Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 71
vandamál (Mohile o.fl., 2009), beinþynningu og beinbrot, aukna hættu á hjartasjúkdómum og blóðtappamyndun (Hersh man o.fl., 2016). Einnig geta komið fram blóðleysi, þreyta (Mohile o.fl., 2009), þyngdaraukning og aðrar efnaskiptatruflanir (Hersh- man o.fl., 2016; Mohile o.fl., 2009; Saylor og Smith, 2009). Þá hrakar vitrænu atgervi oft og þunglyndi er algengt (Mohile o.fl., 2009). Á undanförnum árum hefur sjónum heilbrigðisþjónust- unnar í auknum mæli verið beint að heilsutengdum lífsgæðum, ekki síst hvað varðar langvinna sjúkdóma svo sem krabbamein. Heilsutengd lífsgæði byggjast á mati fólks á áhrifum heilsu og sjúkdóma á líðan sína og færni og er tilgangurinn með matinu að greina þá sem búa við skert lífsgæði vegna veikinda og fylgj- ast með breytingum á lífsgæðum sem verða með eða án með- ferðar (Tómas Helgason o.fl., 2000). Rannsóknir, sem beinast að heilsutengdum lífsgæðum, hafa einnig í auknum mæli verið notaðar til að leggja mat á gæði heilbrigðisþjónustunnar. Mikil- vægt er að afla þekkingar innan hjúkrunar um hvernig unnt er að stuðla að og viðhalda lífsgæðum þar sem oft má lina ein- kenni sjúkdóma, bæta líðan og auka lífsfyllingu þó sjúkdóm- arnir séu ólæknandi (Kolbrún Albertsdóttir o.fl., 2009). Rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein sýna neikvæð áhrif á sjúkling og fjölskyldu (Gomella o.fl., 2009). Lífsgæðin minnka með tím- anum og telja makar lífsgæði sín minni en sjúklingar (Rees o.fl., 2005). Gagnkvæmt samband er á milli manns og maka hvað þetta snertir þannig að með auknum vandamálum mannsins dregur úr lífsgæðum makans (Walker o.fl., 2013) og krefst með- ferðin mikillar aðlögunar af hálfu beggja aðila (Harden o.fl., 2006). Þeir sem hafa langt genginn sjúkdóm eru í mestri hættu á vanlíðan og í þeim tilvikum láta makarnir einnig almennt í ljós meiri vanlíðan en sjúklingar (Northouse o.fl., 2007). Van- líðan maka getur varað í mörg ár eftir andlát sjúklingsins (Couper o.fl., 2006) en makinn er oftast sá sem veitir sjúk- lingnum mestan tilfinningalegan og sálfélagslegan stuðning (O’Shaughnessy o.fl., 2015) og jafnframt aðstoð við að glíma við afleiðingar sjúkdóms og meðferðar (Ervik o.fl., 2013). Ýmsar skilgreiningar, út frá ólíkum sjónarhornum, hafa verið settar fram á hugtakinu þarfir sem og hugtakinu þarfir fyrir líknandi þjónustu (Higginson o.fl., 2007). Hér verður fylgt notkun Osse o.fl. (2000) á hugtakinu þörf fyrir umönnun, þar sem það er skilgreint sem ósk um að fá stuðning við ákveðið vandamál sem einstaklingur tekst á við. Þá eru þarfir aðstand- enda á sama hátt skilgreindar sem skynjuð þörf eða ósk þeirra um stuðning og umönnun af hendi heilbrigðisstarfsmanna. Benda höfundar á að munur sé á þörfum sjúklinga og aðstand- enda og einnig að ekki sé víst að þeir óski stuðnings við öll þau vandamál sem þeir eiga við að etja (Osse o.fl., 2000). Í skilgrein- ingu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organization, 2015) á líknandi þjónustu kemur fram að komið skuli til móts við þarfir aðstandenda jafnt sem sjúklinga sjálfra. Slík áhersla á þátt vandamanna á sér einnig stoð í íslenskri heil- brigðislöggjöf þar sem fram kemur að til grundvallarréttinda þeirra telst að fá andlegan, félagslegan og trúarlegan stuðning meðan á meðferð ættingja þeirra stendur (Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997). Fjölskylduhjúkrun hefur nú verið inn- leidd á Landspítala en þar er sú hugmynd í öndvegi að veikindi hafi áhrif á alla fjölskylduna og að meti eigi þarfir hennar allrar og styðja aðstandendur með viðeigandi aðferðum (Wright og Leahey, 2013). Nútímaumhverfi og aðstæður geta hins vegar orðið til þess að fjölskyldunni er ekki sinnt sem skyldi (Blöndal o.fl., 2014). Þar sem meðferð ofangreinds sjúklingahóps er auk þess oft veitt utan spítala er óvíst hvort hugmyndafræði fjöl- skylduhjúkrunar og þá stuðningur heilbrigðisstarfsmanna nái til hans. Fáar rannsóknir lúta eingöngu að líðan og þörfum maka karlmanna með langt gengið blöðruhálskirtilskrabbamein (Sinfield o.fl., 2009) og þær greina ekki á milli uppfylltra og óuppfylltra þarfa (Adams o.fl., 2009). Þó hefur í erlendum rann - sóknum komið fram að þarfir sjúklinga með blöðruhálskirtils- krabbamein og maka þeirra fyrir stuðning og upplýsingar séu margvíslegar (Adams o.fl., 2009). Þar sem athygli heilbrigðis- starfsmanna beinist einkum að hinum sjúka (Osse o.fl., 2006) vita makarnir oft lítið um sjúkdóminn og aðgengi þeirra að upplýsingum er takmarkað (Sinfield o.fl., 2008; Sinfield o.fl., 2009) og þekking á aukaverkunum meðferðar er lítil (Walker o.fl., 2013). Þá er iðulega misbrestur á að þörfum þeirra fyrir stuðning sé sinnt (Sinfield o.fl., 2008), makana virðist skorta upplýsingar og aðstoð, og þeir búa við einangrun og óvissu um framtíðina (Carter o.fl., 2010). Aðstandendur karla með blöðruhálskirtilskrabbamein eru oft undir miklu álagi, ekki síst þeir sem eru við aldur og heilsu- veilir (Gomella o.fl., 2009; Harden o.fl., 2006), og því er mikil- vægt er að finna leiðir til að auðvelda sjúklingi og aðstand - endum að takast á við kvíða og öryggisleysi (Sinfield o.fl., 2009). Frekari afleiðingar þess að þörfum þeirra er ekki sinnt sem skyldi geta til dæmis verið aukið álag við umönnun og heilsu- leysi (Sharpe o.fl., 2005). Þarfir maka karla með blöðruhálskrabbamein hafa ekki verið kannaðar sérstaklega hér á landi og engar rannsóknir, svo vitað sé, verið gerðar sem snúa að þeim sérstaklega. Litlar upplýsingar liggja því fyrir um þarfir þeirra fyrir faglegar upp - lýsingar og stuðning. Þegar litið er til margvíslegra áhrifa sem meðferðinni geta fylgt er áætlað að þær séu umtalsverðar og vari um lengri tíma. Þar sem hormónahvarfsmeðferð fer að miklu leyti fram utan spítala hefur þessi hópur hins vegar ekki sama aðgang að stuðningi og þeir sem fá þjónustu innan spítal- ans. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að skoða vanda- mál maka karlmanna á hormónahvarfsmeðferð vegna blöðru- hálskirtilskrabbameins og þarfir þeirra fyrir upplýsingar og stuðn ing. Aðferð Rannsóknarsnið Blönduð aðferð, spurningalisti og djúpviðtöl, var notuð til að kanna upplýsinga- og stuðningsþarfir maka sjúklinga sem verið höfðu á hormónahvarfsmeðferð vegna útbreidds blöðruháls- kirtilskrabbameins í 6 mánuði eða lengur og voru taldir færir um að svara. Með þessari aðferð eru sameinaðir þættir eigind- legra og megindlegra rannsókna í þeim tilgangi að öðlast dýpt og breidd í skilningi og staðfestingu á viðfangsefninu (Johnson, ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.