Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 39
Mikilvægi fræðslu í upphafi veikinda Fræðin segja okkur að aðstandendur einstaklinga með alvarlegan geðvanda og vímu- efnavanda séu í mikilli hættu á að lenda í geðvanda og álagstengdum heilsufarsvanda- málum og í raun draga úr eigin lífslíkum. Ef hægt er að fullnægja geð heil brigðis - þörfum þeirra snemma í ferlinu aukast batalíkur þess veika og jafnframt lífsgæði aðstandendanna sjálfra. Það er því bæði hagkvæmt fyrir einstaklinginn, að stand endur hans, heilbrigðiskerfið og í raun þjóðfélagið í heild sinni. Fræð in styðja einnig reynslu mína í starfi og niðurstöður verkefnanna þar sem fræðsla er mikilvæg snemma í veik- indum sjúklingins. Sú fræðsla þarf að vera bæði skrifleg og munnleg þar sem erfitt getur verið fyrir aðstandendur að muna hvaða úrræði eru í boði, hvert skal leita og hvað ber að varast. Það væri svo frábært ef allir fagaðilar, sem hugsanlega sinna þjónustu við þessa aðstandendur, séu meðvitaðir um að fræða þá um álagstengd vandamál sem fram geta komið. Bara það að nefna einkenni eins og svefnleysi, kvíða, forðun, þyngdartap, ein- angrun, reiði og samviskubit getur styrkt aðstandandann og auðveldað honum að taka skrefið í að leita sér aðstoðar. Einnig má hafa í huga þátttöku þeirra í bráðakomum og innlögnum og hversu mikilvæg hún getur verið. Aðstandendur geta veitt mikil- vægar upplýsingar um líðan sjúklingsins fyrir veikindin, um veikindaferlið sjálft, versnun á einkennum og ekki síst merki um bata. Auk þess geta þeir oft og tíðum verið stuðn ing ur fyrir bæði sjúklinginn og starfsfólk hvað samskipti varðar. Ég held það sé einnig mikilvægt að hafa í huga að það verður oft ákveðinn hlutverkaruglingur hjá þessum aðstandendum sem eru komnir í hlutverk umönnunaraðila en eru jafn- framt fjárhagslega og félagslega bundnir sjúklingnum. Það er því ljóst að það er margt sem þarf að huga að en margt smátt gerir eitt stórt og bara það að benda á félagasam- tök sem sinna aðstandendum getur komið fólki á sporið í átt að bættum lífsgæðum. Ég vil skora á Hrönn Stefánsdóttur, verkefnastjóra Neyðarmóttöku nauðgana að skrifa næsta þankastrik. aðstandendur fólks með alvarlegan geðvanda tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 39 Aðstandendur geta veitt mik- ilvægar upplýsingar um líðan sjúklingsins fyrir veikindin, um veikindaferlið sjálft, versn - un á einkennum og ekki síst merki um bata. Auk þess geta þeir oft og tíðum verið stuðn - ingur fyrir bæði sjúklinginn og starfsfólk hvað samskipti varðar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.