Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 61
sjálfa í huga, miðar allt starf djákna á Sóltúni að því að styrkja eigin bjargráð fjölskyld- unnar. Vitnisburður prests: Hann segist merkja það greinilega hverjir hafa gengið í gegnum þetta ferli sem við á Sóltúni höfum byggt upp. „Þegar ég hitti aðstandendur þeirra sem hafa kvatt frá Sóltúni og tekið þátt í samfélaginu og þeirri vinnu sem þar er unnin, þá skynja ég betur hvert fólk er komið í sorgarferlinu. Örvæntingin hefur vikið til hliðar eða er að baki og fólk alla jafna komið í gott jafnvægi og sátt. Það hefur gert upp við sig að það ferli, sem komið er í gang, er raunverulegt og það er staðreynd og það auðveldar fólki sorgarferlið. Þessi reynsla undirstrikar fyrir mér mikilvægi sálgæslunnar/djáknaþjónustunnar í lífslokaferlinu og við lífslok.“ Vitnisburður fjölskyldu: „Veistu það að það hefur verið svo gott, jafnvel þó að liðnir hafi verið margir mánuðir þá leitum við til baka til stundarinnar og þess rýmis sem þú gafst okkur í lífslokaferlinu og ekki síst athöfnin við dánarbeðinn og mínúturnar og klukkustundirnar eftir andlátið. Orðin þín og leiðsögnin, við leitum til baka til þeirrar stundar og skynjum samhengið við líðan okkar. Og höldum áfram reynslunni ríkari.“ allt starf heimilisins stuðlar að því að fók geti gengið sátt frá heimilinu og hluti af starfi djáknans er að vera vakandi yfir því og reyna að leiða mál í þann farveg. Djákni er ekki bara fulltrúi sálgæslunnar heldur er hann milligöngumaður og ber kveðjur og þakklæti milli aðstandenda og heimilis. Mannréttindi Sören kierkegaard talar um að við eigum að mæta einstaklingnum á hans forsendum og það á líka við um þá sem eru með aðra trú eða lífsskoðun en við eða koma af öðrum menningarsvæðum. Í sálgæslu nálgast fólk manneskjuna með virðingu fyrir þeim lífsskoðunum og lífsgildum sem hún hefur tileinkað sér. Okkar samfélag á Íslandi hefur sett sér ákveðin gildi og reglur og eins tekið upp og gert að sínum alþjóðlegar reglur, til dæmis frá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þar á meðal eru reglur sem eiga að tryggja rétt einstaklingsins og vera starfsumgjörð starfsfólks. Í mannréttindakafla íslensku stjórnarskrárinnar stendur í 1. gr. að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda. Þetta fer saman við 1. grein laga um réttindi sjúklinga frá árinu 1997 en þar segir: „Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ Þetta samræmist einnig mannréttinda - yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þar sem trúfrelsi er eitt af grundvallaratriðunum. Í 23. grein laga um réttindi sjúklinga segir: „Sjúklingur og nánustu vandamenn hans eiga rétt á að njóta andlegs, félagslegs og trúarlegs stuðning.“ Í þessu ákvæði eru aðstandendur því komnir inn í myndina — fjölskyldan. Líðan einstaklingsins hefur áhrif á alla fjölskylduna og því er mikilvægt að vinna með fjölskyldunni sem heild og einstaklingunum innan hennar. Slíkt starf er snar þáttur í djáknaþjónustunni á Sóltúni. Í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, sem taka til skipulags þjónustunnar, segir vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 61 Árið 2015 fóru fram:  31 húskveðja 1 styttri húskveðja  23 kveðjustundir við dánarbeð  Árið 2016 fóru fram:  31 húskveðja  1 styttri húskveðja  22 kveðjustundir við dánarbeð

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.