Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 20
Breyttir tímar kölluðu á nýja nafngift stéttarinnar ingibjörg fékk mikinn stuðning frá rektor háskóla Íslands og einnig jóhanni axelssyni prófessor sem var að hennar sögn ákaflega áhugasamur um að námið fengi brautar- gengi, en ósk hans var að koma á fót heilbrigðisdeild innan háskóla Íslands sem sam- anstæði af læknisfræði, hjúkrunarfræði og lyfjafræði og jafnvel sjúkraþjálfun. Það voru ekki allir á eitt sáttir með þá ákvörðun að færa hjúkrunarmenntun á háskólastig. „nokkrir eldri hjúkrunarfræðingar óttuðust að þær myndu teljast annars flokks og fengju lægri laun,“ segir hún. Þær áhyggjur reyndust óþarfar því samkvæmt hjúkrun- arlögum voru allir hjúkrunarfræðingar jafnir. ingibjörg lagði áherslu á að þetta væru breyttir tímar og námið mætti ekki staðna. Breyttir tímar kölluðu einnig á nýja nafngift á starfsheiti hjúkrunarkvenna og -manna en á þeim tíma höfðu tveir karlmenn út- skrifast úr hjúkrunarfræði og voru þá kallaðir hjúkrunarmenn. hún lagði því fram tillögur að nýjum starfsheitum: hjúkrir, hjúkri, hjúkrari og hjúkrunarfræðingur. Til- lögurnar lagði hún fyrir nemendur hjúkrunarskólans sem kusu heitið hjúkrun- arfræðingur. hjúkrunarkonur gátu eftir sem áður notað sitt gamla starfsheiti. Það er óhætt að segja að áttundi áratugurinn hafi verið umbrotatími í sögu hjúkr- unarfræðinnar og ingibjörg lagði sitt lóð á vogarskálarnar svo um munaði. henni er umhugað um mikilvægi framhaldsmenntunar hjúkrunarfræðinga og á þá von að stétt hjúkrunarfræðinga haldi áfram að styrkja sjóðinn svo hægt verði að styrkja efnilega nemendur. Ljósm. Kristinn Ingvarsson helga ólafs 20 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Frá hátíðardagskrá til heiðurs Ingibjörgu R. Magnúsdóttur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.