Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 30
Fæstir treysta sér í fullt starf Í úttektinni er jafnframt komið inn á þætti starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga, eins og atgervisflótta og laun. Þar segir að til mikils sé að vinna að hafa heilbrigðisstofnanir vel mannaðar. Skortur á hjúkrunarfræðingum dragi úr gæðum þjónustunnar og auki álag á þá sem fyrir eru. Til að tryggja mönnun þurfi nægilegt framboð af menntuðum hjúkrunarfræðingum, og heilbrigðisstofnanir þurfa að vera samkeppnishæfar um krafta þeirra. Þar skipti starfsaðstæður og launakjör miklu máli. Stjórnvöld og heilbrigðisstofnanir þurfi að vinna saman að því að gera hjúkrun að eftirsóttu starfi. Á Íslandi eru nýleg dæmi um að hópur hjúkrunar fræð inga hafi horfið úr stéttinni í leit að betri kjörum eða starfs að stæðum. Margt bendir til að mönnun í hjúkrun sé viðkvæm fyrir breyt- ingum í efnahagslífinu og á almennum vinnumarkaði. Þannig kom í ljós í kjölfar efnahagshrunsins 2008 að hjúkrunar - fræðingar skiluðu sér aftur í hjúkrunarstörf og að þeir sem fyrir voru höfðu margir hækkað starfshlutfall sitt. hjúkrunarfræðingar virðast hafa lagað sig að vinnuumhverfinu með því að minnka starfshlutfall sitt. Í byrjun árs 2017 var það að meðaltali 71%. Árið 2016 var meðalstarfshlutfall hjúkrun- arfræðinga á Landspítala, sem eingöngu unnu dagvinnu, 82% en 73% á meðal þeirra sem unnu vaktavinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala þykir þetta eðlilegt starfshlutfall þegar tekið er mið af starfsumhverfinu. fáir hjúkrunar fræð - ingar halda það út að vinna 100% starf á þrískiptum vöktum til lengri tíma. Þar sem kjarasamningar byggjast aftur á móti á slíkum forsendum hefur þetta töluverða launaskerðingu í för með sér sem er ein meginástæða þess hversu mikil óánægja ríkir með laun hjúkrunarfræð inga. Erfitt er að draga almennar ályktanir um vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga á Íslandi þar sem þeir starfa hjá fjölda ólíkra stofnana. húsnæði Landspítala var þó einn þeirra þátta sem viðmælendur ríkisendurskoðunar nefndu sem áhrifavalda í mönnun heilbrigðisþjónustunnar. aðstæður þar væru óviðun- andi, húsnæðið víða bágborið og sums staðar talið ónýtt. Landspítali hefur m.a. glímt við raka og myglu undanfarin ár og það hefur haft áhrif á bæði starfsemi spítalans og heilsu starfsfólks. Í starfsumhverfiskönnun, sem gerð var á Land- spítala 2015, kom fram að aðeins 36% þeirra hjúkrunar - fræðinga, sem tóku þátt í könnuninni töldu tækjakost á deild sinni viðunandi. Þá voru einungis 35% ánægðir með vinnu - aðstöðu sína. Ábendingar Ríkisendurskoðunar og svör hlutaðeigandi stofnana ríkisendurskoðun beinir í skýrslunni fjórum ábendingum til tveggja ráðuneyta. fyrst er því beint til velferðarráðuneytis ins að móta stefnu um mönnun í stöður hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Síðan telur ríkisendurskoð un að Emb- ætti landlæknis þurfi að efla eftirlit með mönnun hjúkrunarstarfa og setja viðurkennd viðmið um lágmarksmönnun. Tveimur ábendingum er svo beint til menntamálaráðu - neytisins. annars vegar hvetur ríkisendurskoðun til að nem- endum í hjúkrunarfræði verði fjölgað því mikilvægt sé að hraða nýliðun innan hjúkrunar vegna yfirvofandi og fyrirsjáanlegs skorts. hins vegar þurfi að endurskoða flokkun hjúkrunarfræðináms í reiknilíkani háskól- anna. Viðbrögð velferðarráðuneytis Velferðarráðuneytið fagnar í sýnu svari ítarlegri skýrslu og telur hana styrkja það starf sem fram undan er við að vinna að því að bæta mönnun og starfsumhverfi hjúkrunarfræð inga, auk eflingar menntunar þeirra. Velferðarráðuneytið segist fylgjast náið með stöðu hjúkrunar á heilbrigðisstofnunum landsins, m.a. með reglulegum samráðsfundum með stjórnendum heil- brigðisstofnana og Embætti landlæknis. jafnframt hafi verið efnt til aukins samráðs við stjórnendur Landspítala, mennta- stofnanir, félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, nýbrautskráða hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinema. að sögn vel- ferðarráðuneytisins er verið að skoða mannaflaþörf í heil- brigðisþjónustunni. heilbrigðisstefnan, sem er í mótun, snýr m.a. að starfsumhverfi heilbrigðisþjónustunnar og tengdum þáttum, svo sem stjórnun, samskiptum og tækifærum til starfsþróunar en það hefur allt áhrif á álag í starfi, starfsgetu, starfsánægju og festu í starfi og tengist þar með mönnun og mannaflaspá. gunnar helgason 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Fáir hjúkrunarfræðingar halda það út að vinna 100% starf á þrískiptum vöktum til lengri tíma. Þar sem kjarasamningar byggjast aftur á móti á slíkum forsendum hefur þetta töluverða launa- skerðingu í för með sér sem er ein meginástæða þess hversu mikil óánægja ríkir með laun hjúkr- unarfræðinga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.