Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 57
vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 57 Á Sóltúni búa 92 íbúar í 11 átta manna og einu fjögurra manna sambýli. Setustofan myndar nokkurs konar hjarta hvers sam - býlis og skapar heimilisbrag. hver íbúi hefur til umráða 30 fer- metra herbergi með eigin baðherbergi. Samfylgd hefst Saga úr Sóltúni: Þeir þekktust fyrir, djákninn og aðstandandinn. Aðstandand- inn hafði átt foreldri á Sóltúni nokkrum árum áður, foreldri sem var nú fallið frá en hafði verið honum mjög nákomið og söknuðurinn var mikill. Djákninn hafði átt samfylgd með þessum aðstandanda og maka hans um tíma. Nú varð ekki horft fram hjá nýrri stöðu: makinn var orðinn veikur og fram undan voru vegamót í lífi þeirra. „Ég get kannski, mig langar að maki minn geti verið heima. Þú mátt til að hjálpa mér, ég á svo erfitt með að taka þetta skref.“ Sterkur, sannur og einlægur vilji skein úr augunum og andlitinu öllu en þau báru um leið með sér merki sársauka og þreytu. Staðan var breytt, aðstandandinn gat ekki gert meira. Þessi saga er aðeins ein af mörgum birtingarmyndum breytinga og um leið þess starfs sem hefst um leið og íbúi og aðstand- endur hans koma á heimilið. Samfylgdin hefst oftast áður en einstaklingurinn flytur inn á Sóltún. aðstandendum eru sýndar vistarverurnar, lengd og breidd herbergisins er mæld og al- menn kynning á starfinu á heimilinu fer fram auk þess sem sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun er kynnt. fólk sest niður yfir kaffi- bolla og fulltrúi starfsmanna á sambýlinu fær stutta kynningu á íbúanum, heilsufari hans og lífsmynstri. Þegar íbúinn flytur inn leggja allir sig fram um að láta honum líða sem best og myndir og persónulegir munir prýða gjarnan herbergin. Þannig er lagður grunnur að áframhaldandi samskiptum og þessar fyrstu stundir skipta gríðarlega miklu máli fyrir líðan íbúans strax frá byrjun. hjúkrunarheimilið Sóltún byggist á vel ígrundaðri hugmynda - fræði, markmiðum og gildum sem metnaðarfullt starfsfólk hefur að leiðarljósi enda segja margir sem koma þangað: „Það er eitthvað svo gott að koma hér inn.“ Sá tími, sem fer í hönd hjá íbúanum og allri fjölskyldunni eftir að viðkomandi flytur inn, er á margan hátt sérstakur. Misjafnt er hvernig fólk bregst við flutningi á hjúkrunarheimili og ættingjar geta tekið mis- - mikinn þátt í honum. Sérhver móttaka einstaklings og ástvina hans er því einstök. Við flutning á hjúkrunarheimili verða breytingar á einkalífi íbúans og það tekur tíma að venjast þeim. Íbúinn býr yfir fyrri reynslu og þekkingu, á sér lífssögu og heilsufarssögu, bæði and- lega og líkamlega, og síðast en ekki síst fjölskyldu og ástvini nær eða fjær. Það getur skapað óöryggi og kallað fram streitu- einkenni að þurfa að yfirgefa heimili sitt, munina sína, öll þessi „smáu“ atriði sem eru þrátt fyrir allt svo mikilvæg og hluti af manni sjálfum. nýjum íbúa finnst oft að hann sé að missa stjórn á aðstæðum sínum og að vegið sé að öryggi hans, reisn og sjálfsvirðingu. Þess vegna leggur starfsfólk Sóltúns sig fram um að stuðla að því að viðkomandi líði sem best og hann sé sáttur þrátt fyrir að heilsufarið sé oft og tíðum orðið bágborið. haft er að leiðarljósi að sýna íbúanum virðingu og kærleika. Einnig er afar mikilvægt að gera sér far um að hlusta eftir og sýna áhuga hinum trúarlega þætti í lífi einstaklingsins (lífsskoðun), óháð trúarbrögðum eða trúleysi. Mikilvægt er að viðkomandi fái tíma á eigin forsendum til að segja sína sögu. Megináherslan er lögð á vellíðan íbúans, öryggistilfinningu, virðingu fyrir einkalífi og sátt. Það reynist einnig mörgum aðstandendum erfitt að þurfa að „fela“ ástvin sinn ókunnugum inni á hjúkrunarheimili. góð líðan ástvinarins skiptir aðstandendur mestu máli við þessi þáttaskil (júlíana Sigurveig guðjónsdóttir, 2005). Þess vegna skiptir viðmót starfsmanna gagnvart fjölskyldunni miklu máli Það reynist einnig mörgum aðstandendum er- fitt að þurfa að „fela“ ástvin sinn ókunnugum inni á hjúkrunarheimili. Góð líðan ástvin ar ins skiptir aðstandendur mestu máli við þessi þátta- skil. Þess vegna skiptir viðmót starfsmanna gagnvart fjölskyldunni miklu máli í aðlögunar- ferlinu: „Lengi býr að fyrstu gerð.“ Sá tími, sem fer í hönd hjá íbúanum og allri fjöl- skyldunni eftir að viðkomandi flytur inn, er á margan hátt sérstakur. Misjafnt er hvernig fólk bregst við flutningi á hjúkrunarheimili og ætt- ingjar geta tekið mismikinn þátt í honum. Sér- hver móttaka einstaklings og ástvina hans er því einstök
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.