Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 20
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég hafði engan tíma til að vera í
hestum sjálfur, bróðir minn hefur
séð um þá hlið, en á bernskuheimili
okkar í Vorsabæ á Skeiðum voru
hross helst notuð til smölunar. Á
ákveðnu tímabili riðum við strák-
arnir á sunnu-
dögum á stökki
um sveitina eins
og aðrir kúrekar.
Þegar ég fermd-
ist kom að því að
ég keypti hryssu
af ömmu minni,
ljósglófexta
þriggja vetra
undan Glað frá
Flatatungu en
hún var alveg
kolvitlaus, gjörsamlega brjáluð.
Dag einn fórum við strákarnir út í
skemmu þar sem hryssan var og ég
setti á hana hnakk og beisli og steig
á bak. Bróðir minn opnaði dyrnar
og við fórum saman út, ég og hryss-
an, en tveimur sekúndum seinna
vorum við aðskilin, þegar ég flaug
af baki. Ég á sennilega met í því að
hafa setið hrossið mitt styst allra í
heiminum. Hryssan hvarf og hefur
aldrei sést síðan,“ segir Eiríkur
Jónsson ljósmyndari en hann sendi
nýlega frá sér bókina Fákar og fólk,
sem geymir úrval ljósmynda hans
tengdra hestamennsku í 30 ár, frá
1979 til 2010.
„Vissulega var mikið verk að
velja úr þeim 167 þúsund myndum
sem ég á frá hestamótum en ég
ákvað að velja ein-
vörðungu þær mynd-
ir sem mér sjálfum
fannst flottastar.
Fyrst ætlaði ég ein-
göngu að vera með
myndir af flottustu
hestunum í þessari
bók, en ég sá að það
yrði of einhæft. Ég
vissi að það gæfi bók-
inni meiri dýpt og breidd að hafa
mannlífsmyndir með. Þetta er því
ekki heildarúttekt heldur minn-
ingabrot. Margt af því
fólki sem er í bókinni er ekki lengur
á meðal okkar, margir fræknir
hestamenn úr Skagafirði og víðar.
Þetta voru frábærir persónuleikar
og skemmtilegir, en ég kynntist
mörgu hestafólki við þessa ljós-
myndavinnu. Ég þekki þúsundir
bænda um land allt í gegnum starf
mitt, til dæmis þegar ég þurfti að
taka myndir fyrir Jónas Krist-
jánsson í bókina Merarkóngar, þá
var ég heilt sumar að taka myndir
af hrossaeigendum um allt land og
kynntist mörgum skemmtilegum
hestaeigendum. Hestafólk er
gríðarlega skemmtilegt og það er
mikill félagsskapur í kringum
hestamennsku.“
Knapinn gat ekki tekið myndir
Eiríkur segir að tilviljun hafi ráð-
ið því að hann hóf feril sinn fyrir
þrjátíu árum sem skrásetjari hesta-
móta.
„Þá var ég í háskólanum að læra
ensku og bókasafnsfræði en Guðjón
Arngrímsson skólafélagi minn og
vinur var að vinna sem blaðamaður
á Vísi. Hann vissi að maðurinn sem
sá um ljósmyndasafnið á Vísi hafði
veikst, svo hann kom mér í sam-
band við Þorstein Pálsson þáver-
andi ritstjóra og úr varð að ég hljóp
í skarðið vorið 1978. Maðurinn sneri
ekki aftur til starfa svo ég var
áfram og þegar Vísir og Dagblaðið
voru sameinuð sá ég um það ljós-
myndasafn og gerði í tuttugu og
eitt ár,“ segir Eiríkur sem keypti
sér fljótlega myndavél og fór að
mynda fyrir Vísi.
„Ég fór í fyrsta skipti gagngert
til að taka myndir á hestamanna-
móti á Degi hestsins á Melavelli
1979 og í kjölfarið sama ár einnig á
Murneyrum, á Íslandsmóti á Þing-
völlum og á stórmóti á Hellu. Bróð-
ir minn hafði verið að taka myndir á
mótum en hann var að keppa á
Þingvöllum þetta ár og gat eðli
málsins samkvæmt ekki tekið
myndir af sjálfum sér á baki, svo ég
tók þær fyrir hann. Ég fann að
þetta lá vel fyrir mér og ég var líka
farinn að skrifa texta um mótin áð-
ur en ég vissi af,“ segir Eiríkur og
bætir við að hann hafi einnig tekið
allar myndir fyrir Jónas Krist-
jánsson ritstjóra sem gaf út 14 kyn-
bótahrossabækur.
„Því stærra safn sem maður er
með, því meiri líkur eru á að ein-
hverjir vilji fá myndir úr því. Ég á
til dæmis þúsundir mynda af kyn-
bótahrossum í World Feng, sem
Bændasamtökin fengu hjá mér.“
Óþverrinn ræktaður úr hestum
Eiríkur hefur á þeim þrjátíu ár-
um sem hann hefur tekið myndir á
mótum séð ótrúlega þróun í ræktun
hrossa, aðbúnaði, reiðlagi og öðru
sem viðkemur keppnishesta-
mennsku.
„Ég raða myndunum í bókina eft-
ir árum í réttri tímaröð til að sýna
þessar breytingar. Á fyrstu árunum
eru til dæmis kappreiðarmyndir en
ekki í lokin, því þær voru að hverfa.
Þegar ég var að byrja að mynda
hesta þá var 800 metra stökkið vin-
sælast og alltaf endað á því á lands-
mótum, það var miklu vinsælla en
gæðingakeppnin. Þegar fer að líða á
bókina sér maður breytingarnar,
hversu mikið þetta hefur batnað,
umhirða hesta, mótshald og fleira.
Hestakosturinn hefur líka batnað
alveg rosalega á þessum þremur
áratugum, fólk ræktaði óþverrann
úr íslenska hestinum. Innan um
voru hestar sem voru sannarlega
ekki þægir, en til að vera með al-
mennileg söluhross verður fólk að
vera með þæga hesta. Margir af
fyrri tíma keppnishestum voru und-
an ótömdum stóðhryssum úti í
mýri, til dæmis vorum við strák-
arnir í Vorsabæ á Skeiðum alltaf á
fullri ferð á akfeitum merum í
gamla daga, en svo kom í ljós mörg-
um árum seinna að þetta voru gæð-
ingamæður,“ segir Eiríkur og hlær.
Frjálslegt Viðar Halldórsson í hindrunarstökki á Blesa frá Kirkjubæ á Íslandsmóti á Þingvöllum 1979.
Vinir Einar Öder Magnússon og Júlí frá Syðri-Gróf á Hestaþingi Sleipnis og Smára á Murneyrum.
Eiríkur Jónsson á myndasafn með
167 þúsund myndum frá hestamótum
Eiríkur
Jónsson
Blettur frá Húsatóftum Þorsteinn, Ragnar Stefánsson, Bjarni Bjarnason, Þorkell Bjarnason.
Við riðum á stökki um sveitina
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019
Fallegar íbúðir frá 36m2 viðHverfisgötu 40-44 lausar til langtímaleigu.
Íbúðirnar verða afhentar fullbúnarmeðeldhústækjum.
Nánari upplýsingar í tölvupósti hjá thildur@egh.is
Langtímaleiga
Hverfisgata 40-44