Heimsmynd - 01.12.1986, Side 33

Heimsmynd - 01.12.1986, Side 33
EINAR ÖLASON Mikhael Fransson að störfum á auglýsingastofu sinni MIK að Klapparstíg. „Helst þyrfti maður að hafa fjórar hendur og mun fleiri klukkustundir á sólarhring." band við dr. Gunnlaug Þórðarson, sem var að skrá ungverska flóttamenn til ís- lands, greip ég tækifærið. Ég vissi ekkert utn þetta litla land, annað er tvær blað- síður í landafræðibók sem ég gat rifjað UPP- Hafði litla hugmynd um atvinnulíf, nienningu og annað það sem fólk byggir afkomu sína á. Og auðvitað gafst enginn tími til að afla sér tæmandi upplýsinga, því brottförin var ákveðin á svipstundu.“ -En hvernig gekk að fóta sig fyrstu árin? „Þetta voru mikil vonbrigði fyrir okkur öll. Málið var okkur Þrándur í Götu og það er erfiðara en margan grun- , ar að geta ekki tjáð sig. Maður getur farið út í búð og keypt sér banana sé maður svangur en það er ekki á sama hátt hægt að fullnægja sálinni, þegar maður getur ekki málsins vegna deilt sín- um innstu tilfinningum með öðrum. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Mig skorti aldrei félagsskap. Ég eignaðist marga góða kunningja hér. íslendingar sýndu okkur alltaf velvild. Við fengum til dæmis alltaf borð á Borginni þó þar væri fullt út úr dyrum. En yfirborðskunnings- skapur fullnægir ekki sálarþörf manna. Það var svo margt sem við gátum ekki sagt. En fólk tók okkur vel. Fyrstu árin vann ég á bæjarsímanum og þar voru . vinnufélagarnir óþreytandi við að kenna mér heiti á verkfærum. Þar má segja að ég hafi lært íslenskuna, ef hægt er að læra Það mál til fulls.“ Hann hlær og rifjar upp þegar hann vildi vita hvaða orð væri yfir broddgölt á íslensku. „Ég hafði ekki aðra lýsingu yfir þetta en naglasvín og það vakti mikla kátínu en skildist." Hann segist hafa tamið sér að tala sína eigin tungu í stað þess að tileinka sér talsmáta annarra. „Starfsins vegna varð ég að gæta þess að tala rétt mál.“ Það hefur honum tekist en vart er hægt að heyra á máli hans að hann sé af erlendu bergi brotinn. „Hann er orðinn alger ís- Iendingur," segir Kristjana konan hans. „Hann borðar skötu, hákarl, rauðmaga og slátur." Hann jánkar. „Það er ágætt að fá soðna ýsu svona við og við. Að vísu var mataræðið hér mjög ólíkt því sem ég átti að venjast, en það vandist fljótt. Raunar eru matarvenjur íslendinga núna ekkert sambærilegar við það sem þá gerðist. Þær hafa tekið þvílíkum breyt- ingum á ótrúlega skömmum tíma. ís- lensk matargerð nú er á heimsmæli- kvarða. Á íslandi gerast hlutir ótrúlega hratt. Sumt af því tæki aðrar þjóðir ár og aldir að tileinka sér. Þetta hefur bæði kosti og galla. Stundum gerast hlutir hér svo hratt að ekki er um neina aðlögun að ræða. Þess í stað koma þessi hrjúfu tíma- bil á meðan breytingarnar eru að ryðja sér til rúms. Ég er ekki viss um að þetta hafi æskileg áhrif á manneskjuna. Fólk hættir að hugsa um sjálft sig og aðra, fer að hugsa um veraldlega hluti, æða áfram í lífsgæðakapphlaupinu, hættir að um- gangast vini og kunningja, gleymir mannssálinni.“ Skyldi leynast heimspekingur undir þessu stillta og fágaða yfirbragði? Talið berst að stjórnmálum. „Ég hef ekkert sérstakt dálæti á stjórn- málamönnum. Ég trúi ekki á réttmæti þess að fólk eigi að hafa viðurværi af því að hafa skoðanir og stjórna lífi annarra. Það getur auðvitað enginn verið hlutlaus í stjórnmálum, þótt vissulega geti stund- um verið gott að stinga höfðinu í sand- inn. En þeir sem hafa stjórnmál að at- vinnu sinni eru tvær manngerðir, blindir hugsjónamenn eða meðvitaðir lygarar. Heimspólitíkin er leikur í sandkassa, blóðugum sandkassa.“ Hann þagnar um stund. „Sjálfur var ég á versta stað þegar uppreisnin í Ungverjalandi varð. Ég gegndi þá skylduherþjónustu og Ung- verjar voru að berjast fyrir lífi sínu. Þetta var Iítil þjóð sem barðist við ofurefli og blæddi út. Ringulreiðin var þvílík að eng- inn vissi hvað var að gerast eða hvaðan var skotið á mann. Smám saman hætti maður að óttast um líf sitt og varð sam- dauna upplausninni. Þegar allt var yfir- staðið varð flóttinn eina undankomu- leiðin. Pólitískt séð er ég vel staðsettur á íslandi, mitt á milli Moskvu og Washing- ton. Og ef ég ætti að velja mér heimaland nú væri það ísland. Hér hef ég aðeins kynnst góðu fólki. Af því tilefni að þrjá- tíu ár eru liðin frá því að ungversku flóttamennirnir komu til íslands vil ég þakka íslensku þjóðinni fyrir okkar hönd fyrir þær móttökur sem hún veitti okkur.“ -Engin heimþrá? „Ég fékk aðeins einu sinni heimþrá og það var þegar ég fékk Asíuinfíúensuna 1957. Ég var mjög veik- ur og varð hugsað til mömmu, hvað hún var alltaf blíð og góð. Ég var svo ungur. En þá fann ég líka betur en nokkru sinni að hér yrði ég að duga eða drepast. Hér var engin mamma. Og þegar ég reis upp úr veikindunum var heimþráin farin. Hún kom aldrei aftur...“ HEIMSMYND 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.