Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 88
Yfirfærsla Það var ekki fyrr en í kringum 1980 að vestræn samfélög fóru að beina sjónum að álaginu sem flutningur frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu hafði á ungmenni með langvinnan heilsuvanda. Í kjölfarið var farið að líta á hann sem ákveðið breytingaferli sem mikilvægt væri að undirbúa einstaklinga vel fyrir með stuðningi, fræðslu og faglegri umönnun (Govern- ment of Western Australia — Department of Health, 2009). Að sögn Blum og félaga (1993) er yfirfærsla (e. transition) markviss skipulagður flutningur ungmenna með langvinnan heilsu- vanda frá heilbrigðisþjónustu sniðinni að þörfum barna til heil- brigðisþjónustu sem er ætluð fullorðnum. Árið 1999 benti Viner á að eitt mikilvægasta viðfangsefni heilbrigðisþjónustu á komandi öld væri að skipuleggja skilvirka yfirfærslu með vel- ferð ungmenna að leiðarljósi. Markmið yfirfærslu er að auka færni og getu ungmenna til að takast á við verkefni fullorðins- áranna á árangusríkan hátt og tryggja samhæfða og samfellda þjónustu við flutning í fullorðinsþjónustu. Niðurstöður fjölda erlendra rannsókna staðfesta mikilvægi þess að standa faglega að yfirfærslu. Þær sýna jafnframt að ung- menni virðast skynja flutninginn á svipaðan hátt óháð sjúk- dómsgreiningu (Fegran o.fl., 2014; Zhou o.fl., 2016). Óskipu- lagður og ósamhæfður flutningur eykur líkur á að ungmenni nýti sér ekki heilbrigðisþjónustu sem skyldi en það hefur neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og framtíðarhorfur þeirra. Kostnaður heilbrigðiskerfisins á hvern einstakling eykst vegna aukinnar hættu á fylgikvillum, minnkaðrar starfsgetu, aukins álags á aðstandendur og aukinnar þarfar fyrir stuðning og ut- anaðkomandi aðstoð (Heery o.fl., 2015; van Staa o.fl., 2011). Leiðir til úrbóta Rannsóknir sýna að almennt taka heilbrigðiskerfi ekki skilvirkt á yfirfærslu og mikil þörf er á að bæta skipulag og undirbúning hennar (Fegran o.fl., 2014; Rutishauser o.fl., 2011; Zhou o.fl., 2016). Bent hefur verið á að verkferlar hafi hingað til verið út- búnir í samræmi við hefðir og reynslu meðferðaraðila. Þörf sé á fleiri rannsóknum sem miði að því að fá djúpstæðari mynd af þörfum, væntingum og reynslu ungs fólks og fjölskyldna þeirra við yfirfærslu (Soanes og Timmons, 2004; Zhou o.fl., 2016). Árið 2007 setti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin fram leiðbeiningar og tilmæli um ungmennavæna heilbrigðisþjón- ustu (e. youth friendly health services). Það hefur verið hvatn- ing til heilbrigðisyfirvalda víða um heim að veita ungmennum betri þjónustu til að uppfylla þarfir þeirra (World Health Org- anization, 2010). Í Evrópu og víðar hafa fagaðilar beitt sér fyrir bættri þjónustu við ungmenni. Víða eru starfræktar sérstakar unglingamóttökur og á Norðurlöndunum hafa Svíar verið í far- arbroddi hvað þetta varðar. Þá hafa ákveðin barnasjúkrahús í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn sérsniðið þjónustu sína við langveik ungmenni og gert þjónustuna meira aðlaðandi og aðgengilegri fyrir þennan aldurshóp (Berg-Kelly, 2010; Vel- ferðarráðuneytið, 2011). Breska hjúkrunarfélagið (Royal College of Nursing, 2013) hefur gefið út leiðbeiningar, byggðar á gagnreyndri þekkingu, um undirstöður góðra starfshátta við yfirfærslu. Þar kemur fram að heilbrigðisþjónustan þarf að vera sveigjanleg og taka mið af þörfum ungmennanna en ekki þörfum kerfisins. Ung- mennin hafa mismunandi þarfir vegna eðlis heilsuvandamáls- ins og mismunandi menningarlegs og félagslegs bakgrunns. Mikilvægt er að þeir fagaðilar, sem sinna ungmennum, fái menntun og þjálfun í samskiptum við þau til að efla þekkingu sína og vitund um sérstöðu og sérþarfir þeirra. Stefna heil- brigðisyfirvalda varðandi yfirfærslu þarf að vera skýr. Heil- brigðisstofnanir þurfa að hafa ítarlega áætlun fyrir yfirfærslu. Gera þarf skilvirka verkferla, vinna út frá skýrum markmiðum og mæla árangur. Brúa þarf bilið á milli barnaþjónustu og full- orðinsþjónustu. Það verður helst gert með því að fagfólk styðji ungmennin til sjálfstæðis og sjálfsábyrgðar og aðstoði þau við að taka upplýstar ákvarðanir í sambandi við heilsu þeirra. Staða yfirfærslu á Íslandi Í september 2010 var skipaður starfshópur á vegum þáverandi velferðarráðherra á Íslandi sem átti að leita leiða til að bæta heilbrigði og heilbrigðisþjónustu ungs fólks á aldrinum 14–23 ára. Í skipunarbréfi ráðherra kom meðal annars fram að þörf sé á að hlúa betur að þessum hópi og leggja sérstaka áherslu á góða, aðgengilega og samfellda heilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á það í skýrslunni að standa þurfi sérstaklega vel að yfir- færslu og að vinna þurfi að úrbótum í samráði við þá sem veita slíka þjónustu og skjólstæðingana sem njóta hennar (Vel- ferðarráðuneytið, 2011). Á Íslandi eru til fáar heimildir um yfirfærslu og ekki eru starfræktar sérstakar deildir eða móttökur fyrir unglinga hér á landi. Sérstök yfirfærsluáætlun er ekki felld inn í starfsem- isáætlun Landspítala (LSH) og því er mismunandi eftir deild - um og fagaðilum hvernig staðið er að flutningi í fullorðins - þjónustu. Á göngudeild barna á LSH er hafin vinna við gerð verkferla og leiðbeininga við yfirfærslu. Margt gott hefur áunnist en enn skortir rannsóknir og heildrænar upplýsingar um hvað dugar best og hvernig til hefur tekist (Elísabet Kon ráðsdóttir, 2012). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna reynslu ung- menna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjón- ustu til fullorðinsþjónustu Landspítala. Rannsóknarspurningin var: ,,Hver er reynsla ungmenna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala?“ Aðferð Rannsóknarsnið Til að svara rannsóknarspurningunni var valin fyrirbæra - fræðileg rannsóknaraðferð Vancouver-skólans. Rannsóknar - aðferðin hefur það markmið að auka skilning á mannlegum fyrirbærum, meðal annars í þeim tilgangi að bæta þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu (Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Þátttakendur Í rannsókninni var notað tilgangsúrtak. Sérfræðingur í barna- hjúkrun á göngudeild barna á LSH aðstoðaði við val á þátttak- endum út frá þekkingu sinni á þýðinu og tryggði að þeir væru valdir með tilliti til andlegrar og vitsmunalegrar getu. Skilyrði kristín lilja svansdóttir o.fl 88 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.