Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 55

Heimsmynd - 01.12.1986, Qupperneq 55
hafði gert mér grein fyrir. Eftir að hann hafði verið kosinn forseti, bað hann mig koma niður í skrifstofu sína, sem þá var í Alþingishúsinu. Þegar þangað kom var erindið að spyrja mig varfærnis- og ljúfmannlega, hvort Morgunblaðið styddi hann ekki sem forseta, þótt við hefðum skrifað forystugrein til stuðnings dr. Gunnari Thoroddsen. Ég sagði við hann: Forseti íslands er forseti Morgunblaðsins. Þá brosti hann og við töluðum lengi saman um stjórnmál og bókmenntir. Það var ekki borðliggjandi að ætla sér að gera Lúðvík Jósefsson að forsætisráðherra. Hann hafði sómt sér vel í sjávarútvegsráðuneytinu og hafði málefni sjómanna og útgerð- armanna í fingurgómunum. Hann skildi þessa kalla betur en flestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hann er sérstæður mað- ur og ég hafði gaman af að tala við hann þegar hann var að kenna mér kapítalisma á hafréttarráðstefnunni í Genf. Mér, veitti víst ekki af. En mér er einkar minnistætt hvað hann gerði mikið grín að litlu kapítalistunum í Sjálfstæðisflokknum. Kekkonen fól öðrum stjórnarforystu en gömlum stalínist- um, lét þá njóta sín annars staðar í þjóðfélaginu og lagði ekki á þá freistinguna sem Áki Jakobsson talaði um. Það er rétt, við vildum að Laxness yrði forseti, en það var eftir uppgjörið í Skáldatíma. Lúðvík hafði verið einn af helstu forystumönnum Kommúnistaflokksins og formaður austfirsku deildar hans. Slíkir flokkar höfðu ekki beinlínis haft það á stefnuskrá sinni að virða þá borgaralegu þjóðfélagsgerð sem við búum við, ætluðu raunar að gjörbylta henni með ólátum. Dr. Kristján mátti því vita hvað við blasti. Nú horfir þetta allt öðruvísi við. Alþýðubandalagið er sambland af gömlum kommum og at- hafnasömum vinstri mönnum. Sumir ekki minni húmanistar en við, aðrir meiri kapítalistar en ég. Morgunblaðið á sína stjórnarskrá. Hún birtist í fyrsta tölublaðinu og fjallar um mikilvægi frjáls fréttablaðs. Þá höfum við einnig óskrifuð lög, sem við hljótum að fara eftir. Við eigum til að mynda að standa vörð um íslenzka lýðveldið, þingræðið og kristna kirkju, ef ég hef skilið mitt hlutverk rétt, auk þess sem við hljótum að virða og vernda þá utanríkis- og öryggisstefnu sem Alþingi íslendinga hefur markað. Alþýðubandalagið hefur nálgazt þessa stefnu mjög á undanförnum árum og raunar hef ég upp á síðkastið talað við ýmsa alþýðubandalagsmenn, sem eru þeirrar skoðunar, að þessari stefnu eigi ekki að breyta. Hún hafi að vísu verið mörkuð án þeirra þátttöku en að vilja þjóðarinnar og honum verði þeir að hlíta. Þeir vilja taka þátt í varnarsamstarfi vestrænna þjóða, en eiga meira samstarf við bandamenn okkar í Evrópu og minna við Bandaríkjamenn. Þetta höfum við Morgunblaðsmenn einnig hugsað um. Við höfum oft orðið þreyttir á Kananum, en við sjáum sem stendur ekki betri lausn á öryggismálunum en með bandarísku varnar- liði í Keflavík. Hitt er svo annað mál, að nauðsynlegt er að festast ekki í gömlum formum og efla þessa öryggisstefnu með meiri þátttöku okkar íslendinga og nánara samstarfi við Evr- ópuþjóðir en verið hefur. Um þetta er enginn ágreiningur milli okkar og sumra forystumanna Alþýðubandalagsins. Þeir vilja bara ekki, að ísland verði víghreiður til árása. Við ekki heldur. Við viljum haga öllum öryggismálum okkar á þann veg, að augljóst sé að ísland sé varnarstöð en ekki eitthvert eldflauga- vígi. Rússar hafa viðurkennt þetta í verki með því að stinga upp á stórveldafundi hér á landi. Þeir vita, að hér eru engin kjarnorkuvopn og að utanríkisstefna íslands er til varnar en ekki árása. Gorbachov hefði aldrei lent á flugvelli, þar sem væru bandarískar kjarnaflaugar. Hann hefði aldrei komið til NATO-ríkis, sem hann teldi ógna öryggi Sovétríkjanna. Þessu svaraði hann raunar við spurningu, sem ég lagði fyrir hann á þeim mikla blaðamannafundi, sem hann hélt í Háskólabíói eftir stórveldafundinn. Ég taldi, að svar hans væri mikill fengur fyrir okkur og staðfesti, að stefna okkar í utanríkis- og öryggis- málum sé og hafi verið rétt. Sjálfstæði Morgunblaðsins er mér fyrir öllu sem ritstjóra og því verður ekki breytt héðan af. Við Styrmir erum á einu máli um það, en hann verður nú orðið fyrir meira aðkasti en ég. Einu sinni var ég vondi maðurinn á Morgunblaðinu, nú er það hann. Samt er hann einhver bezt gerði maður sem ég hef kynnzt. En einhver verður að vera atvinnuillmenni á svona vinnustað! Það er hlálegt að það skuli vera hann. Forysta Sjálfstæðisflokksins veit að við Styrmir erum í sama báti hvað þetta snertir. En samt vill hún helzt ekki vita það. Ég sit nánast á friðarstóli, enda kominn tími til. Honum var nær að taka þetta að sér, en hann fær friðarstólinn ylvolgan þegar að því kemur og ef hann stenzt þá freistingu að fara út í pólitík. En ég held hann hafi lítinn áhuga á prófkjörum sem eru að taka við af Kólosseum og knattspyrnu. En átök eins og þau sem ég nú hef lýst eru daglegt brauð á einu blaði, þar sem persónuleg samskipti eru með þeim hætti, að helzt minnir á mauraþúfu, þótt fámennir séum. Við Gylfi Þ. Gíslason höfum til að mynda alltaf verið miklir mátar, en sú var tíðin, að Bjarni Benediktsson hringdi eitt sitt til mín og sagði: Geturðu ekki hætt þessum skrifum um landsprófið, Matthías minn? Hvað segirðu, Bjarni, svaraði ég, af hverju? Ja, hann Gylfi er alveg að verða vitlaus yfir þessari gagnrýni og þetta getur haft mjög slæm áhrif á stjórnarsamstarfið. Nú, segi ég, en geturðu beðið mig um þetta, Bjarni, eins mikilvæg og skólamálin eru? Nei, svaraði Bjarni. Svo varð dálítil þögn og hann segir: Þú gerir eitt fyrir mig, þú ræðst aidrei persónulega á Gylfa. Þarftu að biðja mig um það, Bjarni, spurði ég. Nei, svaraði hann og kvaddi. Bjarni Benediktsson treysti vinum sínum. Honum hafði liðið vel á Morgunblaðinu og vissi að sjálfstæðir einstaklingar eru meira virði en flokksþrælar og já-menn. Á því var vinátta okkar byggð og hún hefur verið einn af silfurþráðunum í lífi mínu. Þú spyrð um þjóðfélagið góða, hvort það sé betra eða verra en áður. Ég veit það ekki og ég hef engar áhyggjur af þjóðfé- laginu, hef ég sagt. Sjálfskaparvítin eru verst. En við eigum þó nokkuð í land að ná Dönum, ef marka má reynslu, sem Steinn Steinarr sagði mér á sjötta áratugnum. Einhverju sinni þegar hann var í Kaupmannahöfn hringdi hann í skakkt númer. Ung kona kom í símann og það skipti engum togum, sagði Steinn, ég heimsótti hana um kvöldið og kom ekki heim fyrr en næsta morgun. En þetta stendur allt til bóta hér heima, bætti hann við og glotti. Við ættum ekki að vera úrkula vonar um það. En svona sögur sagði Steinn ungum aðdáanda til gamans. Og kannski til að auka aðdáunina! En ég sá í gegnum hann, máttu vita. Ég held að þjóðfélagið sé rúmbetra og umburðarlyndara en það var áður. Að sumu leyti rómantískara, þótt undarlegt sé í öllum töffheitunum. En manneskjan breytist víst ekkert, það er kjarni málsins. Ég ólst upp í hlýju, borgaralegu umhverfi, en það var hraglandi í nánd. Stundum fundum við svalann af honum leggja inn yfir ferskeytlulausan Vesturbæinn og þá var betra að búa sig vel. Annars er þetta afstætt eins og sælan í himnaríki. Ég vildi ekki eyða eilífðinni í englasöng og sálma- kvak og ég held ekki þeir Hafskipsmenn tækju undir fullyrð- ingu mína um betra þjóðfélag nú en áður, en þá verða þeir líka að líta í eigin barm. Ég segi þetta þó: Þegar ég var yngri veitti Þjóðviljinn mér undir ritstjórn Svavars Gestssonar, minnir mig, og leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar þessa áminningu, mörgum mánuðum eftir allt fjaðrafokið um samnefnt leikrit í Þjóðleikhúsinu: Aldrei datt Göbbels í hug að skrifa leikrit! HEIMSMYND 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.