Heimsmynd - 01.12.1986, Page 81

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 81
VIÐSK D' markadssetur Samtök sýningarfólks hafa verið til staðar á íslandi það lengi að framhjá fáum hefur farið. Nú hefur hins vegar í fyrsta sinn verið stofnuð umboðsskrifstofa fyrir ljósmyndafyrirsætur og það af fyrrverandi fyrirsætu Önnu Björk Eðvarðsdóttur. Hún er 28 ára gömul, fyrrum skrifstofustúlka og jafnframt ungfrú fsland árið 1977 auk þess sem hún starfaði sem sýningarstúlka hjá Karon-samtökunum, einum af þrennum slíkum samtökum sem starfandi eru á íslandi. Fyrirtæki Önnu Bjarkar, Fyrirsœtan hf, sem þegar hefur nóg að gera, hefur það að aðalmarkmiði að vera milliliður á milli auglýsingastofa, framleiðenda auglýsingamyndbanda og stærri fyrirtækja sem þurfa á fyrirsætum að halda í kynningar- bæklinga sína. Fyrirtækið, Fyrirsœtan, var stofnað í september °g meðeigendur Önnu eru Guðjón Magnússon arkitekt og Stefán Guðnason en Anna Björk sér um daglegan rekstur fyrirtækisins. „Ég sá að það var þörf á svona fyrirtæki. Sjálf hafði ég oft verið beðin um að útvega fyrirsætur í hin og þessi verkefni. Upp frá því spratt hugmyndin um að stofna svona umboðs- skrifstofu og fékk ég þá félaga með mér í þetta.“ Hún segir að það hafi þurft lítið til að stofna svona fyrirtæki. „Húsnæði og auglýsingu í dagblöð eftir fyrirsætum og það stóð ekki á viðbrögðunum. Það voru aðallega táningar sem sóttu fast eftir fyrirsætustörfum en það er ekki endilega mest þörf á þeim. Eftirspurnin er hins vegar helst eftir fólki sem komið er yfir þrítugt og allt upp í sextugt.“ Hún segir engar útlitskröfur gerðar. „Það er ekki endilega þetta fallega fólk sem auglýsendur eru að leita að, heldur fólk sem getur leikið eða hefur eftirminnilegt andlit. Fyrsta verk- efnið mitt var fyrir Verslunarbankann sem óskaði eftir fólki á núðjum aldri, miðaldra manni og aðeins yngri konu auk fveggja af yngri kynslóðinni." FYRIRSÆTUR Er þetta venjulega fólk, eins og hún kallar það, í leit að aukavinnu eða spilar hégómagirndin eitthvað inn í? „Aðallega virðist hvatinn sá að fólk hefur gaman af þessu. Mörgum finnst þetta spennandi og kannski gefur þetta sumum aukið sjálfs- traust. Auk þess er þetta ágætlega borgað. Það fer eftir því hve mikla þjónustu við veitum hversu háa prósentu við tökum fyrir að útvega fyrirsætur. í mörgum tilfellum útvegar fyrirtækið fatnað, förðun, hárgreiðslu og það sem til þarf.“ Sjálf hefur hún reynslu af að vera fyrirsæta. Byrjaði að sitja fyrir og sýna með Karon-samtökunum sautján ára gömul. „Ég var mun betri sýningardama en ljósmyndafyrirsæta. Ég mynd- ast misvel en á sviði eru aðrar kröfur en linsan gerir. Þar eru gerðar kröfur um réttan limaburð og vaxtalag. En ég hafði bæði verið í ballett hjá Þjóðleikhúsinu og dansskóla. Og fatnaðarhliðinni kynntist ég svo með því að starfa í tískuversl- unum í mörg ár.“ Há, grönn með þykkt dökkt hár ætlar hún nú að hasla sér völl á viðskiptasviðinu. Anna Björk er alin upp í Reykjavík, dóttir einstæðrar móður. „Það hefur blundað í mér lengi að takast á við einhvern alvöru hlut sjálf en vera ekki í vinnu hjá öðrum. Og auðvitað valdi ég mér svið sem ég taldi mig ráða við. Auk þess á svona fyrirtæki að hafa góða möguleika, verandi hið eina sinnar tegundar hér á landi." Fyrirtækið á allan hug hennar nú. „Og næstu árin. Það er alveg þess virði. Jú, auðvitað langar mig til að eiga börn, þó að minn tími sé ekki kominn á því sviði.“ Hún er bjartsýn á framtíðina, segir fólk mjög áhugasamt. „Þetta virðist vera heimur sem heillar marga. Sumir bjóða fram krafta sína, bara til að gera eitthvað.“ -Verður hún Eileen Ford íslands innan fárra ára? „Ja-há.“ Bros. „Ég ætla alla vega að reyna að vinna að því hörðum höndum.“ HEIMSMYND 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.