Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 76
viðtölunum hafi komið fram að athygli kvennanna beindist skiljanlega að mönnum þeirra og veikindum þeirra benda svör við spurningalista til óvissu um framtíðina og að veikindin og meðferðin hafi margvísleg neikvæð áhrif á konurnar sjálfar, svo sem ótta um eigin heilsu, líkamlegt álag, depurð, að finna ekki til ánægju lengur og erfiðleika við að sýna tilfinningar. Í sænskri rannsókn kom fram að ekkjum var hættara við þunglyndi og kvíða ef sálrænum einkennum maka þeirra var ekki sinnt sem skyldi síðustu þrjá mánuðina fyrir andlát (Valdimarsdottir o.fl., 2002). Því er mikilvægt að huga að líðan og þörfum maka sjúk- linga ekki síður en sjúklingunum sjálfum. Munur á svörum og áherslum, sem koma fram í spurningalista og viðtalshluta rann- sóknarinnar, geta einmitt bent til þess að spyrja þurfi konurnar sérstaklega um slík atriði svo og líkamlega líðan til að fá þessi vandamál fram. Þó má gera ráð fyrir að með hækkandi aldri mæði meira á konunum, en konurnar í viðtalshópnum til- heyrðu yngri aldurshópunum. Komið hefur fram í rannsókn á formlegri umönnun, sem veitt er af ríki og sveitarfélagi, og óformlegri umönnun aðstandenda hjá Íslendingum 65 ára og eldri í heimahúsum, að karlmenn fá meiri óformlega aðstoð frá fjölskyldunni heldur en konur og þá oftast frá mökum sínum. Karlar í sambúð fá einnig sjaldnar formlega aðstoð en einbúar (Sigurdardottir og Kareholt, 2014). Vegna víðtækra hliðarverkana meðferðar er oft vísað til krabbameins í blöðruhálskirtli sem sambandssjúkdóms. Miklu skiptir að parið geti rætt sín á milli um líðan og áhyggjur því ef karlmenn leyna afleiðingum hormónahvarfsmeðferðar fyrir maka sínum dregur það úr líkum þess að þau geti stutt hvort annað. Þannig dregur óvissa og þekkingarskortur úr hæfni para til að tala saman um sjúkdóminn en aukinn stuðningur bætir hins vegar samskiptin (Song o.fl., 2012). Í niðurstöðum þess- arar rannsóknar má einmitt sums staðar greina merki sam- skiptaleysis í sambandi paranna. Leita þarf leiða til að auðvelda parinu slíkar umræður, en þar sem samskipti virðast minnka, er líður frá upphafi sjúkdómsins (Song o.fl., 2012), þarf slíkur stuðningur að vera viðvarandi. Fá sértæk úrræði hafa staðið sjúklingum í hormóna- hvarfsmeðferð og mökum þeirra til boða (McCaughan o.fl. 2015). Þá fjalla fáar rannsóknir um áhrif sálfélagslegra íhlutana á makana. Fjölskyldumiðuð meðferð virðist þó draga úr nei- kvæðu mati maka varðandi umönnun, óvissu og vonleysi, meðferðin gerir þá öruggari í að ráða við veikindin, fækkar al- mennum álagseinkennum þeirra og bætir samskipti (Nort- house o.fl., 2007). Auk þess virðist stuðn ingur, sem beint er sérstaklega að maka, bæta kynferðislega nánd (Wootten o.fl., 2014). Í þessari rannsókn vekur það athygli að ekki er alltaf samræmi á milli atriðanna sem konurnar telja vandamál og þeirra sem þær telja sig þurfa frekari aðstoð við. Bendir það til að parið eigi auðveldara með að leysa á eigin spýtur sum vanda- mál fremur en önnur. Fái konurnar hins vegar aðstoð fagfólks við það sem þær ráða illa við gæti það aukið sjálfstæði þeirra og bætt aðlögun þeirra. Þó er hugsanlegt að þeim finnist ofan- talin einkenni of viðkvæm til að leita eftir eða þiggja aðstoð vegna þeirra. Helsti annmarki rannsóknarinnar er lágt svarhlutfall en erfiðlega gekk að finna og komast í samband við þátttakendur. Gæti það stafað af því að hormónahvarfsmeðferð er yfirleitt veitt í læknisheimsókn utan sjúkrahúsa og misjafnt hvort makar eru viðstaddir. Þá er aðgengi að hópnum takmarkað því ekki er til nein ein skrá um þennan hóp sjúklinga og maka þeirra. Einnig kann að vera að makarnir hiki við að taka þátt í rannsókn sem þessari sem snertir viðkvæm málefni, eða að spurningalistinn sé of viðamikill þrátt fyrir boð um aðstoð við að fylla hann út. Þá gæti verið að eldri hluti þátttakenda líti á ýmis einkennanna, sem spurt var um, sem eðlilegan hluta öldr- unar. Önnur takmörkun er að próffræðilegir eiginleikar spurn- ingalistans hafa ekki verið birtir. Það ætti þó ekki að saka þar sem einungis var beitt lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna. Viðtalshluti rannsóknarinnar vegur upp á móti lítilli svörun þar sem góð innsýn fékkst í reynslu þátttakenda, ekki síst þar sem rætt var við þá einslega. Styrkleiki rannsóknarinnar felst því í aðferðafræði hennar og blöndun tveggja rannsóknar - aðferða sem styðja hvor aðra. Að rannsaka þarfir er hluti af því ferli að byggja upp viðeigandi þjónustu. Nauðsynlegt er síðan að nota niðurstöður til að byggja upp og skipuleggja þjónust - una (Higginson o.fl., 2007). Til að bæta þjónustu við þennan hóp þarf að byggja upp heildstætt ferli og tryggja þátttöku maka frá upphafi hormóna- hvarfsmeðferðar. Stuðningur ætti að fela í sér upplýsingar um breytingar sem fram koma hjá sjúklingi en einnig ætti að huga sérstaklega að líðan makans sjálfs þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að hann leiti sjálfur eftir aðstoð. Áður hefur komið fram að sjúklingar með langt gengið blöðruhálskrabbamein og makar þeirra geti haft hag af reglulegu mati á sálfræðilegum einkennum, svo sem vanlíðan, kvíða og þunglyndi (O’Shaugh - nessy o.fl., 2015). Aðstoðin ætti og að miðast að því að auka gagnkvæman skilning og samskipti parsins. Ekki þurfa þó allir sama stuðning og þurft getur að leita til fleiri en eins fagaðila. Hér gæti komið að málum stuðningsteymi með fulltrúum ýmissa starfsstétta: þvagfæraskurðlæknis, krabbameinslæknis, hjúkrunarfræðings, sálfræðings, geðlæknis, sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa. Þjónustunni gæti verið stýrt af hjúkrunarfræð - ingi sem gegndi hlutverki meðferðarstjóra (nurse navigator) sem annaðist þá einnig samstarf við sjálfshjálpar- og krabba- meinsfélög og útbyggi skriflegt fræðsluefni sem þörf er á að bæta. Í ljósi erfiðleika, sem rannsakendur mættu við gagna- öflun, þarf að íhuga sérstaklega hvernig hægt er að ná til þessa hóps. Tillögur að frekari rannsóknum Fáar rannsóknir fjalla um gagnsemi úrræða fyrir hóp maka sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein (Wootten o.fl., 2014), einkum þeirra sem eru með langt gengið krabbamein. Skoða þyrfti nánar uppbyggingu slíkrar þjónustu og ávinning af henni. Þá væri gagnlegt að útbúa skimunarlista um erfiðleika og vanlíðan maka sem nota mætti í viðtölum heilbrigðisstarfs- fólks. katrín blöndal o.fl. 76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.