Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 18
hún lagði til að stofnað yrði hjúkrunarráð. ráðherra skipar hjúkrunarráðið sem skipað er fulltrúum frá stjórnvöldum, félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands. „Af hverju þurfa hjúkrunarfræðingar að kunna húshjálp?“ Í upphafi áttunda áratugarins var viðvarandi skortur á kenn- urum í hjúkrunarskólanum en þeir þurftu að fara til útlanda að afla sér kennaramenntunar. Þá var einnig skortur á hjúkr- unarstjórnendum. fleiri konur útskrifuðust með stúdentspróf á þessum árum og fjölbreytni í námsleiðum innan háskóla Ís- lands var að aukast. Það blésu því hagstæðir vindar í samfélag- inu og stofnunum þess þegar farið var að huga að háskólanámi í hjúkrunarfræði. ingibjörg rifjar upp þegar hún var að kynna sér nám í hjúkrun í Danmörku að þar var gerð krafa til þeirra sem vildu læra hjúkrun að þeir þyrftu fyrst að hafa lært og unnið við húshjálp. „Þessi hugsunarháttur var svo gamaldags. af hverju þurfa hjúkrunarfræðingar að kunna húshjálp?“ segir ingibjörg og bætir við: „Þetta kemur bara hjúkrunarfræði ekkert við.“ Mikill skortur á menntuðum kennurum í hjúkrunarfræði komið var á fót nefnd undir forsæti Þorbjargar jónsdóttur, skólastjóra hjúkrunarskólans, og átti ingibjörg sæti í henni. Sú nefnd skilaði tillögum árið 1972 en þær fengu ekki brautar- gengi. Í framhaldi af því skipaði menntamálaráðherra undir- búningsnefnd, hina svonefndu „sjömannanefnd“, undir for - mennsku Þórðar Einarssonar, deildarstjóra í menntamál- aráðuneytinu, og var ingibjörg fulltrúi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins í nefndinni. aðrir í nefndinni voru arinbjörn kolbeinsson, dósent í læknadeild, haraldur Ólafs- son, dósent í mannfræði, Ólafur Ólafsson landlæknir, Þorbjörg helga ólafs 18 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 „Þessi hugsunarháttur var svo gamaldags. Af hverju þurfa hjúkrunarfræðingar að kunna hús- hjálp?“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta kemur bara hjúkrunarfræði ekkert við.“ Sigríður Ólafsdóttir, Jóhanna Bernharðsdóttir, Marga Thome, Ingibjörg R. Magnúsdóttir og Sóley S. Bender. Sigríður, Jóhanna og Sóley eru úr fyrsta árganginum sem útskrifaðist úr námsbraut hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.