Heimsmynd - 01.12.1986, Side 32

Heimsmynd - 01.12.1986, Side 32
Á leið út í óvissuna. Ungverskt flótta- fólk yfirgefur land sitt eftir harmleik- inn 1956. Talid er aö alls hafi um 160 þúsund manns flúið frá Ung- verjalandi í kjölfar uppreisnarinnar í nóvember 1956. Nokkrir tugir Ungverja fengu landvist á íslandi. Talið er að alls hafi um 160 þúsund manns flúið frá Ungverjalandi í kjölfar uppreisnarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem flúðu voru karlmenn á aldrin- um fjórtán til þrjátíu ára. Flestir flúðu af ótta við ofsóknir og nauðungarflutninga til Síberíu, þegar ljóst var að uppreisnin yrði barin niður af Rússum. Flóttamannastraumurinn jókst jafnt og þétt, og svo fór að lokum að ákveðið var að veita fimmtíu til sextíu Ungverjum landvist á íslandi og fela Rauða krossi íslands framkvæmd málsins. Dr. Gunn- laugur Þórðarson var þá framkvæmda- stjóri Rauða krossins og var hann sendur til Vínarborgar til að aðstoða við val flóttafólksins og undirbúa komu þess til íslands. Dr. Gunnlaugur fór til Vínarborgar með þau fyrirmæli í vegarnesti að valið skyldi einkum miðast við börn og konur, „...enda föst venja þegar bágindi steðja að, að bjarga fyrst konum og börnum," eins og hann sagði sjálfur síðar. Þá var lögð á það áhersla af íslands hálfu að fá hingað munaðarlaus börn til fósturs, svo og stúlkur. En þegar til átti að taka, var ekki hlaupið að þeim ásetningi, enda fleiri ríki um hituna, til dæmis bauðst belgíska ríkisstjórnin til að taka við fimm þúsund munaðarlausum börnum. Vildi dr. Gunnlaugur fá einhleypar stúlkur til landsins en þær lágu ekki á lausu heldur. Að endingu varð ofan á, að níu fjöl- skyldur og 25 einstaklingar fengu vega- bréfsáritun til íslands. Eftir ýmsar tafir kom hópurinn hingað á Þorláksmessu með vél Flugfélags íslands, Gullfaxa. Fólkinu var komið fyrir í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit, þar sem það dvaldi í sóttkví fram á nýársdag. Þegar hafist var handa við að útvega fólkinu vinnu og samastað, tókst það vonum framar. Hópurinn dreifðist hing- að og þangað um landið en stærsti hlutinn, eða um þrjátíu manns, settist að í Reykjavík. íslendingar virtust ætla að taka fólkinu vel. Fjölmiðlar kepptust við að bjóða UNGVERJAR Mikhael ásamt lítilli dótturdóttur sinni. „Ég fékk einu sinni heimþrá, þegar ég fékk Asíuinnflúens- una 1957. Ég var svo ungur og saknaði mömmu. Svo ákvað ég að hér yrði ég annað hvort að duga eða drepast. Heimþráin kom aldrei aftur." það velkomið. Allir voru því sáttir um sinn. Fljótlega fór þó að koma annað hljóð í strokkinn. í desemberlok deildi Þjóðviljinn á dr. Gunnlaug Þórðarson fyrir framgöngu hans við val á flóttafólk- inu. Landsmálablaðið Austurland tók skömmu síðar í sama streng: „...engu er líkara en maðurinn sé að koma af þrælamarkaði. Það var sem sé ekki sjónarmið mannúðarinnar sem réði vali innflytjendanna, heldur kaldrifjuð spekúlasjón... sérstaklega lagði þessi sérkennilegi postuli mannúðarinnar kapp á að klófesta kornungar stúlkur til að vega ofurlítið upp á móti kvennaútflutn- ingi til Bandaríkjanna, en þar þóttist doktorinn vera svikinn." Fleiri blaðamenn tóku upp þráðinn af þessu tilefni en í lok janúar benti Al- þýðublaðið á, að ef um þrælamarkað væri að ræða í Ungverjalandi, þá væri hann vissulega af annarra völdum en dr. Gunnlaugs. Skömmu síðar dóu þessi blaðaskrif út. Og fátt hefur frést af af- drifum Ungverjanna. Þeir aðlöguðu sig þjóðarhagnum, hófu nýtt líf og urðu ís- lendingar. „Við vorum svo þreytt og ringluð eftir ferðina. Sumir höfðu aldrei flogið áður. Vistin í flóttamannabúðunum hafði tekið á mörg okkar,“ segir Mikhael Fransson, einn ungversku flóttamannanna sem nú hefur búið á íslandi í þrjátíu ár. Hann er giftur Kristjönu Birgisdóttur og eiga þau tvær uppkomnar dætur, Huldu Maríu og Ásdísi. Sú fyrrnefnda hefur þegar alið þeim barnabörn. Mikhael rekur sína eigin auglýsinga- stofu í Reykjavík. Auglýsingastofuna MIK að Klapparstíg 16, sem hann hefur starfrækt í þrjú ár. Það er mikið annríki á auglýsingastofunni. Hann segist þurfa að hafa fjórar hendur og mun fleiri klukku- stundir á sólarhring, en er þakklátur ör- lögunum að geta sinnt starfi sem veitir honum ánægju. „Það eru ekki allir svo lánsamir,“ segir hann. Þau hjónin búa að Yrsufelli 12 í Reykjavík og þar er fjölskyldan sam- ankomin þegar okkur ber að garði eitt napurt nóvemberkvöld. Kertaljósin varpa notalegri birtu á stofuna, rjúkandi kaffi í bollum, heit kaka og ostar. Ég virði hann fyrir mér, þar sem hann lætur vel að hvítvoðungnum í sófanum, og rifja upp aðra mynd af þreytulegum hópi fólks innan um svefnpoka og fátæklegan far- angur í félagsheimili í Mosfellssveit. Á Þorláksmessu eru liðin nákvæmlega þrjá- tíu ár frá þeim degi. „Þetta voru sérkennileg jól. Maður vissi eiginlega ekki hvernig manni leið. Við vorum algjörlega upp á aðra komin, þáðum það sem að okkur var rétt, hlýdd- um því sem okkur var sagt. Ég gleymi aldrei fyrstu ökuferðinni um bæinn, kvöldið eftir að við komum. Það var svo dimmt og kalt, grenjandi rigning og rok. Við sátum öll sömul norpandi inni í rútu. og virtum bæinn fyrir okkur. Það var tómleg tilfinning. Óvissan um framtíð- ina, áhyggjur og eftirvænting. Nú veit ég að það var engin ástæða til að bera kvíð- boga fyrir framtíðinni, en við vissum það ekki þá. Við bárum blendnar tilfinningar í brjósti þessar fyrstu vikur. Raunar ætl- aði ég aldrei til íslands. Ég hafði skráð mig til Kanada, en það kostaði þriggja mánaða bið. Þegar ég komst svo í sam- 32 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.