Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 49
svefn og vaktavinna tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 49 Líkamsklukkan Líkamsklukka eða dægursveifla líkamans hefur u.þ.b. 24 klukkustunda sveiflu og við það miðast nánast öll lífeðlisfræðileg og sálræn virkni einstaklingsins (Åkerstedt, 2003). Birtubreytingar stjórna líkamsklukkunni og hafa þannig áhrif á ýmis efnaskipti og hormónanaseytun eins og melatóníns og kortisóls. Þessar breytingar á líkamlegri og andlegri starfsemi eiga sér stað á hverjum sólarhring og hafa áhrif á árvekni okkar, viðbragðstíma, einbeitingu og hæfni til að leysa flókin verkefni (niu o.fl., 2011). Þá hefur dægursveifla áhrif á hitastig líkamans sem lækkar að nóttu og veldur því að fólki á næturvöktum verður oft kalt er líður á nóttina. Við eðlilegar kringumstæður orsakar seytun melatóníns syfju í dimmu eða rökkvuðu umhverfi, en seytun hormónsins kortisóls að morgni eykur árvekni. Seytun kortisóls er minnst á fyrsta svefnstigi, eykst síðan á öðru stigi en er mest þegar við vöknum á morgnana. Þegar líður á daginn dregur úr kortisólseytun og er seytunin á nóttunni aðeins um helmingur þess sem hún er á daginn og er þetta nokkuð reglulegt mynstur yfir sólarhringinn. Þó má sjá aukningu ef einstaklingurinn er undir álagi (niu o.fl., 2011). Svefn vaktavinnufólks Svefn vaktavinnufólks og þeirra sem stunda dagvinnu er ólíkur að mörgu leyti. rannsóknir benda til að fólk, sem starfar við vaktavinnu, sofi bæði verr og í skemmri tíma (nanna i. Viðarsdóttir, 2014), allt að 2–3 klukkustundum skemur en fólk sem starfar við dagvinnu (heilsuupplýsingasíða Viktoríufylkis, 2014). Þá var vaktavinnu - fólk marktækt líklegra en aðrir til að greinast með síþreytu (nanna i. Viðarsdóttir, 2014). Birtubreytingar stjórna líkams - klukkunni og hafa þannig áhrif á ýmis efnaskipti og horm óna - naseytun eins og mela tón íns og kortisóls. Þess ar breyt ingar á líkamlegri og andlegri starf- semi eiga sér stað á hverj um sólarhring og hafa áhrif á ár- vekni okkar, viðbragðstíma, ein - beitingu og hæfni til að leysa flókin verkefni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.