Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 83

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Síða 83
Umræður Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að íbúar hjúkrunar- heimila á Íslandi eru hrumir og búa við erfið einkenni. Fram kemur með afgerandi hætti að íbúar með minni lífslíkur búa að jafnaði við verra heilsufar og minni færni heldur en aðrir íbúar. Auk þess höfðu þeir sláandi mikla og tíða verki ásamt öðrum erfiðum einkennum. Meðaltal á lífskvarða 0–5 mældist 4,2 hjá íbúum með minni lífslíkur og 1,9 hjá öðrum íbúum. Í rannsókn, sem gerð var á íbúum hjúkrunarheimila á tímabilinu 1996–2006, var meðaltal á lífskvarða lægra, eða á bilinu 0,8 til 1,4 (Hjaltadóttir o.fl., 2011a). Þetta bendir til að báðir hóparnir í þessari rannsókn árið 2012 búi við talsvert óstöðugra heilsufar en hópurinn sem metinn var á árunum 1996–2006. Í því samhengi er rétt að það komi fram að lífskvarði er einmitt talinn hafa forspárgildi varðandi andlát (Hirdes o.fl., 2003; Hjaltadóttir o.fl., 2011b). Niðurstöðurnar benda til að heilsufar íbúa með minni lífslíkur sé afar óstöðugt og það að áætla lífslíkur íbúa geti verið hjálp- legt við að greina fjölda þeirra sem þurfa sérhæfða umönnun vegna erfiðra einkenna, lélegrar færni og bágs heilsufars. Meðaltal á vitrænum kvarða 0–6 meðal íbúa hjúkrunar- heimila með minni lífslíkur mældist 5,0 og 3,3 meðal annarra íbúa. Samanburður við niðurstöður rannsóknarinnar frá ára- bilinu 1996–2006, þar sem meðaltal á vitrænum kvarða var á bilinu 1,6 til 3,1, bendir til að dregið hafi úr vitrænni getu íbúa síðan þá. Niðurstöðurnar samræmast fræðilegu yfirliti Seitz o.fl. (2010) þar sem fram kemur að skerðing vitrænnar getu meðal íbúa verði meiri og tíðari þegar nær dregur lífslokum og þá aukast einnig hegðunartruflanir og sálræn einkenni. Meðal- tal á þunglyndiskvarða 0–14 var 3,3 meðal íbúa með minni lífs- líkur miðað við 2,9 meðal annarra íbúa. Samanburður við niðurstöðurnar frá tímabilinu 1996–2006, þar sem meðaltal á þunglyndiskvarða var á bilinu 1,2 til 1,9, bendir til að þunglyndi sé vaxandi vandamál meðal íbúa íslenskra hjúkrunarheimila. Bent hefur verið á að samskipti hjúkrunarfræðinga og íbúa hjúkrunarheimila hafi áhrif á þunglyndi og kvíða. Góð sam- skipti, þegar íbúar finna að þeir eru teknir alvarlega, þeim sýnt traust, virðing og viðurkenning sem einstaklingum, hlustað er á þá og þeir hafðir með í ráðum, dragi úr þunglyndi meðal þeirra og þegar þunglyndið minnkar dragi einnig úr kvíða (Haugan o.fl., 2013). Niðurstöðurnar sýna glöggt að færni við daglegar athafnir (meðaltal 26,3 á löngum ADL-kvarða 0–28) og virkni (meðal- tal 0,87 á virknikvarða 0–6) var lítil sem engin meðal íbúa með minni lífslíkur. Til samanburðar var meðaltal færni við dag- legar athafnir annarra íbúa metin 16,5 og virkni 2,7. Saman - burð ur við rannsóknarniðurstöðurnar frá árabilinu 1996–2006, þar sem meðaltal færni við daglegar athafnir var á bilinu 7,5 til 13,4, bendir til að dregið hafi verulega úr færni íbúa á íslensk um hjúkrunarheimilum en það kallar á aukna umönn- unar þörf. Há byltutíðni íbúa með minni lífslíkur (27,9%) gefur enn frekar til kynna aukna þörf fyrir tíma starfsfólks til að tryggja öryggi og gæði hjúkrunar. Byltutíðni þessa hóps er langt fyrir ofan íslensk gæðaviðmið þar sem efra gæðaviðmið byltna er 17,3% (Embætti landlæknis, 2016) og það eru vísbendingar um að umbóta sé þörf fyrir þennan hóp. Íbúar með minni lífslíkur voru hlutfallslega oftar með verki og með meiri verki heldur en aðrir íbúar. Í rannsókn Reynolds o.fl. (2002) á bandarískum hjúkrunarheimilum kom fram að þátttakendur álitu að 86% íbúa hefðu haft verki síðustu þrjá mánuðina fyrir lífslok og er það sambærilegt við það sem kom fram meðal íbúa með minni lífslíkur í þessari rannsókn (87,4%). Í heildina voru 68,9% íbúa með verki og það er allt að helmingi hærri tíðni en fram kom í niðurstöðunum frá ára- bilinu 1996–2006 en þar voru 29,0% til 40,9% með verki dag- lega (Hjaltadóttir o.fl., 2011a). Niðurstöður erlendra rann - sakenda benda til að helmingur íbúa hjúkrunarheimila hafi haft verki óháð lífslíkum (Achterberg o.fl., 2010; Lukas o.fl., 2013) og er það töluvert lægra hlutfall en kemur fram meðal þátttak- enda í þessari rannsókn óháð lífslíkum (68,9%). Þörf er á að bregðast við og meðhöndla þessa miklu og tíðu verki sem þegar er búið að greina og skrá, ásamt því að leita leiða við að bæta verkjamat enn frekar, sérstaklega hjá þeim sem eru með skerta vitræna getu. Verkjamat verður flóknara eftir því sem vitræn geta er minni en vitræn geta er afar lítil hjá þátttakendum þessarar rannsóknar. Ekki voru notuð sérhæfð mælitæki við verkjamat í rannsókninni, því eru líkur á að verkir hafi verið vanmetnir og hægt sé að gera betur hvað það varðar. Þrátt fyrir nokkuð nákvæm og réttmæt mælitæki, eins og PAINAD og PACSLAC sem sérstaklega eru útbúin til að meta verki hjá einstaklingum með heilabilun, veldur skert vitræn geta erfiðleikum við verkja- mat (Zwakhalen o.fl., 2006). Við verkjamat heilabilaðra ein- staklinga þarf góð matstæki, og þekkingu og innsæi til að lesa í svipbrigði, hljóð og hegðun. Í rannsókn Gilmore-Bykovskyi og Bowers (2013) kom fram að verkjamat íbúa með skerta vit- ræna getu er nær alltaf huglæg skynjun sem byggist á breytingu á hegðun sem brugðist var við með ýmsum hætti en oft án þess að reyna verkjameðferð. Mikilvægt er að skoða hvort þörf sé á fræðslu og stuðningi fyrir þá umönnunaraðila, sem eru í mestri nálægð við íbúana, og eru oft ófaglært starfsfólk sem hefur ekki þekkingu til að meta flókin einkenni sem þessi. Fyrirmæli um meðferð við verkjum þurfa að liggja fyrir þegar þeirra gerist þörf og eru hjúkrunarfræðingar lykilaðilar í að meta, skrá og koma upp- lýsingum varðandi verki og önnur einkenni á framfæri (Hall o.fl., 2002). Það liggur því mikil ábyrgð á herðum hjúkrun- arfræðinga varðandi verkjameðferð. Þá er afar mikilvægt að til sé sá búnaður, sem þörf er á, og þekking við meðhöndlun verkja og annarra einkenna. Sprautudælur eru nauðsynlegar en þær eru gerðar til að skammta jafnt og þétt ákveðinn lyfja- skammt undir húð yfir sólarhringinn til að meðhöndla erfið einkenni þegar töflu- og plástrameðferð dugar ekki til að draga úr verkjum og fleiri einkennum. Stjórnendur þurfa að sjá til þess að einstaklingar, sem hafa brýna þörf fyrir sérhæfða líknarmeðferð, hafi aðgang að þeirri þjónustu. Þekking og reynsla sérfræðings í líknarhjúkrun gæti aukið gæði þjónustunnar þar sem lögð væri áhersla á einkenna - mat, einkennameðferð og árangursrík samskipti við sjúklinga og fjölskyldur (Kuebler, 2003; Skilbeck og Payne, 2003). Með ritrýnd grein • peer reviewed paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.