Heimsmynd - 01.12.1986, Side 44

Heimsmynd - 01.12.1986, Side 44
RAGNAR TH. Hefur Píus páfi XI sýnt kirkju þessari alveg sérstaka velvild og umönnun. Hef- ur hann sjálfur þegar sent kirkjunni gripi, Kristsmyndina sem hann sendi hingað í fyrra og nú stendur á stöpli úr afríkönskum marmara við altariströpp- urnar. Úr Fálkanum: Síðari hluta mánudags hófst kirkjuvígslan. Pað er suðrænn ef ekki austrænn blær yfir helgisiðum kaþ- ólskra manna, litir og ljós, iðandi líf og þó eins og töfrablær yfir öllu saman... Er hann (Van Rossum) gekk með mítur og kórkápu um kirkjuna og stökkti hana vígðu vatni, hár og herðalotinn, gat mað- ur látið sér fljúga í hug að hér væri kom- inn Jón Arason. Þetta var í sem einfaldastri samantekt saga endurnýjunar kaþólsku á íslandi og saga Kristskirkju á Landakotstúni. Árið 1978 skipti Reykjavíkurborg á sneið úr Landakotstúni og lóð í Breið- holtinu og á boðunardegi Maríu, 25. mars 1985, var blessuð þar ný kirkja við Raufarsel í Breiðholti. Maríukirkjunni þjóna tveir prestar, séra Robert Brads- Fólk spyr mig gjarnan hvaö kaþólsk kirkja geri fyrir mig. Ég vil miklu frekar spyrja, hvaö get ég gert fyrir Guö? (ÞRÍTUGT HÚSMÓÐIR) haw, sem hefur verið hér óslitið síðan 1976, og séra Patrick Breen sem hingað kom fyrir tveimur árum. Um heimsmynd kaþólskra segir séra Patrick Breen: „Við segjum að heims- mynd sérhvers kaþólsks manns sé að deila trú sinni til hins ítrasta með öðrum. En það er misskilningur sem ég hef oft heyrt um kirkjuna að hún sé ágeng og frek í trúboði sínu. Hins vegar þykir okk- ur gott ef fólk kemur til okkar, við erum alltaf reiðubúin.“ Á íslandi er áætlaður fjöldi kaþólskra um sautján hundruð. Samkvæmt upplýs- ingum hagstofunnar er töluvert um kaþólikka sem kalla mætti blandaða, það er fólk sem flust hefur til Iandsins, sest hér að eða gifst íslendingum. Um kirkjurækni kaþólikka segir séra Patrick að „hún mætti vera betri." Heim- ildir herma að talsverður áhugi sé á kaþ- ólsku um þessar mundir og þess gæti í ríkari mæli að fólk skipti um trú. Séra Patrick segist hins vegar ekki hafa orðið var við neina sérstaka vakningu, þótt hann voni að svo verði. -En hvað kemur ungum manni til að verða kaþólskur prestur? „Skriftafaðir minn skaut þeirri hugmynd að mér. Mig hafði langað til að vinna í tengslum við kirkjuna en hér var ekki um neina upp- ljómun að ræða. Ég hygg að það sé ekki oft sem Guð tekur valið af mönnum eins og til dæmis í köllun Páls postula." -En er það rétt að hver einasti kaþólsk- ur prestur stefni að því að verða dýrl- ingur? Um það segir séra Patrick: „Ég held að það mætti frekar orða það svo að hver einasti kaþólskur maður ætti að leitast við að verða dýrlingur, reyna að verða fullkominn. Á írlandi fara margir til messu á hverjum degi.“ -Hvað segir kaþólska kirkjan um djöfulinn? „Við trúum því að djöfullinn sé til, kannski ekki með horn, hala og klaufir, heldur sem illt afl, illur andi í veröldinni," segir séra Patrick. Séra Robert Bradshaw er íri á sextugs- aldri sem hefur dvalið á íslandi í áratug. Ástæðu þess að hann settist hér að segir hann: „Ég kom í tveggja vikna heimsókn til íslands, og eitt sinn er ég var að labba niður Austurstræti mætti ég nokkrum drengjum sem sögðu: Hei! Manni, ertu prestur? Já, svaraði ég. Og hvernig prest- ur? Kaþólskur, sagði ég. Pá sögðu þeir eitthvað sín á milli sem mér heyrðist vera vit-lás. Nei, ég er ekki vitlaus, svaraði ég, þegar ég hafði fengið orðið þýtt. Vitiði ekki drengir mínir að kaþólska kirkjan er kirkjan sem Kristur stofnaði og hún er frumkirkja íslands? Nei, það höfðum við ekki hugmynd um, sögðu þeir, við höfum aldrei fyrr hitt kaþólskan prest. Munduð þið vilja hlusta ef ég kæmi og talaði við ykkur um kaþólsku kirkjuna? Já, mjög gjarnan, svöruðu þeir.“ Séra Robert Bradshaw er þeirrar skoð- Séra Patrick Breen: „Heimsmynd kaþólskra er að deila trú sinni með öðrum til hins ítrasta." 44 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.