Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 37
Af hverju sérstakur lífeyrissjóður fyrir hjúkrunarkonur? En hvers vegna skyldi hafa verið lagt fram frumvarp um sér- stakan lífeyrissjóð fyrir stétt hjúkrunarkvenna sem, eins og fram hefur komið, unnu allar fyrir opinbera aðila og fyrir utan að þegar var til lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins? nokkrar athugasemdir fylgdu lagafrumvarpi þessu: Ýmsar ástæður eru til þess, að heppilegra er að hafa sérstakan lífeyrissjóð fyrir hjúkrunarkonur heldur en taka þær inn í Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins. • hér er eingöngu um konur að ræða, en í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins verður yfirgnæfandi meiri hluti karlar. • ætla má, að mjög lítil örorkuhætta sé búin flestum með - limum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. hins vegar má búast við talsverðri örorkuhættu hjúkrunarkvenna (berklar o.fl.). • Ógerlegt mun að setja aldurstakmark hjúkrunarkvenna hærra en við 60 ára aldur, en hins vegar er ekki ástæða til að hafa það lægra en 65 ára fyrir meðlimi lífeyris sjóðs starfsmanna ríkisins. • Vænta má, að barnatryggingin valdi minni kostnaði á hvern sjóðfélaga Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna en á hvern félaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. • Ekki er þörf ekkilstryggingar í Lífeyrissjóði hjúkrunar- kvenna, en makatryggingin er mjög þýðingarmikið atriði í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þessar athugasemdir við lagafrumvarpið sjálft eru eins konar rökstuðningur fyrir því af hvaða ástæðum talið var nauðsyn- legt að leggja það fram. Þessar athugasemdir endurspegla 75 ára gamlan veruleika, benda okkur á óttann við örorku af völdum berkla og hve fljótt fólk varð gamalt. En þarna er líka ýmislegt sem er enn þá jafnraunverulegt og fyrir 75 árum en í athugasemdunum segir auk þess sem áður greinir: „hjúkr- unarkonur eru svo sérstæður hópur, að óvíst er, hvort reynsla um dánar- og örorkutíðni í nokkrum öðrum hópi getur orðið grundvöllur nothæfra útreikninga um framtíðarfjárhag líf- eyrissjóðs fyrir hjúkrunarkonur.“ hjúkrunarfræðingar eru enn þá kvennastétt, starfið er enn bæði líkamlega og andlega erfitt og líklegra til að valda örorku en langflest önnur störf opinberra starfsmanna. ættu því starfslok hjúkrunarfræð - inga árið 2017 ekki að vera fyrr en annarra opinberra starfs- manna? „hjúkrunarkonur eru svo sérstæður hópur“ tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 37 hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á gjörgæslu og vöknun á hringbraut. Í boði er einstaklingsbundin og góð aðlögun. Skemmtileg, gefandi og kreandi vinna með skemmtilegum vinnufélögum. Vinna á gjörgæslu og vöknun veitir hjúkrunar - fræðingum góða reynslu og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum og mikla möguleika á þróun í starfi. Á vöknun er unnið á þrískiptum vöktum og frí um helgar og rauða daga. gjörgæslan vinnur einnig á þrískiptum vöktum og unnið er aðra og þriðju hverja helgi til skiptis. Sótt er um starfið á vef Landspítalans undir liðnum „laus störf “. nánari upplýsingar veitir Árni Már haraldsson deildarstjóri (arnimh@landspitali.is), s. 825-9577.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.