Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 51
en aðrir. Það finnur frekar til depurðar og hefur meiri áhyggjur en dagvinnufólk (harring ton, 2001; nanna i. Viðarsdóttir, 2014). Í rannsókn Marquié og félaga (2014) komu fram marktæk tengsl á milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar, en niðurstöðurnar benda til þess að vaktavinna í tíu ár samsvari aukinni aldurstengdri andlegri hrörnun sem nemur sex og hálfu ári. Það getur svo tekið fólkið fimm ár að vinna sig úr þessari skerðingu eftir að það hættir í vaktavinnu. Sá aðili innan fjölskyldu, sem stundar vaktavinnu, missir oft af atburðum með sínum nánustu. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á samskipti við maka og börn (kryger, 2007). Vaktavinna hefur einnig áhrif á skapbreytingar og eru skilnaðir algengari á meðal vaktavinnufólks en þeirra sem ekki stunda vaktavinnu (heilsuupplýsingasíða Viktoríufylkis, 2014). Slysahætta auk þessara alvarlegu afleiðinga á heilsu vaktavinnufólks eru slys tíðari meðal þeirra sem fá ekki fullnægjandi svefn og árangur í starfi er verri en meðal þeirra sem sofa vel (niu o.fl., 2011; Peate, 2007). hætt er við að þreyta og syfja geti safnast upp og skapað þannig hættu við störf. Þekkt einkenni langvar andi svefnleysis og þreytu eru minni athygli og einbeiting en einnig skert minni og allt þetta getur svo haft í för með sér alvarlegar afleiðingar þegar unnið er með líf og heilsu annarra (fallis o.fl., 2011; Marquié o.fl., 2014; niu o.fl., 2011). Þá virð - ist slysahætta aukast með auknum fjölda vakta og aukinni lengd vakta, t.d. virðist hættan aukast um 90% eftir 10 klukkustunda vakt og eftir 12 klukkustunda vakt hefur hættan aukist um 110% (folkard og Lombardi, 2006). niður - stöður rannsóknar á viðbragðstíma vaktavinnufólks í tengslum við vökutíma gáfu til kynna að ef viðkomandi hafði verið vakandi í 19 klukku stundir þá reyndist viðbragðstími hans vera sambærilegur og hjá einstaklingi með 0,05% af alkó hóli í blóði. Eftir 24 klukkustunda vöku var viðbragðstíminn sam bæri legur og hjá einstaklingi með 0,10% af alkóhóli í blóði og það sem vakti sérstaka athygli í rannsókninni var að einstaklingurinn virtist ekki átta sig sjálfur á skertum viðbragðstíma (Dawson og reid, 1997). Svefnröskun vaktavinnufólks Í alþjóðlegri flokkun svefntruflana (e. International Classi - fication of Sleep Disorders) er skilgreind ákveðin tegund svefn - röskunar sem orsakast af vaktavinnu (e. Shift Work Sleep Disorder — SWSD) (american academy of Sleep Medicine, 2001). Skilyrði til greiningar SWSD er að líðan einstaklingsins einkennist af mikilli þreytu eða erfiðleikum með svefn sem tengist vinnu á óhefðbundnum tíma sólarhringsins (american academy of Sleep Medicine, 2001). Orkuleysi, minni einbeit - ing, pirringur og höfuðverkur eru atriði er geta leitt til grein - ingar SWSD (Zhao og Turner, 2008). Varast ber að álykta að ekki sé hægt að tengja þessi einkenni við aðra heilsufarskvilla eða undirliggjandi sjúkdóma sem hafa sína eigin svefnrösk - unargreiningu, eins og kæfisvefn eða drómasýki (Sack o.fl., 2007). Úrræði Vaktafyrirkomulag Langflestar heilbrigðisstofnanir á Íslandi hafa þrískipt vakta - kerfi sem skiptist í morgunvakt frá 8–16, kvöldvakt frá 15.30– 23.30 og næturvakt frá 23–8.30. Margar deildir keyra svo á tvískiptu kerfi um helgar, dag- og næturvaktir, þar sem hvor vakt um sig er 12–13 klukkustundir. Samkvæmt kjarasamn ing - um hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra eiga starfsmenn rétt á a.m.k. 11 klukkustunda samfelldri hvíld á milli vakta, en þó má gera undanþágu niður í allt að 8 klukkustundir þegar starfs - maður skiptir af morgunvakt yfir á næturvakt eða af kvöldvakt yfir á morgunvakt, samkvæmt skipulagi vaktaskýrslu, eða þegar ófyrirsjáanleg atvik koma upp. gerð er sú krafa til vaktakerfis að á einum vaktahring séu fáar skipt - ingar milli mismunandi tegunda vakta og að vinnan sé skipulögð þannig að ekki reyni á þetta 8 klukkustunda frávik oftar en einu sinni í viku (kjara samningur félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráð herra f.h. ríkissjóðs, 2001–2004; kjarasamningur Sam - bands íslenskra sveitafélaga og Ljós - mæðrafélags Íslands, 2011–2014). Ef unnið er á breytilegum vökt - um er almennt talið betra að skiptingar á milli vakta fari fram með klukkunni. Þannig verður svefn með besta móti og líkur á langvarandi svefnskorti minnka (niu o.fl., 2011). Tíð skipti á milli vakta eru algeng hjá vakta vinnu fólki, sérstaklega þeim sem vinna 80–100% vinnu á þrí skipt um vöktum. Þessar tíðu skiptingar hafa marktæk áhrif á dægursveifluna samkvæmt rannsókn Eldevik og félaga (2013) sem gerð var á 2000 norsk - um hjúkrunarfræðingum. jákvæð tengsl voru á milli tíðra skiptinga og ófullnægjandi svefns hjúkr unar fræðinganna og þá jókst einnig hættan á mistökum og slysum (Eldevik o.fl., 2013). Á Íslandi og öðrum norðurlöndum geta flestir hjúkrunar - fræðingar og ljósmæður sett fram vaktaóskir í vinnuskýrslu og slíkt hefur gefið góða raun. rannsókn Bambra og félaga (2008) sýnir að slíkt fyrirkomulag dregur úr fjarvistum sökum veik - inda og þá hafði það einnig góð áhrif á félagslíf, tómstundir og fjölskyldulíf starfsmanna. Undirbúningur fyrir vaktir góður undirbúningur fyrir næturvaktir eykur virkni starfs - manns, kemur í veg fyrir þreytu og alvarlegar afleiðingar svefn - leysis. undirbúningurinn þarf að hefjast heima við. Svefn- svefn og vaktavinna tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 51 Niðurstöður rannsóknar á viðbragðstíma vaktavinnufólks í tengslum við vökutíma gáfu til kynna að ef viðkomandi hafði verið vakandi í 19 klukkustundir þá reyndist viðbragðstími hans vera sambærilegur og hjá einstaklingi með 0,05% af alkóhóli í blóði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.