Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 22

Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Opið kl. 19-22 fimmtudaginn 12. desember og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 Kynntu þér fjölbreytta dagskrá á jolathorpid.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stafafura er vinsælasta íslenska jóla- tréð, en salan á henni kemst þó ekki í hálfkvisti við danskan normannsþin. Lifandi jólatré standa nokkuð að baki gervijólatrjám hvað fjölda varðar á heimilum, en gervitrén koma flest hver frá Kína. Jólatré skreyta flest heimili á Íslandi yfir hátíðarnar. Á mörgum heim- ilum eru líklega vangaveltur á þessum árstíma um hvort kaupa eigi íslenskt jólatré, innflutt eða gervi. Reyndar eru valkostirnir fleiri því í könnun fyrir síðustu jól kom í ljós að á 13% heimila var ekki fyrirhugað að setja upp jólatré. Samkvæmt upplýsingum sem Pét- ur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, hefur aflað var 7.961 jólatré úr íslenskum skógum selt í fyrra miðað við upplýsingar sem liggja fyrir. Flest eru þau höggvin við grisjun í skógunum, en eru ekki sér- ræktuð á ökrum eins og gerist m.a. í Danmörku. Aukning varð á sölu ís- lenskra trjáa í fyrra miðað við árið á undan, en þá voru seld 7.053 tré. Mest er talið að yfir 10 þúsund ís- lensk tré hafi verið seld fyrir jól, en nokkuð er liðið síðan salan var svo mikil. Áhugi á íslenskum trjám Pétur segist greinilega verða var við aukinn áhuga fólks á að kaupa ís- lensk tré og fleiri fyrirspurnir berist nú um hvar sé hægt að kaupa íslensk tré. Þetta sé dýrmætt fyrir ræktend- ur skóga, sem geti nýtt tekjurnar af hverju jólatré til að gróðursetja tugi trjáa í staðinn. Aðrir segi markaðinn fyrir íslensk tré nokkuð stöðugan, en íslenska hlutdeildin muni hugsanlega stækka með aukinni umhverfisvitund fólks. Vart þarf að taka fram að inn- flutningur hefur stærra sótspor en jólatré sem fást með grisjun skóga í nágrenni við markaðinn. Eins og áður sagði er stafafuran vinsælust íslensku jólatrjánna og var hlutfall hennar yfir 60% í fyrra. Rauð- greni kemur þar á eftir. Nánari skipt- ingu má sjá á meðfylgjandi töflu, en taka verður fram að upplýsingar bár- ust ekki frá öllum, m.a. ekki öllum skógarbændum sem seldu jólatré í fyrra. Danir koma sterkir inn Mörg heimili geta vart hugsað sér aðra tegund af jólatré en nor- mannsþin og þar koma danskir fram- leiðendur sterkir inn. Samkvæmt upplýsingum sem Pétur aflaði hjá Danske Juletræer, samtökum danskra jólatrjáaræktenda, sendu Danir 26.000 jólatré til Íslands á síð- asta ári og var það um 2.500 trjám fleira heldur en 2017. Íslensku trén námu því um 30% af innflutningnum frá dönsku samtök- unum í fyrra. Oft hefur verið áætlað að alls hafi lifandi jólatré á íslenskum heimilum verið yfir 40 þúsund og hlutdeild íslenskra trjáa 10-12 þús- und eða um 20%. Danir eru stórtækir í ræktun jóla- trjáa, en í grein eftir Else Möller skógfræðing kom fram fyrir þremur árum að Danir framleiða um 10 millj- ónir jólatrjáa á hverju ári. Meirihlut- inn er normannsþinur til útflutnings. Þá var Danmörk stærsti útflytjandi jólatrjáa í heiminum og nam salan um 1,5 milljörðum danskra króna á ári, hátt í 30 milljörðum íslenskra króna. Í greininni kom líka fram að hvergi í heiminum eru framleidd fleiri jólatré en í Þýskalandi. Þjóðverjar rækta um 17 milljónir jólatrjáa árlega en selja þau að mestu leyti innanlands. Meirihluti með gervitré Erfitt hefur reynst að afla upplýs- inga um fjölda gervijólatrjáa sem flutt eru inn til landsins árlega, en hvert gervitré getur enst í allmörg ár. Í könnun sem MMR gerði fyrir síð- ustu jól kom í ljós að á meirihluta heimila var ætlunin að skreyta híbýli með gervitré yfir jólin líkt og fyrri ár. Samkvæmt könnuninni ætluðu 54,5% landsmanna að setja upp gervijólatré á heimili sínu, 31,9% sögðust ætla að setja upp lifandi jólatré en 13,6% sögðu ekkert jólatré verða á heim- ilinu. Þegar litið var til bakgrunns svar- enda í könnuninni reyndist lítill mun- ur á uppsetningu jólatrjáa eftir kyni. Svarendur á aldrinum 30-49 ára reyndust líklegastir til að hafa lifandi tré á heimilum sínum (33%), þau sem voru 18-29 ára reyndust líklegust til að segjast ætla að setja upp gervitré (56%) en svarendur í elsta aldurs- hópnum (68 ára og eldri) voru líkleg- astir til að segjast ekki ætla að vera með jólatré fyrir síðustu jól. Þá reyndust svarendur á höfuðborgar- svæðinu (33%) líklegri en fólk af landsbyggðinni (30%) til að segja að lifandi jólatré myndu skreyta heimili sín, samkvæmt könnun MMR í fyrra. Margfalt meira umhverfisálag Sitt sýnist hverjum um innflutning á gervitrjám. Pétur segir að grein sem hann skrifaði á dögunum á vef Skógræktarinnar hafi vakið tals- verða athygli. Fyrirsögnin er: „Margfalt meira umhverfisálag af gervijólatrjám en lifandi trjám“. Í greininni vitnar hann til rannsóknar sem gerð var í Kanada fyrir nokkrum árum og segir meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar voru að gervijólatrén hefðu þrefalt meiri áhrif á loftslagsbreytingar en lifandi tré. Svipaða sögu var að segja um áhrifin á heilsu manna en aftur á móti voru neikvæð áhrif lifandi trjáa á gæði vistkerfa fjórum sinnum meiri en gervijólatrjánna.“ Pétur bendir á að íslensku trén séu ræktuð án allra eiturefna og yfirleitt sé áburðarnotkun aðeins ein mat- skeið við gróðursetningu. Íslensk jólatré stuðli því að auknum gæðum vistkerfa hérlendis, öfugt við akur- ræktuðu dönsku trén. Kaup á ís- lensku jólatré sé því stuðningur við íslenska skógrækt og þar með við aukna kolefnisbindingu landsmanna. Vangaveltur um íslenskt tré, inn- flutt eða gervi  Íslenskum jólatrjám fjölgaði í fyrra  Danir stórtækir með normannsþin Seld jólatré 2018 eftir tegundum Stafafura Rauðgreni Sitkagreni Blágreni Fjallaþinur Síberíu þinur Lindifura Óskilgreint Alls Skógræktarfélög 3.300 650 623 382 100 2 52 5.109 Skógræktin 1.048 697 124 110 148 3 3 2.133 Skógarbændur 619 40 60 719 Samtals 4.967 1.347 787 492 248 5 3 112 7.961 M yn d / H a ri Seld íslensk jólatré 2017 og 2018 7.053 7.961 2017 2018 Fjöldi seldra jólatrjáa Seld jólatré 2018 Stafafura Aðrar tegundir 62% 38% Pétur Halldórsson Sá siður hefur skapast á mörgum heimilum að sækja sér lifandi jólatré. Líf og fjör var því víða í skógunum um síðustu helgi og heitt kaffi eða kakó á könnu og sums staðar var dansað í kringum jólatré á notalegri samverustund. Um næstu helgi verður meðal annars opið í Haukadalsskógi 14. og 15. desember frá klukkan 11 til 15. Á sunnudaginn frá klukkan 11 til 16 verður hægt að fara í Selskóg í Skorradal og finna sér jólatré. Þá verður jólamarkaðurinn Jólakött- urinn á Valgerðarstöðum í Fellum á Héraði á laugardag frá 10 til 16. Skógræktarfélögin eru víða með opið eins og lesa má á vefn- um skog.is. Sem dæmi má nefna að Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur Jólaskóginn á Hólmsheiði opinn frá 11-16 um helgar fram að jólum og markað við Elliða- vatnsbæ í Heiðmörk frá 12-17 um helgar. Skógræktarfélag Hafn- arfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kald- árselsveg 9.-15. desember frá 10- 18. Í Laugalandsskógi á Þelamörk getur fólk sótt sér jólatré næstu tvær helgar 11-15 hjá Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga. Víða líflegt í skógunum MARGIR SÆKJA SÉR LIFANDI JÓLATRÉ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.