Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 44
44 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Nýjar fagdeildir innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Fagdeild vísindarannasakenda í hjúkrun hjúkrunarfræðingar nota rannsóknarniðurstöður í auknum mæli í störfum sínum til að stuðla að gæðum í heilbrigðisþjón- ustunni fyrir skjólstæðinga hjúkrunar, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun innan fíh vinnur að framgangi og styrkingu rannsókna í hjúkrunarfræði í sam- vinnu við fagsvið fíh og er stjórn félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga og nefndum til ráðgjafar um málefni sem snúa að vísindarannsóknum. fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun var stofnuð 27. júní 2017. Efling vísindarannsókna og hagnýting þeirra er eitt af meg- inmarkmiðunum í stefnu félags íslenskra hjúkrunar fræðinga (Þekking í þína þágu: Stefna félags íslenskra hjúkrunarfræð - inga í hjúkrunar-og heilbrigðismálum 2011–2020). hjúkrunar - fræðingar nota rannsóknarniðurstöður í auknum mæli í störf - um sínum, þ.e. gagnreynda þekkingu til að stuðla að gæðum í heilbrigðisþjónustunni fyrir skjólstæðinga hjúkrunar, fjöl- skyldur þeirra og samfélagið í heild. hjúkrunarfræðingar hagnýta einnig gagnreynda þekkingu í stefnumótun innan heilbrigðiskerfisins og til að upplýsa stjórnvöld um mikilvægar áherslur til að efla og viðhalda heil- brigði landsmanna og til að stuðla að hæfni og færni heil- brigðisstarfsmanna þannig að hægt sé að bjóða á hverjum tíma upp á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Markmið fagdeildarinnar er m.a. að: • Stuðla að samskiptum og að vera vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á eða stunda vís- indarannsóknir hér á landi eða á alþjóðavettvangi. • Taka virkan þátt í að auka þekkingu á framkvæmd og hagnýtingu vísindarannsókna, m.a. með því að standa árlega fyrir málþingi eða ráðstefnu. • Stuðla að samskiptum og samvinnu við háskóla landsins varðandi eflingu aðferðafræðilegrar þekk- ingar og hag nýtingu hennar. • Stuðla að þverfaglegum tengslum um vísindarann- sóknir á heilbrigðissviði. • Stuðla að sýnileika vísindarannsókna innan hjúkr- unar bæði hér á landi og erlendis. Deild sérfræðinga í hjúkrun Deild sérfræðinga í hjúkrun vinnur að framgangi sérfræði - þekkingar í hjúkrun. Deildin er stjórn fíh og nefndum til ráðgjafar um þau málefni sem krefjast þekkingar og reynslu sérfræðinga í hjúkrun. fagdeild sérfræðinga í hjúkrun, sem komið var á laggirnar sumarið 2017, vinnur að framgangi sérfræðiþekkingar í hjúkr - un. Markmið deildarinnar eru meðal annars að taka þátt í stefnu mótun varðandi setningu og framkvæmd laga og reglna varðandi veitingu og viðhald sérfræðileyfa í hjúkrun, að hafa áhrif á lagasetningu varðandi útvíkkað starfsvið sérfræðinga í Þrjár nýjar fagdeildir voru stofnaðar á þessu ári og eru þær nú 24 talsins á vegum Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga (Fíh). Fagdeildir félagsins vinna að eflingu og framgangi hjúkrunar innan fagsviðs eða landsvæðis á viðkomandi sérsviði í samvinnu við fagsvið Fíh. Þá veita þær fræðslu um viðfangsefni hjúkrunar og efla fag- og félagsheild, auk þess að vera stjórn og nefndum félagsins til ráðgjafar. Nýstofnaðar fagdeildir eru vísindarannsakendur í hjúkrun, sérfræðingar í hjúkrun og bæklunarhjúkr- unarfræðingar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.