Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 82

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Page 82
Niðurstöður sýndu að einkennin, sem voru metin í rannsókn- inni, voru marktækt meiri meðal íbúa með minni lífslíkur heldur en meðal annarra íbúa. Samtals voru 68,9% allra íbúa með verki. Munur var bæði á tíðni og styrk verkja eftir hópum (p<0,001). Eins og sjá má á mynd 1 höfðu 87,4% íbúa með minni lífslíkur verki, tíðni verkja meðal íbúa með meiri lífslíkur var minni en þó voru 68,5% þeirra metnir með verki. Styrkur verkjanna var einnig marktækt meiri meðal íbúa með minni lífslíkur (sjá mynd 2). Á verkjakvarðanum mátti einnig sjá meiri verki hjá íbúum með minni lífslíkur heldur en hjá öðrum íbúum (p=0,007) eins og fram kemur í töflu 3. Önnur einkenni voru einnig marktækt meiri meðal íbúa með minni lífslíkur heldur en annarra íbúa. Nær helmingur (49,5%) íbúa með minni lífslíkur átti við svefntruflanir að stríða en 37,4% annarra íbúa og var um tölfræðilega marktækan mun að ræða (p<0,001). Hlutfallslega fleiri íbúar með minni lífslíkur voru móðir, gátu ekki legið flatir vegna andþyngsla og notuðu súrefni heldur en aðrir íbúar (p<0,001). Ofskynjanir og rang- hugmyndir voru hlutfallslega algengari meðal íbúa með minni lífslíkur heldur en annarra íbúa (p<0,001) (sjá töflu 4). Þrátt fyrir verra heilsufar og minni færni til daglegra athafna höfnuðu íbúar með minni lífslíkur að jafnaði oftar umönnun (43,2%) heldur en aðrir íbúar (24,5%), χ2 (1, N=2336)=25,6 (p<0,001). Íbúar með minni lífslíkur voru oftar með skráð meðferðar- markmið við lífslok heldur en aðrir íbúar (sjá í töflu 4). Þegar litið er til hópsins í heild voru 12,3% íbúanna skráðir með líkn- armeðferð, 31,6% með fyrirmæli um læknismeðferð við lífslok og 40,7% með fyrirmæli gegn endurlífgun. jóhanna ósk eiríksdóttir o.fl. 82 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Tafla 3. Heilsufar, færni og einkenni íbúa hjúkrunarheimila. Samanburður eftir áætluðum lífslíkum Kvarðar úr interRAI- Lífslíkur hálft ár eða minna Lífslíkur meiri en hálft ár Marktektarpróf mælitækinu n M (sf) n M (sf) t-gildi p-gildi Lífskvarði (0–5) 111 4,2 (0,9) 2225 1,9 (1,3) –25,3 <0,001 Vitrænn kvarði (0–6) 111 5,0 (1,3) 2225 3,3 (1,8) –13,0 <0,001 Þunglyndiskvarði (0–14) 111 3,3 (3,7) 2225 2,9 (3,3) –1,4 0,027 Langur ADL-kvarði (0–28) 111 26,3 (3,0) 2225 16,5 (8,3) –29,0 <0,001 Virknikvarði (0–6) 111 0,9 (1,4) 2225 2,7 (2,0) 12,7 <0,001 Verkjakvarði (0–3) 111 1,8 (1,0) 2225 1,1 (0,9) –7,4 0,007 Tafla 4. Einkenni og meðferðarmarkmið íbúa hjúkrunarheimila. Samanburður eftir áætluðum lífslíkum Breytur úr interRAI- Lífslíkur hálft ár eða minna Lífslíkur meiri en hálft ár Marktektarpróf mælitækinu n % n % χ2 p-gildi Einkenni Svefntruflanir 55 49,5 832 37,4 6,6 0,010 Mæði 66 59,5 834 37,5 21,6 <0,001 Getur ekki legið flatur vegna 39 35,1 314 14,1 36,4 <0,001 andþyngsla Notar súrefni 37 33,3 102 4,6 156,2 <0,001 Ofskynjanir 27 24,3 220 9,9 23,3 <0,001 Ranghugmyndir 70 63,1 936 42,1 19,0 <0,001 Meðferðarmarkmið Líknarmeðferð 70 63,1 218 9,8 277,5 <0,001 Fyrirmæli um læknismeðferð 46 41,4 693 31,2 5,2 0,023 við lífslok Fyrirmæli gegn endurlífgun 57 51,4 894 40,2 5,5 0,020 31,2% 37,3% 31,6% 12,6% 26,1% 61,3% Engir verkir Verkir sjaldnar en daglega Verkir daglega Lífslíkur hálft ár e!a minna Lífslíkur meiri en hálft ár 37,3% 48,0% 14,8% 12,5% 44,8% 42,7% Vægir verkir Miðlungsverkir Verkir stundum slæmir/óbærilegir Lífslíkur hál" ár eða minna Lífslíkur meiri en hál" ár Mynd 1. Tíðni verkja meðal íbúa hjúkrunarheimila. Samanburður eftir áætluðum lífslíkum þeirra. Mynd 2. Styrkur verkja meðal íbúa hjúkrunarheimila. Samanburður eftir áætluðum lífslíkum þeirra.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.