Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 22

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 22
RAGNAR TH. „Ég er ákaflega jaröbundin og hafði ekki gert mér miklar vonir..“ Fossvogi. Á einum vegg hangir málverk eftir Tryggva Ólafsson. „Ég gaf mannin- um mfnum það í afmælisgjöf. Ég er svo hrifin af þessari mynd. Og auðvitað fékk ég hana á víxlum.“ Á meðan viðtalið við Sólveigu fer fram er allt á fullu í húsi hennar. Maðurinn hennar á leið í leikfimi finnur ekki íþróttabúninginn sinn. Annar sonurinn notar tækifærið af því að móðir hans er upptekin og vill fá meiri ís. Dóttirin farðar sig með græna litnum. Sólveig seg- ir: „Það segir mér enginn að kynin séu eins.“ Hún stendur upp, setur fisk í pott og frosið spergilkál. „Ég hef gaman af matseld." Hún virð- ist ekki margorð um hlutina. Tengda- móðir hennar segir að hún sé góð stúlka, fylgin sér og hún voni að pólitíkin skemmi hana ekki. Sólveig segist vera að gera sér grein fyrir ýmsu. Oft og iðulega vitnar hún til þess hve heimur stjórnmálanna, valda- baráttu og samkeppni sé sér í raun hul- inn. „Prófkjörið var prófsteinn. Ég áttaði mig ekki á í byrjun hvað þyrfti til. En ég styrktist af mótlætinu. Það komu ýmis bakslög og það var kjaftagangur sem maður var óviðbúinn. Þegar eitt blað- anna birti spá þar sem ég var á tveimur stöðum sett í fjórtánda sæti fylltist ég baráttuanda. Ég tók þá ákvörðun að berjast eins og ég gæti. Með því móti gæti ég líka sætt mig við úrslitin hver sem þau yrðu. En það er ljóst að prófkjör af þessu tagi kalla ekki fram það besta í fólki. Kostur prófkjara er að þau eru lýðræðis- leg. Ókostir þeirra eru hins vegar að flokksfélögum er stillt upp sem keppi- nautum, fólki sem seinna þarf svo að standa saman. í sumum tilfellum mynd- ast örugglega sár sem eiga erfitt með að gróa.“ Aðspurð um hvort það hafi einhvern tíma hvarflað að henni að hætta við, svarar hún stutt og laggott: „Já, einu sinni eða tvisvar, en ég hafði ekki orð á því við neinn. Hins vegar veit ég ekki hvar ég stæði hefði ég ekki haft Kristin mér til halds og trausts. Ég hef lært heil- mikið af að búa með honum, meðal ann- ars að temja skap mitt. Hann er mun jarðbundnari en ég og Iætur tilfinning- arnar ekkert þvælast fyrir sér.“ Þau kynntust fyrir þrettán árum, þá bæði í námi við lagadeild Háskólans. „Ég hélt fyrst að hann væri svo montinn en komst síðan að því að það var göngulagið og reisnin sem villti mér sýn. Hann er eins og ég, mjög hávaxinn og beinn í baki. Það eitt verkar fráhrindandi á marga. Ég hef heyrt því fleygt að einhverjum þætti ég fráhrindandi eða jafnvel montin. Sjálf tel ég mig feimna en samt sympatíska. Því gladdi það mig þeg- ar kona sagði við mig í miðjum slagnum að ég virkaði heiðarleg og góð. Þannig er mín eigin sjálfsmynd. Ég má ekkert aumt sjá. Sem krakki varð ég æf þegar aðsúgur var gerður að bróður bestu vinkonu minnar sem var fatlaður. Ég hef sterka réttlætiskennd. Hins vegar er ég enn ekki orðin það mikill pólitíkus að ég sé síbros- andi og taki vel í öll mál. Ég er enn of saklaus, of hreinskilin á köflum, en mér hefur aldrei fundist ég þurfa að þegja yfir hlutum. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að á þingi eiga sér stað hrossakaup en mikið virði ég þá pólitíkusa sem láta heiðarleik sinn ekki af hendi.“ En hvernig pólitíkus ætlar Sólveig Pét- ursdóttur sér að verða? Hvaða málum mun hún berjast fyrir setjist hún á þing? „Þessa dagana les ég og les til að setja mig inn í mál. Kosningamál Sjálfstæðis- flokksins eru enn ekki alveg ljós. Mér finnst skattamálin mikilvæg. Ég vil berj- ast fyrir einfaldara og réttlátara skatta- kerfi, fella niður tekjuskatt eða draga úr honum. Þá er ég frekar andvíg sér- sköttun hjóna. Það á ekki að refsa fólki fyrir að vera eina fyrirvinna heimilisins." Hverjum augum lítur hún þá jafnréttis- baráttuna? „Þegar ég var við nám í háskólanum voru rauðsokkur mjög virkar. Ég sótti stundum fundi ásamt skólasystrum mín- um. Einhvern veginn fann ég mig ekki í baráttu þeirra og þá sérstaklega ekki á pólitíska sviðinu. Þó hef ég alltaf borið virðingu fyrir frumherjum á borð við þær og geri mér grein fyrir að oft eru það öfgarnar sem einhverju áorka. Sjálf hef ég aldrei liðið fyrir að vera kona. Minnist þess þegar ég vann á lögmannsskrifstofu Ragnars Aðalsteinssonar að margir við- skiptavinir vildu frekar ræða við karlkyns lögfræðing, en ég hef líka þá reynslu að konur vilja frekar ræða við kvenkyns lög- fræðinga. Þannig að þetta er ekki alveg í eldhúsinu í Fossvogi með Rétri Gylfa og Birni Hallgrími. Sólveig háttar dóttur sína Sjöfn. 22 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.