einhver í leikskólanum var að meiða aðra, henda sandi í mann og þegar verið var að skemma. Börn- unum fannst leiðinlegt að vera úti í roki og rigningu og að labba í göngutúrum. Og ekki var gott að þurfa að leika einn. Nemendur í grunnskólum Í samtölum kennara við nemend- ur í grunnskólunum í Borgarbyggð koma fram að flestum nemendum fannst skólinn skemmtilegur og góður, að þar færi gott nám fram og námsefni væri fjölbreytt. Þeim fannst skólinn vera heilsueflandi, margir íþróttatímar, fjölbreytt- ur matur og mikið val. Einhverj- um nemendum fannst skólinn ekki góður og frekar leiðinlegur. Þar væru of mikil læti, talað of mikið og skólinn í niðurníðslu. Aðrir höfðu orð á því að betra væri að vera í litlum skóla því þeir væru huggulegir og rólegir. Nemendunum fannst skemmtilegast að fara í frí- mínútur og fótbolta, læra list- og verkgreinar, stærð- fræði og ensku. Flestum fannst þeir fá góða hjálp við námið, að kennararnir væru skemmtilegir og að góður starfsandi ríkti í skólanum. Einnig væru vinirnir góðir og gaman í bakstri í heimilis- fræði. Þeim fannst árshátíðin skemmtileg og gaman að búa til brandara. Það sem helst má bæta í skól- unum að mati nemenda var marg- földunartaflan, frímínúturnar og að betri fyrirvari væri á verkefna- skilum. Þeim fannst hægt að stytta skólatímann, minnka heimanám- ið og hafa meira ljós, gott hljóð og betri mat. Einnig má koma upp sjálfsala í skólanum að þeirra mati, þaki á fótboltavöllinn og betri kló- settherbergi. Þeim fannst þurfa að hafa sífellda gæslu, fleiri bækur og góðan matsal. Tryggja þarf að net- sambandið virki og skipuleggja þarf sund og íþróttir vel. Það þarf að hafa fleiri valmöguleika í vali og vera ekki alltaf að nota heilhveiti í heimilisfræðinni. Að lokum fannst nemendum að fleiri ættu að hlýða kennurunum, minnka einelti í skól- unum og að nemendur ættu að sýna meiri metnað í námi. Sjónarmið nemenda munu vera höfð til hliðsjónar við endurskoð- un skólastefnunnar og viðhorf for- eldra, kennara og annars starfsfólks. Einnig mun skólastefnan taka mið af erlendri og innlendri stefnumót- un í skólamálum. Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðs- stjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar Leikskóli á mörgum hæðum og tröppur sem hægt er að ganga upp og niður. Mikið af sól og falleg blóm ein- kenna þennan leikskóla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.