Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 34

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 34
VIETNAMAR Suðaustur-Asía er annað mesta flóttamannasvœði heims. Tugir þús- unda flóttamanna hafa flúið frá Víetnam á undanförnum árum. Það er bátafólkiö svokallaða. Á þessari táknrœnu mynd hjálpa þorpsbúar í Malasíu víetnamskri flóttakonu af bát sem sökk fyrir utan strendur Malasíu. Suðaustur-Asía er annað mesta flótta- mannasvæði heims. Á síðasta ári flúðu rúmlega tuttugu og tvö þúsund flótta- menn frá Víetnam til annarra Asíulanda og var þar verulegur fjöldi flóttamanna fyrir. Pað er bátafólkið svokallaða sem á síðustu árum hefur lagt af stað út í óviss- una á misjafnlega haffærum fleytum og velkst um úti á reginhafi svo vikum og mánuðum skiptir. Margt af þessu fólki gistir nú vota gröf, margir hafa orðið fórnarlömb sjóræningja og aðrir hrakist milli stranda, þar sem þeim var hvar- vetna synjað um vist. Einungis hluti þeirra sem lögðu upp í þessar örlagaríku og örvæntingarfullu ferðir fundu griðland áður en yfir lauk. Við íslendingar fengum örlitla nasa- sjón af þessari annarlegu veröld fyrir rúmum sjö árum, þegar ákveðið var að heimila 34 flóttamönnum frá Víetnam landvist á íslandi. Þeir urðu að lokum 53 talsins, eftir að fjölskyldur þeirra bættust í hópinn, en það var umsamið að svo skyldi verða. Fljótlega eftir komu þeirra hurfu þó tvær fjölskyldur af landi brott til Kanada. Þar fyrir utan hafa tveir látist. Það hefur lítið borið á Víetnömunum frá því að þeir komu til íslands. Fyrstu mánuðina var frá því greint í blöðum, að eitthvað hefði slest upp á vinskapinn milli nokkurra pilta og íslenskra kyn- bræðra þeirra á skemmtistöðum. En ámóta ryskinga hefur ekki orðið vart í seinni tíð. Flestir hafa Víetnamarnir horfið að störfum tengdum matargerð og starfa margir þeirra á veitingahúsum. Þá hafa ýmsir þeirra snúið sér að ýmis- konar iðnstörfum og verkamannavinnu. Einn fór í iðnnám og ein kona stundar nú háskólanám í efnaverkfræði í Bandaríkj- unum. Einn þeirra sem stigu á íslenska grund árið 1979 eftir margra mánaða hrakninga var 19 ára gamall piltur Minh Phuoc Du. Hann hafði lagt frá Víetnamströndum ásamt tveimur bræðrum og einni systur á sama reki, á tuttugu og fjögurra metra löngu skipi með 524 öðrum Víetnömum. Minh Puoc Du var 19 ára gamall þegar hann kom til íslands eftir mikla hrakninga frá Víetnam- ströndum. Nú heitir hann Teitur, er kvæntur ís- lenskri konu og á einn son, en von er á öðru barni með hækkandi sól. Eftir ýmsar mannraunir komu þau að strönd Malasíu nokkrum vikum síðar. Þau voru rekin aftur á haf út og bátur þeirra dreginn frá landi af herskipi. Eftir tveggja til þriggja daga siglingu komu þau að eyju skammt utan Malasíu og náðu í vatn og vistir. Þaðan var aftur haldið af stað og nú stefnt á borgina Mershing í Malasíu. Þar komust þau loks í flóttamannabúðir. „Þetta var hrikalegt ferðalag. Það voru mörg börn í bátnum og mikill grátur,“ segir Minh Phuoc sem nú heitir Teitur og er orðinn 26 ára. Hann er giftur íslenskri jafnöldru sinni, Nives Elenu Walters- dóttur. Þau eiga rúmlega tveggja ára snáða, Enrik Má Du, og von er á öðru barni með hækkandi sól. Fjölskyldan hefur komið sér upp fallegu heimili á Miðbrautinni á Seltjarnarnesi. Enrik litli hjálpar mömmu sinni að skenkja kaffi, færir mér brosandi konfektmola úr litlu hendinni á meðan faðir hans heldur frá- sögn sinni áfram. „Við vorum heppin. Okkar fleyta komst klakklaust á leiðarenda. En sama verður ekki sagt um fjölda annarra. Við þekkjum fólk sem hafði orðið ellefu sinn- um fyrir árásum, ránum og nauðgunum í þessum hrakningum og nú eru margar einstæðar mæður eftir þetta ferðalag." Það kemur sérkennilegt blik í svört augun. „En þetta breyttist í minningunni og fyrir okkur sem komumst heilir á leiðarenda er þetta sem fjarlægt ævintýri, hrikalegt ævintýri.“ Skyndilega brosir hann íbygginn, „Vinur minn komst á markað á einum viðkomustaðnum áður en hópurinn var rekinn frá landi. Hann birgði sig upp af ávöxtum og át eins og hann gat í sig látið, því hann ætlaði ekki að deyja svangur.“ -En hvers vegna hafnaði Teitur hér á Fróni? „Ég veit það ekki. Ég vissi að sjálf- sögðu ekkert um ísland. Upphaflega ætl- aði ég til Ástralíu en þar er veðráttan ekki svo frábrugðin mínum heimaslóð- um. Þangað langaði mig. En það hefði kostað margra mánaða bið og mér var farin að leiðast vistin í flóttamannabúð- unum. Óþrifnaðurinn var óskaplegur, kláðinn, rotturnar og maturinn. Svo sótti ég um að komast til Svíþjóðar en komst að því að sumir höfðu beðið í tvö ár í flóttamannabúðunum eftir að komast þangað. Og tveggja ára bið á slíkum stað var of mikið. Eina hugsunin var að kom- ast undan kommúnistunum í eitthvert lýðfrjálst ríki, þar sem maður þyrfti ekki að óttast um líf sitt. ísland er friðsamt land og þangað gat ég komist með stutt- um fyrirvara. Svo við systkinin drifum okkur hingað.“ 34 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.