Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 39

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 39
EINAR ÖLASON auðvelt. Hins vegar var það sálrænn styrkur að vita af Rauða krossinum því þangað var alltaf hægt að leita með ýmis vandræði." -En hvernig gekk að tileinka sér þjóð- arbraginn þegar allt kom til alls? Augna- tillit, axlaypping. „Kerfið var erfitt viður- eignar. Það er ekki gert ráð fyrir flótta- mönnum hér. Opinberir embættismenn kunna ekki að bregðast við þeim og flest verður að framkvæma með undanþág- um. En múrinn molnar smátt og smátt, maður áttar sig með tímanum. Til að byrja með lifðum við mjög spart, enda ekki vanþörf á að horfa í hverja krónu. Við fórum á uppboð, keyptum ódýr hús- gögn, versluðum á útsölum og þáðum gjafir. Engu að síður fannst okkur ekkert verða úr peningunum. Þeir voru alltaf búnir áður en kom að mánaðamótum. Við hefðum sjálfsagt gefist upp ef Rauði krossinn hefði ekki verið okkur innan handar." Þau segja efnahagslíf á fslandi gersam- lega óskiljanlegt. „íslendingar vita ekk- ert hvað peningar eru. Þeir lifa um efni fram og fyrir okkur er erfitt að taka upp breytta siði, sérstaklega í peningamálum en þetta kemur.“ -Eru þau sest að á íslandi? „Já,“ svara bæði án þess að hika. „Við erum óðum að komast yfir erfiðleikana og við komum hingað til að vera. Við höfum fengið starf við okkar hæfi, dætur okkar líta á sig sem íslendinga og við erum staðráðin í að spjara okkur.“ Gangi þeim öllum vel. Klonowski-hjónin hafa keypt sér ibúð að Meistaravöllum 15 í Reykjavík og segjast vera „skuldug upp fyrir haus eins og aðrir Islendingar." Dætur þeirra tvær líta þegar á sig sem islendinga og öll segjast þau staðráðin í að spjara sig vel hér. ar götur og mín fyrsta hugsun var: Hvernig kemst ég héðan aftur og það strax?“ segir Eva af sannfæringu. -En hvaða hugmyndir höfðu þau gert sér um ísland? Eva verður fyrri til svars. „Okkur gafst ekkert ráðrúm til að hugsa málið því brottförin var ákveðin í skynd- ingu. Við sögðum Birni Friðfinnssyni að við vildum aðeins hugleiða málið en hann sagði að til þess gæfist ekkert tóm, því brottförin yrði á sunnudag. Hann sagði okkur að pakka strax. Við höfðum einn sólarhring til að ákveða okkur og eftir það var ekki aftur snúið. Ég vissi að Vigdís var forseti þjóðarinnar, að landið tilheyrði Norðurlöndum, eitthvað aðeins um þorskastríðið og að höfuðborgin hét Reykjavík. Hinir flóttamennirnir álitu okkur hálfgerða brjálæðinga að ætla til íslands, þar væri vont veður og bannað að hafa hund,“ segir hún hlæjandi og írek bætir við: „Við tókum þessa ákvörð- un aðallega vegna þess að við höfðum hugmynd um að hér væri Vesturlanda- menning við lýði. Við höfðum þó ekki áhuga á Bandaríkjunum. Það þjóðfélag er of ólíkt okkar uppruna. Raunar held ég að austantjaldsfólk geri sér alltof háar hugmyndir um Vesturlönd. Það er ákveðin goðsögn í gangi varðandi þau. Þar eiga menn að geta fengið allt upp í hendurnar svo að segja fyrirhafnarlaust, ekki síst flóttafólk sem kemur austan að. Auðvitað er þetta ekki svona og það er erfitt að vera flóttamaður í öðru landi.“ Þau segja tungumálið mjög erfitt, sér- staklega þar sem íslendingar vilji helst tala ensku við útlendinga. „Þeir vilja gjarnan æfa sig á enskunni og okkar ör- þrifaráð var það að láta sem við skildum ekki ensku. Við sóttum vissulega ís- lenskunámskeið en þar var einkum lögð áhersla á málfræði, sem dugði skammt þegar orðaforðinn var ekki til staðar. Loks innrituðum við okkur í íslensku fyrir erlenda stúdenta í háskólanum og þar höfum við sennilega fengið gagnleg- ustu málakennsluna. En þetta var ekki HEIMSMYND 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.