Heimsmynd - 01.12.1986, Side 21

Heimsmynd - 01.12.1986, Side 21
urinn var dáinn. Ég er alin upp í þessu hugarfari. Ég vil geta lagt fólki lið endur- gjaldslaust. Sama daginn og prófkjörið átti sér stað varð gömul kona á vegi mínum. Ég ræddi við hana og hún sagðist ekki vera flokksbundin. Þegar ég bauðst til að keyra hana þangað sem hún var að fara, því úti var mikil hálka fyrir fótgang- andi aldrað fólk, varð hún mjög hissa. Hví skyldi ég gera það ef hún væri ekki flokksbundin." Þegar Sólveig fór að sofa undir morg- un daginn eftir prófkjörið vissi hún úr- slitin. Þau komu henni á óvart, segir hún sjálf. „Ég er ákaflega jarðbundin og hafði síður en svo gert mér miklar vonir. í slag sem þessum eignast maður marga viðhlæjendur þannig að ég vissi eiginlega ekki hvort hinar jákvæðu undirtektir voru raunhæfar. Auk þess komst ég að því þegar fór að líða á baráttuna að ég var svolítið græn. Gerði mér ekki grein fyrir því hversu harðsnúið þetta væri, líkast til sem betur fer.“ Margir höfðu hvatt hana til að fara í slaginn. Áður en hún tók ákvörðun kannaði hún undirtektir víða. Hún komst að því að margir töluðu um hana sem unga og ómengaða og því fýsilegan kost fyrir listann. Sjálf segir hún: „Kristinn, maðurinn minn, hefur verið miklu virk- ari í flokknum en ég. Hann var í stjórn Heimdalls og formaður fulltrúaráðs á Seltjarnarnesi en þar bjuggum við í nokkur ár. En ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að taka þátt í svona þótt maður hafi ekki starfað á öllum þrepum innan flokksins. Á meðan maður er ungur og þorir á maður að grípa tækifærið.“ „Ég hef þó unnið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. Var lögfræðingur mæðrastyrksnefndar og sat í barnavernd- arnefnd á vegum Sjálfstæðisflokksins. Það var í kjölfar borgarstjórnarkosning- anna síðastliðið vor að ég fór að gæla við hugmyndina um prófkjör fyrir þingkosn- ingar. Ég sá að með breyttri kjördæma- skipan og aðeins fimm starfandi þing- menn í prófkjöri væru líkur á þremur til fjórum nýjum þingmönnum. Þorsteinn Pálsson hafði hvatt menn til að kjósa konur með tilliti til breyttra þjóðfélags- aðstæðna. Það trúir því sjálfsagt enginn en það var ekki aðeins persónulegur metnaður sem hratt mér út í þetta heldur sú staðreynd að flokknum væri nauðsyn að fá fleiri konur. Auk þess fannst mér stemmningin þannig að það væri til bóta að fara fram sem kona einmitt núna. Það þýðir ekki að hið sama verði upp á ten- Ung og nýgift í sumarleyfi með eiginmanni sínum Kristni Björnssyni. Með frumburðinn Pétur Gylfa. ingnum í næsta prófkjöri. Ég sá þó vissa áhættu í þeirri ákvörðun því það hefði verið slæmt að falla. Fjölmiðlar setja ákveðinn stimpil á fólk sem fellur í próf- kjöri, sérstaklega konur. Ég tel það mjög ámælisvert að talað er um konur sem klassíska fallkandídata á meðan karl- menn sem reyna oftar en einu sinni í prófkjörum eru næstum lofaðir fyrir þrautseigju sína. Því verð ég að segja að Bessí Jóhannsdóttir, sem fékk einmitt þennan stimpii í einhverjum fjölmiðlum, stóð sig að mínu mati frábærlega vel. Hún er töff... Annað sem blöð gerðu var að segja að kvenframbjóðendur Sjálf- stæðisflokks væru allar mjög keimlíkar. Ég get ekki séð hvað við eigum meira sameiginlegt en að vera allar kvenkyns. Aldrei heyrir maður talað um að karl- frambjóðendur séu keimlíkir.“ Hún segist hafa tekið þá ákvörðun strax að heyja baráttu sína ein á báti. „Ég vildi forðast allt sem jaðraði við banda- lög og taldi ráðlegast að byggja baráttuna á mér persónulega. Það hafði reyndur maður í pólitík líka ráðlagt mér. Hins vegar má segja að ég hafi kastað mér út í þennan slag án þess að gera mér grein fyrir hvað til þyrfti. Ég byrjaði ein og hringdi í fólk. Ég réði mér engan kosn- ingastjóra. Tengdafaðir minn lánaði mér autt herbergi í skrifstofuhúsnæði H.Ben. á Suðurlandsbraut en sum blöð töluðu eins og ég hefði heila byggingu til umráða.“ Og varðandi kostnaðinn segir hún. „Við erum ekki einu sinni búin að gera það dæmi upp við okkur. Varðandi auglýsingakostnað í prófkjörsbaráttunni er samskotaleiðin farin. Það er ekkert leyndarmál. Það tala margir eins og við Kristinn séum svo rík. Við erum ekkert sérstaklega vel stæð. Það var til dæmis stór biti fyrir okkur að kaupa þetta hús sem við búum í. En auðvitað höfum við það gott miðað við marga aðra.“ Hún horfir í kringum sig í híbýlum sínum í HEIMSMYND 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.