Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Side 73
veittu aðgang að skrám varðandi þýði rannsóknarinnar og fengið var samþykki þvagfæraskurðlækna og krabbameinslækna. Niðurstöður Spurningalista svöruðu 29 makar, allt konur, (43% svarhlutfall) og 11 viðtöl voru tekin við sex konur á aldrinum 50–67 ára. Konurnar mátu eigin heilsu að jafnaði 4,8 (sf=1,5) og lífs- gæði sín 5,4 (sf=1,1) á kvarðanum 0–7. Meirihluti (66%) fékk enga þjónustu heim. Upplýsingar um þátttakendur er að finna í töflu 1. Í töflu 2 koma fram þau atriði sem 9 þátttakendur (31%) eða fleiri töldu sig helst skorta upplýsingar um. Þau algengustu voru líkamleg vandamál sem búast má við hjá sjúklingi, andlegar og líkamlegar breytingar og persónuleikabreytingar. Þau atriði, sem þátttakendur óskuðu helst aðstoðar fagfólks við, voru að vita hvaða líkamlegum einkennum skyldi tekið eftir hjá sjúk- lingi, skortur á skriflegum upplýsingum, eigin depurð, að upp- lifa ekki ánægju lengur og erfiðleikar við að sýna tilfinningar. Þau atriði, sem komu fram í spurningalista en birtust ekki í viðtölum, snertu helst líkamleg og andleg einkenni kvennanna svo og fjárhagsútgjöld (tafla 3). Í töflu 4 eru sýnd þau atriði í spurningalistanum sem 9 þátttak- endur (31%) eða fleiri töldu vandamál og hlutfall þeirra sem töldu sig þurfa aðstoð vegna þess. Taflan er jafnframt yfirlit um samþættar niðurstöður spurningalista og viðtala. Atriðin, sem flestir töldu vandamál, voru að persónuleiki maka hefði breyst, ótti vegna óvissu um framtíðina, að sætta sig við veikindi sjúk- lingsins og ótti um eigin heilsu. Við greiningu viðtala kom fram meginþemað „sami maður- inn en samt“ og fjögur undirþemu: „hann hættir að vera karl - maður,“ „meðferð sem veitir okkur tíma saman,“ „vera með í þessu ferli“ og „að deila byrðinni“. Þeim er nánar lýst hér að neðan og dæmi um tilvitnanir eru einnig í töflu 4. Sami maðurinn en samt Nafn meginsþemans „sami maðurinn en samt“ gefur til kynna margvíslegar breytingar sem komu fram hjá sjúklingum fljót- lega eftir upphaf meðferðarinnar, eins og þessi kona orðaði það: „Það náttúrlega bara breytist allt. Því þetta er jú sami maðurinn en samt sko, það breytist allt sko líkamlega og per- sónulega finnst mér.“ Nær allar konurnar nefndu niðursveiflur, þunglyndi, depurð, neikvæðni, svartsýni, áhugaleysi og sumar önugheit eða reiði og hlédrægni: „… kannski svona enginn áhugi. Og þetta lýsir sér kannski líka hann hefur engan áhuga á að koma með mér þegar við erum boðin í boð eða annað og þannig.“ Ein konan lýsti því einnig hvernig maðurinn hennar varð óákveðinn, grátgjarn og kjarklaus: „Þetta fór alveg skelfi- lega með hann … ég bara horfði á manninn minn minnka.“ Einnig urðu konurnar varar við líkamleg einkenni: svitakóf, þreytu, verki, svefn erfið leika og þyngdaraukningu. Einkennin voru yfirleitt mest áberandi í upphafi meðferðarinnar og síðan aftur þegar sjúk dómur inn ágerðist. Auk þess höfðu sjúkdóm- urinn og afleið ingar meðferðar neikvæð áhrif á félagslíf, fjár- hag framtíðaráform. ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 73 Tafla 1. Upplýsingar um þátttakendur Breyta Flokkar n (%) Aldur 50–60 ára 5 (17) 61–70 6 (21) 71–80 13 (45) 81–90 4 (14) Vantar 1 (3) Búseta Höfuðborgarsvæði 15 (52) Utan höfuðborgarsvæðis 13 (45) Vantar 1 (3) Starf utan heimilis Já 11 (38) Nei 17 (59) Vantar 1 (3) Tími frá greiningu* 6 mánuðir–1 ár 3 (10) 1–3 ár 10 (34) 3–6 ár 10 (34) 6 ár eða meira 4 (14) Vantar 2 (6) Núverandi þjónusta Engin 19 (66) Heimilishjálp 3 (10) Heimahjúkrun 1 (3) Heimilishjálp og heimahjúkrun 1 (3) Vantar 5 (17) Dagleg umönnun 0 klst. 9 (31) 1–2 klst. 9 (31) 3–5 klst. 2 (6) 6 eða fleiri klst. 1 (3) Vantar 8 (28) *upplýsingar um tíma frá greiningu fengnar frá maka Tafla 2. Atriði sem 30% þátttakenda eða fleiri óskuðu upplýsinga um Upplýsingaþáttur n (%) Meðferðarmöguleikar og aukaverkanir 10 (34) Hvers er að vænta í framtíðinni 9 (31) Líkamleg vandamál sem búast má við 13 (45) Andlegar breytingar 16 (55) Persónuleikabreytingar 13 (45) Líkamlegar breytingar 13 (45) Þreyta sjúklings 12 (41) Réttindi 12 (41) Tafla 3. Atriði sem 30% eða fleiri töldu vera vandamál skv. niður - stöð um spurningalista en komu ekki fram í viðtölum Atriði Töldu vanda- Fjöldi sem óskaði mál n (%) aðstoðar n (%) Þreyta konu 12 (42) 4 (14) Upplifi ekki ánægju lengur (kona) 12 (42) 5 (17) Depurð konu 11 (38) 5 (17) Vöðvaverkir eða liðverkir konu 10 (34) 3 (10) Erfiðleikar konu með svefn 10 (34) 3 (10) Aukin útgjöld vegna veikindanna 9 (31) 2 (7)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.