Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 19
jónsdóttir, skólastjóri hjúkrunarskóla Íslands, og María Pétursdóttir, formaður hjúkr- unarfélags Íslands og skólastjóri nýja hjúkrunarskólans. „Það var mikið lán að fá arin - björn en hann reyndist okkur mjög hliðhollur og studdi þetta nám af heilum hug,“ segir ingibjörg. nefndinni til ráðgjafar var jóhann axelsson, forseti Læknadeildar há- skóla Íslands, og dr. Dorothy hall, framkvæmdastjóri hjúkrunarmála hjá alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni í Danmörku, sem veitti ómetanlega aðstoð fyrstu árin. nefndinni var ætlað að semja drög að reglugerðarákvæðum um nám í hjúkrunar - fræði í tengslum við Læknadeild háskóla Íslands. nefndin varð síðar bráða birgða - stjórn námsbrautarinnar og var María Pétursdóttir kennslustjóri. Tveimur árum síðar fékk námsbrautin eigin reglugerð og skipuð var fimm manna námsbrautarstjórn. Þá varð ingibjörg námsbrautarstjóri. „ráðuneytisstjóri heilbrigðismálaráðuneytisins, Páll Sigurðsson, og heilbrigðismálaráðherrar sýndu þessu námi ávallt mikinn áhuga og stuðning,“ segir ingibjörg. „Ingibjörg þurfti að berjast fyrir hverjum einasta hlut“ fastráðnir kennarar námsbrautarinnar voru engir fyrstu árin. Það var ekki fyrr en 1977 að Marga Thome var ráðin lektor, fyrst fastráðinna kennara, en hún var ein þeirra sem hlaut styrk frá Evrópudeild alþjóðaheilbrigðismálastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem veitti mikla og dygga aðstoð á fyrstu árum námsbrautarinnar í hjúkr- unarfræði að sögn ingibjargar. Marga lauk háskólanámi í hjúkrunarfræði við Edin- borgarháskóla og meistaragráðu tveimur árum síðar. Árið 1996 lauk hún síðan doktorsprófi í hjúkrunarfræði. að mati Mörgu var mesta framlag til þróunar námsins baráttuþrek ingibjargar sem þurfti að berjast fyrir hverjum einasta hlut, sem og að út- vega kennara og námsefni. „ingibjörg stóð í fremstu víglínu,“ segir Marga. ingibjörg viðurkennir fúslega að þetta hafi verið allmikið aukastarf, en hún ólst upp með fimm bræðrum og því ýmsu vön. „Þar var tekist á og maður gaf sig aldrei heldur þurfti ég að berjast fyrir mínum skoðunum. Ég ólst upp við átök við bræður mína og bý sannar - lega vel að því,“ segir hún og brosir. Eitt skiptið vantaði kennara til að kenna efna - fræði og ingibjörg fór því í efnafræðideild háskólans og hitti þar deildarforseta ásamt tveimur öðrum kennurum. „Síðar hitti ég þennan deildarforseta á balli og ég þakka honum fyrir hvað þeir hefðu verið elskulegir þegar ég leitaði til þeirra varðandi kennslu. „Elskulegir,“ segir hann, „við vorum bara skíthræddir. Okkur fannst heilt ráðuneyti bara steypast yfir okkur og við þorðum ekki annað en að segja já!“ rifjar hún upp og hlær. „auðvitað var maður ákveðinn en ég vona að ég hafi aldrei verið of frek. Ég var bara ákveðin af því að þetta varð að ganga.“ atorkusamur brautryðjandi í hjúkrun á íslandi tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 19 Ingibjörg viðurkennir fúslega að þetta hafi verið allmikið aukastarf, en hún ólst upp með fimm bræðrum og því ýmsu vön. „Þar var tek- ist á og maður gaf sig aldrei heldur þurfti ég að berjast fyrir mínum skoðunum. Ég ólst upp við átök við bræður mína og bý sannarlega vel að því,“ segir hún og brosir. „Nokkrir eldri hjúkrunarfræðingar óttuðust að þær myndu teljast annars flokks og fengju lægri laun,“ segir hún. Þær áhyggjur reynd- ust óþarfar því samkvæmt hjúkrunarlögum voru allir hjúkrunar - fræðingar jafnir.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.