Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 79

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 79
Útdráttur Tilgangur: Á síðustu árum hefur dvalartími íbúa á íslenskum hjúkr- unarheimilum styst og því hafa margir þeirra þörf fyrir líknarmeðferð og umönnun við lífslok fljótlega eftir flutning þangað. Mikilvægt er að þekkja breytingar á heilsufari og einkennum sem verða þegar nær dregur lífslokum svo að íbúarnir fái viðeigandi umönnun og líði sem best. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á heilsufar, færni, einkenni og meðferðarmarkmið íbúa á hjúkrunarheimilum, sem hafa hálfs árs lífslíkur eða minni, og bera saman við aðra íbúa. Aðferð: Rannsóknin var lýsandi þversniðs- og samanburðarrannsókn byggð á fyrirliggjandi RAI-gögnum (e. Resident Assessment Instru- ment) frá íbúum allra hjúkrunarheimila á Íslandi. Kvarðar og breytur, sem lýsa heilsufari, færni, einkennum og meðferðarmarkmiðum, byggðust á síðasta mati ársins 2012 (N=2337). Lífslíkur íbúa voru áætlaðar í sama mati og flokkaðar í annars vegar hálft ár eða minna og hins vegar meira en hálft ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 84,7 ár (sf=8,2; spönn=20–106 ár) og hlutfall kvenna var 65,6%. Heilsufar íbúa með minni lífslíkur var verra en annarra íbúa. Vitræn geta mæld á vitrænum kvarða (0–6) var að meðaltali 5,0 (sf=1,3) meðal íbúa með minni lífslíkur en hálft ár, en annarra 3,3 (sf=1,8), p<0,001. Færni þeirra var einnig verri, meðaltal á löngum ADL-kvarða (0-28) var 26,3 (sf=3,0) samanborið við 16,5 (sf=8,3), og byltur voru einnig algengari (27,9%) en meðal annarra íbúa (12,8%), p<0,001. Íbúar með minni lífslíkur voru með meiri verki og önnur erfið einkenni heldur en aðrir íbúar. Hlutfallslega helmingi fleiri voru með verki daglega (61,3%) og þeir voru einnig oftar með slæma eða óbærilega verki (42,7%) en aðrir (14,8%), p<0,001. Ályktanir: Niðurstöðurnar staðfesta mikla umönnunarþörf og erfið einkenni þeirra sem dvelja á hjúkrunarheimilum, einkum þeirra sem eru með skemmri lífslíkur. Leggja þarf áherslu á fræðslu og þjálfun starfsfólks, ásamt breyttu mönnunarfyrirkomulagi í samræmi við heilsufar og þarfir þessa hóps. Lykilorð: Hjúkrunarheimili, heilsufar, einkenni, verkir, lífslíkur Inngangur Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast með breyttu sjúkdómamynstri og framförum í meðferð sem leiða til þess að fólk lifir lengur með langvinna sjúkdóma. Þessa breyt- ingu má sjá í mannfjöldaspá 2015–2065 þar sem gert er ráð fyrir að hlutfallslega muni einstaklingum eldri en 65 ára fjölga verulega á Íslandi og mun meira en áætluð fjölgun yngra fólks á vinnualdri verður (Hagstofa Íslands, 2015). Á komandi árum má því búast við að fjölgun aldraðra muni hafa mikil áhrif á velferðarþjónustuna með aukinni eftirspurn eftir þjónustu- úrræðum fyrir aldraða og langveika. Þessu fylgir þörf fyrir aukna þekkingu starfsfólks á sértækum heilsufarsvandamálum eldra fólks. Íbúar, sem dveljast á hjúkrunarheimilum, eru mjög farnir að heilsu og margir deyja af völdum langvinnra sjúkdóma og hafa oft búið lengi við skerta færni og margþætt heilsufars- vandamál (Hall o.fl., 2011). Ýmis erfið einkenni geta komið fram þegar dregur að andláti en algengust eru andþyngsli, verkir og óráð (Froggatt o.fl., 2013) sem fara versnandi þegar nær dregur andláti (Estabrooks o.fl., 2015). Margir íbúar hjúkr- unarheimila eru með skerta vitræna getu. Hjá þessum hópi getur verið erfitt að meta einkenni og því er mikilvægt að skipuleggja líknarmeðferð til að uppfylla flóknar þarfir þeirra tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 79 Nýjungar: Slæmir og tíðir verkir ásamt fleiri erfiðum ein- kennum, lítil sem engin færni og byltuhætta eru hluti daglegs lífs íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum, einkum þeirra sem eru með skemmri lífslíkur. Hagnýting: Brýn þörf er á að leita leiða við að draga úr þessum fjölmörgu og flóknu einkennum og gera ráð fyrir nægum mannafla til að sinna öryggi og líkamlegum og sálfélagslegum þörfum íbúanna. Þekking: Leggja þarf áherslu á fræðslu fyrir starfsfólkið um einkennamat og meðferð. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar eru lyk- ilaðilar í að meta, skrá og koma upplýsingum varðandi verki og önnur erfið einkenni á framfæri til að tryggja viðeigandi umönnun. Hagnýting rannsóknarniðurstaðna Jóhanna Ósk Eiríksdóttir, skurðlækningasviði og lyflækningasviði Landspítala Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og flæðissviði Landspítala Samanburður á heilsufari, færni, einkennum og meðferðarmarkmiðum íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum eir áætluðum lífslíkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.