Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 36
Við þau tímamót, þegar Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga sameinast Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, er ekki úr vegi að líta til baka til þess tíma þegar Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna var stofnaður. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga er sjóður sem margir hjúkrunarfræðingar hafa verið stoltir af að tilheyra, enda einn elsti og farsælasti lífeyrissjóður landsins. ragnheiður gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur dustaði rykið af frumvarpi til laga um stofnun Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna frá 1943 og athuga- semdum sem fylgdu því, og veltir fyrir sér hvort starfslok hjúkrunarfræðinga ættu ekki að vera fyrr en annarra opinberra starfsmanna vegna þess hve starfið er líkamlega erfitt. Saga og tilurð Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna Á 62. löggjafarþingi Íslendinga árið 1943 var lagt fram frumvarp til laga númer 148 að stofnaður yrði lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. Sjóðurinn skyldi heita Lífeyris sjóður hjúkrunarkvenna og stjórn hans skipuð 3 mönnum, formanni félags íslenzkra hjúkr- unarkvenna, landlækni og svo skyldi einn maður skipaður af ríkis stjórninni, allir til þriggja ára í senn. Stjórninni bar að funda svo oft sem þörf væri á, haldin skyldi gerðabók og stjórnin skyldi vinna kauplaust. Ekki mátti greiða úr sjóðnum nema með samþykki sjóðsstjórnar. Tryggingarstofnun ríkisins skyldi hafa á hendi reikningshald sjóðsins, inn- heimta tekjur hans og annast greiðslur úr honum. rétt til lífeyris úr sjóðnum hafði sérhver hjúkrunarkona sem greitt hafði iðgjöld til hans í 10 ár eða lengur og lét af störfum vegna varanlegrar örorku eða elli og miðaðist rétturinn til starfsloka sökum elli við 60 ár. upphæð lífeyris miðaðist við meðalárs- laun síðustu 10 starfsára en sérákvæði gilti um útreikning lífeyris ef heilsubilun hefði áhrif á starfslok. Til launa töldust ekki einungis greiðslur í peningum heldur fæði og húsnæði ef það fylgdi stöðunni. hæstu greiðslur úr sjóðnum miðuðust við greiðslur eftir 25 ára starf og námu þær 60% af meðallaunum síðustu 10 ár fyrir starfslok. iðgjöld voru greidd af sjóðfélögum og launagreiðendum og greiddi hvor um sig 4% af heildarárslaunum sjóðfélagans, þar með töldu fæði og húsnæði ef það fylgdi stöðunni. um inngöngu í sjóðinn við stofnun hans eru skýr ákvæði um framtíðarfélaga og hvernig kaupa megi réttindi fyrir fyrri starfstíma gegn gjaldi sem ákveðið var af sjóðstjórn í samráði við tryggingafræðing. Ákvæði eru um hjúkrunarkonur sem fara úr sjóðnum án þess að fá lífeyri, eiga þær rétt á að fá iðgjöld sín greidd til baka en vaxtalaus. Þetta ákvæði gilti þó ekki við andlát. Skylduaðild var að sjóðnum fyrir allar hjúkrunarkonur sem unnu hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, sveitarfélaga eða annarra stofnana, eða við heilbrigðisstofnanir sem voru viðurkenndar af heilbrigðisstjórninni. ríkissjóður Íslands lagði fram stofnfé og ábyrgðist greiðslur sjóðsins sem tók til starfa 1. janúar lýðveldisárið 1944. 36 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 „Hjúkrunarkonur eru svo sérstæður hópur“ Ragnheiður Gunnarsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð ingur. Til launa töldust ekki einungis greiðslur í peningum heldur fæði og húsnæði ef það fylgdi stöðunni. Hæstu greiðslur úr sjóðnum miðuðust við greiðslur eftir 25 ára starf og námu þær 60% af meðal- launum síðustu 10 ár fyrir starfslok.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.