Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 31
 félag íslenskra hjúkrunarfræðingar fagnar því að velferðarráðuneytið hafi aukið samráð við hagsmunaaðila sem hlut eiga að máli. hins vegar er ljóst að mati félagsins að lítið mun breytast nema úttrekt sé gerð með reglulegum hætti og að skýr stefna sé sett í þessum málum af hálfu ráðuneytisins. Viðbrögð Embættis landlæknis Í svari Embættis landlæknis kemur fram að það skoði mönnun í stöður hjúkrun- arfræðinga sem og annarra heilbrigðisstétta í úttektum sínum. Óraunhæft sé sett verði viðmið um lágmarksmönnun í stöður hjúkrunarfræðinga á mismunandi starfsvett- vangi þeirra. Þörf sjúklinga fyrir hjúkrun er mjög breytileg eftir heilsufari þeirra og því ógerlegt að miða fjölda hjúkrunarfræðinga við fjölda sjúklinga. notkun sjúklinga- flokkunarkerfis er heppilegri leið sem hægt er að nýta til að taka ákvarðanir um mönnun hjúkrunarstarfa á rauntíma út frá þörfum sjúklinga fyrir hjúkrun. Mestu skiptir að unnt sé að bregðast við þeim niðurstöðum sem slíkt kerfi sýnir. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er sammála þeirri skoðun Embættis landlæknis að notkun sjúklingaflokkunarkerfis sé heppileg leið til að ákvarða mönnun hjúkrun- arfræðinga en getur aftur á móti ekki tekið undir þá skoðun að ekki sé hægt að setja einhvers konar lágmarksviðmið um fjölda hjúkrunarfræðinga. fíh telur nauðsynlegt að setja fram einhvers konar lágmarksviðmið um mönnun í stöður hjúkrun- arfræðinga. Embættið hefur sjálft gefið út í tvígang skýrslu um lágmarksviðmið á hjúkrunarheimilum. Þau viðmið hafa ekki verið notuð en eru vel unnin og myndu að mati fíh bæta mjög þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig vandi við mönnun í stöður hjúkrunarfræðinga verður leystur án lág- marksviðmiða, og eins myndu lágmarksviðmið auðvelda alla umræðu og væntanlega vinnu við að setja aukið fjármagn inn í kerfið til þess að bæta ástand í mönnunar- málum hjúkrunarfræðinga. Viðbrögð menntamálaráðuneytisins Menntamálaráðuneytið er ósammála þeirri staðhæfingu að fjölga þurfi innrituðum nemendum í hjúkrunarfræði og telur vanda við nám og kennslu í hjúkrunarfræði vera þrenns konar: Brotthvarf úr námi, takmarkaður fjöldi klínískra plássa við heilbrigðis- stofnanir, og að útskrifaðir nemendur skili sér ekki til starfa við fagið. grunnhugmyndin í fjármögnun háskólanna er að reiknilíkanið endurspegli sam- setningu náms við hvern skóla en skólunum sjálfum er svo gert að dreifa framlögum til stofnunarinnar milli deilda samkvæmt eigin stefnu og áherslum. ráðuneytið hlutast ekki til um skiptingu fjárveitinga milli eininga innan hvers háskóla um sig en er þó kunnugt um að nú standi yfir endurskoðun á dreifilíkani fjár við háskóla Íslands sem mun væntanlega leiða til einhverra breytinga í þessum efnum innan þess skóla. fíh harmar viðbrögð menntamálaráðuneytisins sem telur ekki þörf á að fjölga inn- rituðum nemendum í hjúkrunarfræði við háskóla á Íslandi. Ljóst er að mati félagsins að fjölgun ein og sér leysi ekki mönnunarvandann, en það er klárt að þótt allir nem- endur myndu útskrifast frá báðum háskólum dugir það rétt til þess að viðhalda þeirri vöntun sem er á hjúkrunarfræðingum. Ábyrgð á fjármögnun háskólanáms er að mati fíh einnig á ábyrgð ráðuneytisins og til lítils að vísa ábyrgð á því alfarið á háskólana. skýrsla ríkisendurskoðunar um hjúkrunarfræðinga tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.