Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 64
hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og öðrum áföllum í æsku og aldrei fengið viðeigandi aðstoð. hún skynjaði að þar sem fötlun hennar væri ósýnileg gerði sumt heilbrigðisstarfsfólk ráð fyrir að hún væri að gera sér upp veikindi og ýkja: „Þú getur ekki búist við því að fólkið með valdið sé fólkið sem skilur þig.“ rúmur helmingur kvennanna talaði um reynslu sína af kven- sjúkdómalækningum en sú reynsla var misjöfn. kona með þroskahömlun hafði fengið litla kynfræðslu og skammaðist sín fyrir eigið þekkingarleysi, t.d. á kynfærum sínum. henni fannst því erfitt að fara til kvensjúkdómalæknis. aðgengi var yfirleitt ábótavant. hreyfihömluð kona lýsti því að erfitt hefði verið að komast upp á skoðunarbekkinn og blind kona lenti í vand - ræðum vegna þess að allar leiðbeiningar voru sjónrænar, t.d. lýsingar læknis á því hvernig setja ætti upp hettuna. Þessi staða gerði heilbrigðisstarfsfólk í sumum tilvikum óöruggt: „Mér fannst mjög skrítið að [læknirinn gæti] verið inn í leggöngum kvenna allan daginn en svo þegar kom að getnaðarvörnum hjá mér, þá var þetta allt voðalega vandræðalegt“ (freyja haralds- dóttir, 2017). Sálrænar afleiðingar fyrir fatlaðar konur fram kom að misréttið, sem konurnar urðu fyrir innan heil- brigðiskerfisins og utan, hafði áhrif á andlega líðan þeirra. Margar voru örmagna við að berjast fyrir grundvallarrétt- indum, finna leiðir í gegnum flókið heilbrigðis- og almanna- tryggingakerfi, útskýra aðstæður sínar fyrir öðrum, vinna gegn fordómum og sanna sig og þörf sína fyrir þjónustu. geðfötluð kona lýsti því hve erfitt það væri að eiga samskipti við heil- brigðisstarfsfólk sem legði sig ekki fram um að hlusta og sýna hlýju: „Verstu afleiðingarnar af þessu eru bara þær að maður leitar sér ekki hjálpar og gerir það hægar. […] Þannig að þú veist, maður er í rosalegri hættu á meðan að fara út í skaðlega hegðun og neyslu á einhverju.“ kvíði, sorg og áföll gátu fylgt því að fá ekki viðeigandi heil- brigðisþjónustu. Tvær konur höfðu reynt að fyrirfara sér og tvær konur höfðu verið með fíknivanda sem þær tengdu beint við reynslu sína af þeirri jaðarsetningu sem þær höfðu orðið fyrir í samfélaginu. hreyfihömluð kona sagði að skortur á sálfræðiaðstoð hefði haft tilfinnanleg áhrif á hana og fjölskyldu hennar er hún var í endurhæfingu eftir slys. hún þurfti sjálf að styðja maka sinn og börn ásamt því að aðlagast breyttum lífsaðstæðum. fötluðu konunum fannst oft eins og þær væru byrði á kerf- inu þegar þær sóttust eftir aðstoð: „Þarna var ég bara einhver kona, að svíkja lyf út úr kerfinu. Manni líður eins og blóðsugu,“ lýsti ein þeirra. Áhersla læknavísinda á að fötlun sé galli sem þurfi að lækna gerir það að verkum að fatlaðar konur hafa stundum brotakennda sjálfsmynd og kenna sér um misréttið sem þær verða fyrir. hjá konunum í rannsókninni fylgdi þessu oft mikil skömm auk valdaleysis í samskiptum við heilbrigðis- kerfið og forræðishyggju fagfólks: „Mér fannst kerfið vera alveg að éta mig, sko, […] maður missir svona svolítið völdin yfir sjálfum sér.“ Þær fundu jafnframt að kynverund þeirra væri virt að vett - ugi. Sú staðreynd að þær væru konur ýtti undir það að ekki væri á þær hlustað og að þær væru, eins og ein kona orðaði það, „bara einhver grátandi stelpa“. Þar að auki gerði skortur á aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu, t.d. varðandi getnaðar- varnir og krabbameinskoðanir, og vandræðagangur heil- brigðisstarfsfólks það að verkum að þeim fannst þær kynlausar og afskrifaðar sem bæði kynverur og mæður (freyja haralds- dóttir, 2017). Umbætur í heilbrigðiskerfinu og mannréttindi fatlaðra kvenna Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur bæði undirritað og fullgilt, skal tryggja fötluðu fólki aðgang að heilbrigðisþjónustu „sem tekur mið af kyni“. Þar segir jafnframt að fagfólk í heilbrigðisþjónustu skuli annast fatlað fólk til jafns við aðra og að það fái fræðslu um mannréttindi, mannlega reisn, sjálfræði og þarfir fatlaðs fólks (Sameinuðu þjóðirnar, 2006). fötluðu konurnar í umræddri meistararannsókn lögðu áherslu á að fötlun væri margs konar, bæði sýnileg og ósýnileg, og því mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sýndi því virðingu og skiln- ing. Þær töldu mikilvægt að á þær væri hlustað og að heil- brigðisstarfsfólk tæki sér ekki óþarfa skilgreiningarvald á þeirra lífi og líkama heldur væri leiðbeinandi, styðjandi, hefði jákvæð viðhorf til framtíðar þeirra og gerði ráð fyrir að þær tækju þátt í samfélaginu á öllum sviðum. aðgengi að heilbrigðiskerfinu þarf að breytast en til þess þarf að draga úr efnislegum hindr- unum, t.d. með því að gera ráð fyrir ólíkum líkömum, en einnig þarf að bæta úr þekkingarleysi á jaðarsetningu og stöðu fatlaðra freyja haraldsdóttir 64 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Rúmur helmingur kvennanna talaði um reynslu sína af kvensjúkdómalækningum en sú reynsla var misjöfn. Kona með þroskahömlun hafði fengið litla kynfræðslu og skammaðist sín fyrir eigið þekkingarleysi, t.d. á kynfærum sínum. Henni fannst því erfitt að fara til kvensjúkdóma- læknis. Aðgengi að heilbrigðiskerfinu þarf að breytast en til þess þarf að draga úr efnislegum hindr- unum, t.d. með því að gera ráð fyrir ólíkum líkömum, en einnig þarf að bæta úr þekk ingar- leysi á jaðarsetningu og stöðu fatlaðra kvenna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.