Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 33
Mikilvægt að byggja upp sérfræði mennt un í geðhjúkrun Í skýrslunni eru settar fram tillögur um framlag hjúkrun- arfræðinga við einstaka liði í aðgerðaáætluninni. Má þar nefna tillögur eins og að geðhjúkrunarfræðingar taki þátt í fjölgun geðheilsuteyma og stýri þverfaglegum teymum í nánasta um- hverfi sem sinna fræðslu, þjálfun, ráðgjöf og stuðningi við for- eldra og fjölskyldur. Skipaður verði sérfræðingur í geð hjúkrun í starfshóp um geðræktarstarf í skólum, og skólahjúkrunar fræð - ingar verði ráðnir í alla grunn-, framhalds- og háskóla og þeir þjálf aðir sérstaklega í geðvernd, skimun og íhlutun eftir því sem við á. Þá telur félagið brýna þörf á að sérfræðingar í geðhjúkrun verði ráðnir til heilsugæslunnar til að sinna þörf fyrir aukna sálræna þjónustu þar. hlutverk þeirra þar væri annars vegar ráðgjöf og handleiðsla fyrir heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og hins vegar bein þjónusta við einstaklinga á öllum aldri með geðræn vandamál og fjölskyldur þeirra. fjölga þarf stöðugild - um sérfræðinga í geð hjúkrun og hjúkrunarfræðinga með dipl - ómanám í geð hjúkrun á BugL auk þess sem efla þarf þver - faglega samvinnu fagaðila þar. Einnig er lagt til að sér fræðingar í geðhjúkrun stýri fræðslu og kennslu bæði faglærðra og ófag- lærðra starfsmanna sem starfa innan heilbrigðis- og félags - þjónustunnar. Á þetta ekki hvað síst við inni á hjúkrunarheimil - um þar sem rannsóknir sýna að þunglyndi og kvíði eru mjög algeng mein hjá íbúunum. Til að hægt sé að veita öldr uðum, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, góða og árangursríka hjúkrun þarf hjúkrunarfræðinga með sérþekkingu í geðhjúkr - un. Því þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum með viðbótar- menntun í geðhjúkrun aldraðra á hjúkrunarheimilum svo þeir geti sinnt stöðugri fræðslu, þjálfun, stuðningi, ráðgjöf og hand- leiðslu hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks sem þar starfar ásamt því að veita íbúum með geðræn vanda- mál þjónustu og meðferð. auk þess er bent er á nauðsyn þess að veitt verði auknu fjármagni til hjúkrunarfræðideilda hÍ og ha til að byggja upp sérfræðimenntun í geðhjúkrun, stöðu - gildum sérfræðinga í geðhjúkrun verði fjölgað umtalsvert innan geðheilbrigðiskerfisins og heilsugæslunnar og fjölg að verði samningum Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starf- andi meðferðaraðila í geðhjúkrun. Íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa víðtæka, fræðilega og hagnýta þekkingu á sviði almennrar og sérhæfðrar hjúkrunar. Styrkur geðhjúkrunarfræðinga, sem starfa innan geð heil - brigðis þjónustunnar, er auk geðhjúkrunarinnar þekking þeirra á lífeðlisfræðilegum ferlum, sjúkdómafræði og með ferð líkam- legra kvilla sem skapar það heildræna vinnulag sem geðhjúkr- unarfræðingar beita í störfum sínum. geð hjúkrunarfræðingar hafa sértæka þekkingu og reynslu sem nýtist vel í þverfaglegum teymum. aukin þátttaka þeirra í þver faglegum teymum ásamt aukinni sérhæfðri meðferð er framlag geðhjúkrunarfræðinga til eflingar geðheilbrigðis landsmanna og þjónustu við einstak- linga með geðræn vanda mál og geðsjúkdóma. framlag geðhjúkrunar til eflingar geðheilbrigðisþjónustu tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 33 Ljóst er að bæta þarf þjónustu við einstaklinga á öllum aldri sem glíma við geðröskun til lengri eða skemmri tíma. Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga leggur áherslu á að þjónustan við einstaklinga með geðröskun og fjölskyldur þeirra þurfi að vera samþætt og samfelld, auk forvarna sem eru undirstaða góðrar heil- brigðisþjónustu. Í starfshópnum sátu – Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur, MS. Svið stjóri fagsviðs fíh. – Margrét Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, BS, MSW. fram kvæmda stjóri hjúkrunar á heilsustofnun nLfÍ. for mað ur fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga. – Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur, MS. Deildarstjóri bráðaþjónustu geðdeildar Land spít - ala. – Dr. Gísli Kort Kristófersson, sérfræðingur í geðhjúkrun. Lektor í geðhjúkrun við heilbrigðisvísindasvið háskól- ans á akur eyri og formaður hjúkrunarfræðideildar ha. – Helena Bragadóttir, hjúkrunarfræðingur á geðsviði Land spítala. – Herdís Hólmsteinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur. for - stöðu maður vettvangsgeðteymis reykjavíkur. – Dr. Jóhanna Bernharðsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur. Lektor við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands, for - stöðu maður fræðasviðs í geðhjúkrun á Landspítala. – Rósa María Guðmundsdóttir, sérfræðingur í geð hjúkr - un. hjúkrunar- og teymisstjóri í geðheilsuteymi reykja - lund ar. – Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, sérfræðingur á sviði geð - hjúkrunar með áherslu á afleiðingar ofbeldis. Verkefna- stjóri geðteymis geðheilsustöðvar Breiðholts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.