Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Qupperneq 90
orðinsþjónustu Landspítala og er aðalþema rannsóknarinnar. Rauði þráðurinn í frásögnum þeirra var hversu óundirbúin þeim fannst þau vera fyrir flutninginn og óviðbúin að takast á við breytingarnar á þeim tíma sökum aldurs og lítils undirbún- ings. Niðurstöðum rannsóknarinnar var skipt í fjögur yfir þemu og sautján undirþemu, og eru þau skástrikuð í niðurstöð um um hvert yfirþema. Til að skýra reynslu þátttakenda af flutningnum á mynd- rænan hátt var sett fram heildargreiningarlíkan (sjá mynd 1). Líkanið sýnir yfir- og undirþemu rannsóknarinnar og hvernig þau tengjast. Litið er á flutninginn sem ákveðið ferli sem byrjar í barnaþjónustu og endar í fullorðinsþjónustu. Appelsínugula örin táknar flutninginn. Gulu örvarnar tákna mismuninn á barnaþjónustu og fullorðinsþjónustu. Grænu örvarnar benda á að þörf er á úrbótum á báðum þjónustusviðum. Erfitt að yfirgefa kunnuglegt umhverfi Ungmennunum fannst erfitt að yfirgefa kunnuglegar aðstæður í barnaþjónustu. Þeim fannst umhverfið þar hlýlegt og fundu fyrir öryggi og vellíðan. Þau gerðu sér öll grein fyrir því að þau þyrftu að flytja yfir í fullorðinsþjónustu um 18 ára aldur en þegar að flutningi kom fannst flestum þau hafa fengið lítinn undirbúning, voru kvíðin og leið eins og þeim væri ýtt út í að flytja. Þau fáu sem ekki kviðu fyrir flutningnum töldu að áhyggjurnar hefðu lent á foreldrunum. Elva lýsti líðan sinni í barnaþjónustu á eftirfarandi hátt: „Þetta var náttúrlega bara svona annað heimili manns af því að maður var svo oft á spítala … svona utanumhald og hlýja þarna …“ Ungmennin sögðust hvorki hafa verið frædd um menning- arlegan né kerfisbundinn mun á þjónustusviðum og fengu ekki að sjá aðstæður í fullorðinsþjónustu fyrir flutning. Flest þeirra vissu engin deili á meðferðaraðilum í fullorðinsþjónustu fyrir flutning eins og Katrín sagði: Ég fékk engan undirbúning, ég vissi ekki hvernig læknirinn leit út, ég vissi ekki neitt, ég fékk ekki að hitta hann áður … ég vissi ekkert hvert ég átti að fara í fyrsta sinn, ég þurfti að spyrjast fyrir til þess að rata á réttan stað. Ungmennunum fannst óvissan verst en þrátt fyrir að kvíða flutningnum fannst sumum þeirra einnig spennandi tilhugsun að takast á við verkefni fullorðinsáranna eins og Dagmar sagði: Það var hræðsla við að fara frá einhverju sem ég er vön og líður vel með í eitthvað sem er óvissa … Ég var svona kannski smá spennt líka með smá spennuhnút í maganum að prófa eitthvað nýtt. Ég hugsaði: … ég er að fara að fullorðnast. Flest ungmennin fundu mikinn þrýsting á að færa sig yfir í full- orðinsþjónustu um 18 ára aldur þó að þeim fyndist þau ekki tilbúin til þess. Þeim fannst þau vera of ung, ekki hafa næga stjórn á heilsuvandanum og fyrirvarinn vera of stuttur. Sumum ungmennunum fannst þau ekki lengur velkomin í barnaþjón- ustu og þau sem voru flutt fyrirvaralaust í fullorðinsþjónustu fundu fyrir höfnunartilfinningu. Katrín sagði: „Þeir ráku mig út … Mér fannst mér vera ýtt í burtu, var eiginlega ekki til búin.“ Að takast á við heim fullorðinna Langflestum ungmennunum fannst flutningurinn erfiður og að hann væri stórt stökk inn í framandi umhverfi sem þau pössuðu ekki inn í. Guðný lýsti vonbrigðum þegar hún kom í fullorðinsþjónustu: Ég bjóst við að þetta yrði bara eins og á Barnaspítalanum en svo var það ekki þannig. Það var allt annað umhverfi og einhvern veginn öðruvísi starfshættir. Maður þarf alltaf að fara svo mikið út um allt hérna til að sækja þjónustuna. Ungmennunum fannst mjög erfitt að vera ókunnug og þekkja engan. Elva fann til mikils óöryggis. Það varð til þess að henni leið illa og fór að mæta stopult í eftirlit: Það var bara erfitt að koma hingað yfir. Maður þekkti engan og vissi ekkert. Mér fannst eins og mér hefði verið kastað ofan í djúpu laugina. Ég skrópaði oft í tímum af því ég bara nennti kristín lilja svansdóttir o.fl 90 tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 93. árg. 2017 Erfitt að yfir- gefa kunnuglegt umhverfi • Öryggi og vellíðan við kunnuglegar aðstæður • Lítill undirbúningur fyrir flutning • Kvíði fyrir því óþekkta • Ýtt út í að flytja eða ekki tilbúin(n) Að takast á við heim fullorðinna • Stórt stökk í framandi umhverfi eða auðvelt og átakalaust • Lítil samfella í þjónustu • Söknuður eða ekki • Aðlögun • Aukin sjálfsábyrgð Þetta eru svo ólíkir heimar • Samskipti við heil- brigðisstarfsfólk • Skipulag þjónustu • Viðhorf heilbrigðis- starfsfólks • Umhverfi og aðstæður Það sem myndi auðvelda flutninginn • Sveigjanleiki með tilliti til aldurs við flutning • Aukinn undirbúningur • Aukin tengsl á milli þjónustusviða • Bættar aðstæður og skipulag í full- orðinsþjónustu Mynd 1. Greiningarlíkan: Reynsla ungmenna með lang- vinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til full- orðinsþjónustu LSH     
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.