Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 27
Herdísar miðaðist öll vinna að gera síðuna notendavæna – að uppfylla kröfur notenda. Þrátt fyrir að niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var síðastliðið haust, hafi leitt í ljós að almenn ánægja ríkti með fyrri vef, þá var þörfin á snjallvef orðin aðkallandi, að sögn Her- dísar. Við uppsetninguna var haft að leiðarljósi að hanna ljósan, aðlaðandi og léttan vef, sem leiðir notandann betur áfram, og stórbæta efnisleit. Myndefni er mun meira áberandi en á fyrri vef. „Myndir veita líf og sýna hvaða fólk býr að baki félaginu. Við höfum farið og myndað hjúkrunarfræðinga í þeirra starfs - umhverfi, en þetta, eins og vefurinn yfirleitt, er stöðugt verk- efni,“ segir hún. Stór hluti efnis hefur verið efnisflokkaður þannig að notandi getur leitað sértækt að upplýsingum eftir fyrirframákveðnum flokkum. Umsóknareyðublöð eru nú rafræn þar sem því verður komið við, til að mynda er umsókn um aðild í félagið nú á raf- rænu formi, auk skráningar trúnaðarmanna og afskráningar þeirra. Til að auka þjónustu við félagsmenn er hægt að hafa samband með því að ýta á hnappinn „Hafa samband“. Veftímarit hjúkrunarfræðinga Tímarit hjúkrunarfræðinga hefur tekið stakkaskiptum en tíma- ritið er nú að hluta til veftímarit. Efni síðunnar verður uppfært reglulega auk þess sem efni úr tímaritinu verður gert aðgengi- legt á síðunni. Þar hefur verið unnin umtalsverð vinna í efnis- flokkun og leit er bætt til muna. Sértæk leit í tímaritinu er nú til staðar og hefur allt efni frá 2015 og fram til dagsins í dag verið efnisflokkað til að auðvelda efnisleit. Efni fyrir þann tíma er að finna á tímarit.is. Hjálpaðu okkur að gera betur! Leitað er eftir aðstoð notenda við að bæta vefinn en neðst á flestum upplýsingasíðum hans er spurningin: Fannst þér efnið hjálplegt? Þar gefst notendum færi á að koma gagnrýni á fram- færi til vefstjóra sem þá getur unnið úr upplýsingunum og þar með bætt vefinn. Félagsmenn eru hvattir til að koma með ábendingar að viðburðum sem nýst gætu hjúkrunarfræðingum með því að skrá viðburð með því að smella á þar til gerðan hnapp. Viðburðurinn skráist beint inn í vefkerfið og er yfirfar- inn af starfsfólki félagsins fyrir birtingu. Þrátt fyrir að vefurinn sé kominn í loftið heldur umbóta- vinna við vefinn áfram. Áframhaldandi vinna að bættri leit mun halda áfram og allt efni verður efnisflokkað hér eftir. Unnið verður áfram að viðbótum í öllum efnisflokkum, og þá verður sérstaklega unnið að því að styrkja enska hluta vefjarins. vefur félagsins fær andlitslyftingu tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 27 Myndefni er mun meira áberandi en á fyrri vef. „Myndir veita líf og sýna hvaða fólk býr að baki félaginu. Við höfum farið og myndað hjúkrun- arfræðinga í þeirra starfsumhverfi, en þetta, eins og vefurinn yfirleitt, er stöðugt verkefni,“ segir hún. Tímarit hjúkrunarfræðinga hefur tekið stakka- skiptum en tímaritið er nú að hluta til veftíma- rit. Efni síðunnar verður uppfært reglulega auk þess sem efni úr tímaritinu verður gert aðgengi- legt á síðunni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.