Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 14

Heimsmynd - 01.12.1986, Síða 14
fund Gylfa Þ. Gíslasonar og bað hann að bjarga flokknum. Hann færðist undan því. Þá sá ég að stóra stundin var runnin upp. Enginn getur flúið örlög sín. Ég gekk á fund Kjartans Jóhannssonar og tilkynnti honum um framboð mitt. Ég birti stefnuyfirlýsingu fyrir formanns- kjörið og lagði pólitískt prógramm fyrir flokksþingið: Hverjir eiga ísland? Fyrir formannskjörið flutti ég bestu ræðu sem ég hef nokkurn tíma flutt. Mér var auð- vitað spáð ósigri. En ég hirti aldrei um að telja hausa. Ég vissi, að minn tími var kominn." Hann lýsir starfi sínu frá því hann tók við formennsku með orðunum „blóð, sviti og tár.“ Og fundarherferðinni 1985 lýsir hann svo: „Ég tók saman pjönkur mínar og tygjaði mig til herferðar, hélt hundrað fundi á átta mánuðum. Heim- sótti hvert einasta byggt ból á íslandi. Félagi Ámundi keyrði mig áfram. Stund- um ferðuðumst við á puttanum. Alþýðu- flokkurinn er fátækur flokkur. Formað- urinn ferðast ekki á dagpeningum og kflómetratöxtum. Ámi lagði til bflinn, gestrisnir kratar gáfu okkur að éta og gengu stundum úr rúmi fyrir okkur. Flest kvöld í viku og allar helgar, stundum þrír fundir á dag. Stundum gat ég undið skyrtuna mína þegar ég skreiddist í rúm- ið. En ég varð að halda uppi dampinum, skapa stemmningu, hrífa fólkið með, hvetja liðið til dáða. Ég hef skrifað meira í blöð en flestir aðrir stjórnmálamenn. Það geri ég á nóttunni. Á þessum tíma hef ég byggt flokkinn upp. Ég hef endur- reist hann. Flokk sem hafði unnið stór- sigur í kosningunum 1978, sem forystan klúðraði þá. Það skal aldrei henda aftur. Sigurinn 1978 hafði vakið vonir og fyrir- heit, en hann var að engu gerður. Þessa forystu vantaði afdráttarlausa afstöðu til málefna, til annarra flokka. Hana skorti trú, trú á sjálfa sig og sína missjón í pólitík. Alþýðuflokkurinn læddist með veggjum. Karlinn í brúnni, sem ekki fisk- ar, verður ekki langlífur til sjós.“ Og nokkuð sjálfumglaður heldur hann áfram. „Fram til þessa dags hefur hern- aðaráætlunin gengið upp. Hrakspárnar hafa ekki ræst. Þeir sögðu að ég væri úthaldslaus, ég mundi springa á limminu, en nú vita þeir betur. Mér hefur tekist það sem aðra hefur dreymt um, að byggja upp forystuafl vinstra megin við miðju stjórnmálanna. Bandalag jafnað- armanna er búið að vera. Alþýðubanda- lagið er að gliðna í sundur. Kvennalistinn er bara tímabundið fyrirbæri, sem ekki á sér sjálfstæðan tilverugrundvöll til fram- búðar. Mitt markmið var að byggja upp sterkt sósíaldemókratískt afl á sama hátt og Mitterand gerði í Frakklandi. Hann keyrði jafnaðarmenn upp til forystu á vinstri væng, á kostnað kommúnista, eins og Gonsales á Spáni og Soares í Portúgal. En nota bene, verkið er aðeins hálfnað. Og nú verða þáttaskil. Mínu einleikstímabili er lokið. Nú taka við vinnubrögð fjöldahreyfingarinnar. Al- þýðuflokkurinn er að endurnýjast með nýju fólki. Hvar sem ég fer hef ég haft augastað á nýju fólki. Sveitarstjórnar- kosningarnar síðasta vor staðfestu bæði vöxt flokksins sem endurnýjun. Kvenna- hreyfing Alþýðuflokks vex óðfluga. Við getum hugsanlega náð fimm konum inn í þingflokkinn eftir kosningar. Þetta nýja fólk er stoltið mitt.“ Jón Sigurðsson er augljóslega trompið hans. „Ég segi eins og Hjaltalín skóla- stjóri Möðruvallaskóla sagði um Jónas frá Hriflu ungan: Ég hef ekki veitt vænni lax á mitt færi. Við Jón Sigurðsson erum bernskuvinir. Hvað sem í milli ber þá vitum við, að í okkar skiptum verða aldrei svik í tafli. En við bætum hvor annan upp. Ég er ástríðupólitíkus en hann er tæknimaður. Við getum orðið Alþýðuflokknum tvíeyki á borð við Ólaf og Bjarna, eða eins og Hannibal og Gylfi áttu að vera. Við hugsum ekki til einna kosninga eða bara til næstu ríkisstjórnar. í fyllingu tímans verður Alþýðuflokkur- inn í góðum höndum þar sem Jón Sig- urðsson er. Allt hefur sinn stað og allt hefur sinn tíma eins og Benjamín segir." Hann segist ekki óttast að einhver Brútusar-staða komi upp. „Ég var á sín- um tíma tilbúinn að fara í framboð á Austfjörðum, þótt niðurstaðan sé þriðja sætið í Reykjavík. Ég verð sjálfur að hætta einhverju til, ef ég vil styrkja flokk- inn fyrir atbeina hæfileikamanna í fremstu röð. Flestir flokksforingjar eru þeirrar gerðar að safna í kringum sig mönnum, sem engin hætta er á, að skyggi á þá. Ég er ekki þeirrar gerðar. Ég hef marga galla, en kjarkleysi er ekki einn af þeim. Ég geri mér vonir um, að listinn hér í Reykjavík sanni fyrir fólki að við viljum gera pólitíkina trúverðugri, vinna okkur traust.“ Þegar Jón Sigurðsson ákvað að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokks, birtist mynd af þeim félögum, honum og Jóni Baldvini, í einu dagblaðanna. Myndin minnti örlítið á mynd frá Kennedy-árun- um. Mynd af mönnum í hvítum skyrtum með röndótt bindi og uppbrettar ermar. Kennedystjórnin varð meðal annars fræg fyrir að leita út fyrir raðir hefðbundinna pólitíkusa til hæfileikamanna í háskólum og atvinnulífi. The best and the brightest, var viðkvæðið. Það er líka draumur Jóns Baldvins. (Ef til vill Eyjólfs Konráðs líka, „eina sjálfstæðisþingmannsins sem opinberlega hefur lýst yfir ósk um Við- reisnarstjórn,“ eins og Jón Baldvin segir. En Eyjólfur var líka í hvítri skyrtu, með bindi og uppbrettar ermar í dagblaðs- auglýsingum fyrir prófkjör.) „Government of all the talents,“ segir Jón Baldvin. „Ég vil lyfta pólitíkinni upp úr þeirri lægð sem hún er komin í, meðal annars vegna manna, sem ekki valda verkefnum sínum. Viðreisnarstjórnin er eina starfhæfa ríkisstjórnin sem við höf- um haft á lýðveldistímanum." Hann segir að skattamálin verði sett á oddinn í kosningabaráttunni. „Tveir for- menn Sjálfstæðisflokks hafa horft að- gerðalaust á þetta svívirðilega skattafarg- an, sem er eins og krabbamein að naga þjóðarlíkamann. Við erum sammála Sjálfstæðisflokknum um að festa og stöð- ugleiki í efnahagsmálum er forsenda alls annars. Við sýndum það í Viðreisn- arstjórninni og í öllum okkar tillöguflutn- ingi nú, að okkur er treystandi. Hvorum treysta menn betur fyrir fjármálastjórn ríkisins, Jóni Sigurðssyni eða Albert Guðmundssyni. En við erum líka sá flokkur, sem mun tryggja alþýðu manna í þessu landi félagslegt réttlæti.“ Hann heldur áfram að ræða skotspón sinn í Sjálfstæðisflokknum. „Ef Sjálf- stæðisflokkurinn heimtar stól fjármála- ráðherra undir merkisbera sinn í Reykja- vík, Albert Guðmundsson, eru mennirn- ir galnir. Heldur þú að Sjálfstæðisflokk- urinn umbuni þeim manni, sem leiðir flokkinn til ósigurs í Reykjavík, með ráð- herrastól? Heldurðu að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi virkilega engan metnað til að rífa pólitíkina upp úr því forardíki, sem hún er komin í? Ég viðurkenni að innan Sjálfstæðisflokks er mikið mannval. Annað hvort væri nú, um stærsta flokk þjóðarinnar." Hann talar um nauðsyn aga í flokkum. Tekur sem dæmi hörkuna sem hann sýndi, „þegar ég var skólameistari á ísa- firði. Ég held að ég hafi rekið um þrjátíu nemendur úr skóla, sem ekki stóðu sig. Sjálfur vinstri maðurinn! Ef formaður Sjálfstæðisflokks hefði sýnt þessa hörku, væri flokkurinn ekki svona illa staddur. Davíð Oddsson hafði vit og kjark til að gera Albert óvirkan í borgarstjórn.“ Hann segir Davíð verðugan andstæð- ing, þótt ekki vilji hann gefa honum nafnbótina ástríðupólitíkus eins og sjálf- um sér. „Davíð hefur pólitískan sjarma. Hann hefur þetta brot af listamannseðli, sem til þarf. En honum er lyft á stall af voldugri flokksmaskínu. Hann hefur ekki þurft neitt fyrir lífinu að hafa. Það þarf sterk bein til að þola góða daga.“ Sjálfur telur hann sig loks eiga góða daga fyrir höndum. „Alþýðuflokkurinn getur vænst jafnvel enn meiri sigurs en nokkurt okkar þorir að vona nú.“ Hann segir að upphaflegt markmið sitt nái lengra en til einhverra stóla í næstu ríkisstjórn. „Markmiðin eru festa í þjóð- félaginu, að bæta fyrir óráðsíu Fram- sóknaráratugarins, framtíðaröryggi í efnahagsmálum og félagslegt réttlæti. Fari Alþýðuflokkurinn í stjórn er það til að stuðla að þessum markmiðum til lengri tíma litið. En auðvitað væri það eðlileg afleiðing af miklum kosningasigri Alþýðuflokksins, að forseti lýðveldisins fæli formanni hans stjórnarmyndun.“ -Og hvað mun Jón Baldvin gera þá? 14 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.