Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 46

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 46
unar að það sé heimsvakning í gangi og segir um áttatíu þúsund Bandaríkjamenn snúa sér til kaþólsku kirkjunnar árlega. Hann var nýlega í Sovétríkjunum og seg- ist vilja orða það sterkara en þar sé í uppsiglingu trúarleg vakning. „Rússland minnti mig á skrælþurra ekru sem bíður eftir dembu.“ Varðandi ísland er hann hins vegar ögn bjartsýnni en séra Patrick. „Áhugi íslendinga á kaþólsku kirkjunni hefur glæðst. Ég er bjartsýnn og tel mig sjá merki um vakningu. Einn góðan veðurdag mun allt ísland snúa sér að sinni gömlu kirkju,“ segir hann brosandi. -Þegar séra Robert Bradshaw er spurð- ur hvað honum sé eftirminnilegast úr starfi sínu, segir hann frá reynslu sinni sem ungs prests. Maður nokkur kom til hans og sagði: Má ég heimsækja þig í kvöld? Ég þarf að spyrja þig mikilvægrar spurningar. Og síðan þegar gesturinn hafði komið sér fyrir þá spurði hann: Er Guð til? Ég trúi ekki að hann sé til. Er hann til? Kvöldlangt reyndi séra Robert Brads- haw með öllum hugsanlegum rökum, með heimspeki, kraftaverkasögum og til- vitnunum í heilaga ritningu að sanna fyrir manninum tilvist Guðs. Þegar hann hafði lokið máli sínu og þóttist harla vel hafa að verki staðið, hugsaði gesturinn sig um og sagði: Þetta er allt saman gott og blessað og hljómar ekki ósennilega en ég trúi samt ekki. „Þetta var sú besta og hollasta lexía sem fyrir mig gat komið,“ segir séra Ró- bert Bradshaw. „Parna sat ég og ætlaði í stórmennsku minni að fara að sanna að Guð sé til. En vitaskuld er það ekki nokkurs manns að sanna. Það var þetta kvöld sem mér skildist að prestur getur aðeins hjálpað og leiðbeint. Sjálf trúin er gjöf frá Guði.“ -En hvað segir kaþólskur prestur um það sem miður hefur farið í starfi kirkj- unnar í gegnum aldirnar? „Vissulega hef- ur kaþólsku kirkjunni orðið á,“ svarar séra Robert Bradshaw. „Það má til dæm- is nefna að þrír páfar voru skuggalegar persónur, ég segi ekki meir. En því er til að svara að við erum aðeins menn og Kristur ábyrgðist aldrei að allir kaþólskir menn yrðu góðir kaþólikkar.“ Um muninn á kaþólsku kirkjunni og öðrum kirkjum segir séra Robert: „Það er mikill og margvíslegur munur þar á. Líf mitt var í rúst og úr þeirri rúst hefur kaþólska kirkjan hjálpad mér. Þessi kirkja fœrir Guð svo nálœgt okkur. Og messan er eins og áfylling á bensíntank á hverjum sunnudegi. (RÚMLEGA ÞRiTUGUR ÍSLENSKUR KARLMAÐUR) Ég nefni helst þrjú höfuðatriði. í fyrsta lagi að Kristur reisti kirkju sína á Pétri með orðunum: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína. Kristur fól Pétri og eftirmönnum hans æðsta valdið í kirkjunni. í öðru lagi það að fyrir kaþólskan prestdóm okkar gerist í messunni það kraftaverk að brauði og víni er gjörbreytt í raunveru- legan líkama og blóð Krists, það er í raunverulega og lifandi persónu Krists. í þriðja lagi höfum við í kaþólsku kirkjunni sakramenti fyrirgefningar syndanna. Þessi máttur og vald til að fyrirgefa syndir sem Kristur fól Pétri og kirkjunni færir mönnum hið sanna frelsi og mikla hugarró. Þetta vald til að fyrir- gefa syndir er aðeins að finna hjá kaþ- ólsku kirkjunni.“ En hvað segja íslendingar sem tekið hafa kaþólska trú? Þrítug húsmóðir seg- ir: „Fólk spyr mig gjarnan hvað kaþólsk kirkja geri fyrir mig. Ég vil miklu frekar svara, hvað get ég gert fyrir Guð? Að ég þiggi styrk af sjálfri messunni finnst mér of veikt til orða tekið. í messunni sam- einast ég Guði, trú mín er ekki mið- punktur lífs míns heldur er hún líf mitt. Kannski segir einhver að svona tal á tutt- ugustu öld sé út í hött en við því hef ég ekkert annað svar en þetta að Kristur er guð minn.“ Þjóðkunnur íslenskur maður sem er tæplega fimmtugur sagði í samtali við HEIMSMYND að hann hefði verið kom- inn að því að gerast kaþólskur en þegar til kastanna kom hafi hann uppgötvað að hann skorti hina sönnu trú. „Áhugi minn á kaþólskri trú hófst með áhuga á kaþ- ólskum bókmenntum, Bernanos, Bloy og annarra. Svo laust því allt í einu niður í höfuðið á mér að það væri reykelsið og helgisiðirnir sem heilluðu mig og þess vegna ákvað ég að halda að mér hönd- um. Ég var samt það langt genginn að ég hafði mynd af heilagri guðsmóður, heil- ögum Georg að drepa drekann, talna- band og mynd af Spielman kardínála uppi á vegg hjá mér. Loks uppgötvaði ég að það var miðaldarómantík en ekki sönn trú sem fékk mig til þessa.“ Annar karlmaður, rúmlega þrítugur, sem er um það bil að gerast kaþólskur segir: „Líf mitt var allt í rúst. Þá fannst mér ég verða áþreifanlega var við Guð. Hvernig er mitt einkamál en ég vildi leita eftir sáttum við hann. Ég sé marga kosti við kaþólsku kirkjuna. Ég get fengið fyrirgefningu synda minna en minn poki hefur verið nokkuð þungur. Þá finnst mér þessi kirkja færa Guð svo nálægt okkur, það er eins og Guð sé hjá okkur á jörðinni í þessari kirkju. Og messan er eins og áfylling á bensíntank á hverjum sunnudegi fyrir mig. Mér gengur betur að hafa stjórn á lífi mínu, kannski get ég svo látið eitthvað gott af mér leiða síðar. Um slíkt var ég ekki fær á meðan allt líf mitt var í rúst og úr þeirri rúst hefur kaþólska kirkjan hjálpað mér. Ég hef ekki einu sinni þurft að fara í meðferð til að losna við drykkjuskapinn.“ Jóhannes Páll páfi II hefur ugglaust glætt vinsældir kaþólsku kirkjunnar víða um heim. Hann nýtur virðingar og elsku fólks í öllum álfum og er skemmst að minnast að hann setti tuttugustu öldinni verðugt fordæmi, þegar hann fyrirgaf til- ræðismanni sínum í ársbyrjun 1984. En morðárás var gerð á páfa í maí 1981. En hvað hefur Jóhannes Páll að segja um höfuðguðsþjónustu kaþólskra, mess- una? „Messan sjálf er sú máttarlind trú- arlífs og varðveislu trúarinnar hjá kristnum manni, sem aldrei þverr. Hún viðheldur og nærir samfélag vort við Krist fyrir hið lifandi samfélag við hinn leyndardómsfulla líkama hans, sem kirkjan er. Þegar nú brauð Drottins verð- ur brotið og oss réttur líkami hans í heil- agri bergingu, upplifum vér og gerum að veruleika, greinilega og áþreifanlega, dýpstu eininguna við líkama Krists, samfélag allra trúaðra." Mörgum leikur forvitni á dýrlingum kaþólsku kirkjunnar. Hvað eru dýrl- ingar? Dýrlingar eru þeir sem teknir eru í 46 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.