Heimsmynd - 01.12.1986, Page 123

Heimsmynd - 01.12.1986, Page 123
langar lúmskt ad vera dramaleikari. myndina, konan varð ófrísk og ég hætti við að fara út annan vetur.“ Það var um áramótin 1983 sem Laddi og Egill Ólafsson voru teknir inn í félag íslenskra leikara. „Það gerði í raun út- slagið að ég taldi ekki eins brýnt að fara í nám erlendis. Hins vegar er ég ekki bú- inn að gefa nám upp á bátinn. Mig langar að læra framsögn og fara í söngnám. Þá hefur líka hvarflað að mér að fara í íslenskunám." Menntunarskortur hefur hins vegar ekki staðið í vegi fyrir tilboðum á undan- förnum árum. „Ég hef aðallega unnið fyrir sjónvarpið og komið fram í nokkrum kvikmyndum þótt mitt stærsta hlutverk hafi ég ekki fengið fyrr en síð- astliðið sumar, í Stellu í orlofi. Ég lék smáhlutverk í Gullsandi Ágústs Guð- mundssonar og í Veiðiferð Andrésar Ind- riðasonar. Þá hafði Þráinn Bertelsson samband við mig þegar Líf-myndirnar voru í bígerð. Við Jörundur Guðmunds- son vorum í því að leggja drög að fyrstu myndinni. Við áttum hugmyndina að Þór, Danna og lifibrauði þeirra. En Þrá- inn sveik okkur. Hringdi einn daginn og sagðist vera búinn að fá aðra í hlut- verkið. Það var mjög ómerkilegt af hon- um. Hins vegar er ég dauðfeginn eftir að hafa séð útkomuna.“ Þá lék hann í kvik- mynd Stuðmanna Hvítir mávar og setti á fót revíu í Hafnarbíói ásamt öðrum grín- leikurum, Gísla Rúnari Jónssyni, Erni Árnasyni og Pálma Gestssyni. Spaugstofan er síðan nýjasta uppfinn- ingin hjá Ladda og félögum hans, Rand- veri Þorlákssyni, Karli Ágústi Úlfssyni og Erni Árnasyni. „Við höfum ýmislegt á prjónunum, erum með frábæra hugmynd að kvikmynd og sitthvað fleira. Hins veg- ar erum við nú á kafi í að undirbúa áramótaskaupið. “ Halli bróðir hans er hans besti vinur, segir hann. Björgvin Halldórsson er einnig náinn vinur hans en allir þrír stofn- uðu þeir HLH-flokkinn. „Bjöggi hefur lúmskan húmor, sem ekki allir skynja.“ Hann telur upp fleiri vini sína þar á meðal leikarahjónin Eddu Björg- vinsdóttur og Gísla Rúnar Jónsson sem léku með honum í Stellu í orlofi. Edda er frábærlega örugg leikkona. Gísli Rúnar er skemmtilegur. Núna erum við að setja saman skemmtiþátt á Hótel Sögu, sem byrjað verður að flytja í janúar. Við höf- um líka kýmnigáfu en hann er pjattaðri en ég. Það er ótrúlegt hvað hann lifir sig inn í karakterana sem hann leikur. í hlut- verkinu í Stellu átti hann að vera brúnn á hörund. Hann lá í Ijósabekk öllum stund- um og var svartur.“ Hann segist vinna „allan sólarhring- inn.“ Hann semur og æfir, gælir við hug- myndir og horfir í kringum sig. „Pólitík- usar eru í engu uppáhaldi hjá mér. Sé ekkert frjótt við að nota þá sem uppi- stöðu í grínþætti. Það er hversdagsmaðurinn sem heillar mig. Þreytta húsmóðirin sem drekkur kaffi af undirskál og tekur andköf yfir kjafta- sögum.“ Og hann leikur hana. Á svipstundu breytist látbragð, rödd og andlit. Tvær konur á næsta borði líta í áttina til hans. Hann tekur ekki eftir því. Náttúrutalent- inn Laddi. HEIMSMYND 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.