Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Opið kl. 19-22 fimmtudaginn 12. desember og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 Kynntu þér fjölbreytta dagskrá á jolathorpid.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stafafura er vinsælasta íslenska jóla- tréð, en salan á henni kemst þó ekki í hálfkvisti við danskan normannsþin. Lifandi jólatré standa nokkuð að baki gervijólatrjám hvað fjölda varðar á heimilum, en gervitrén koma flest hver frá Kína. Jólatré skreyta flest heimili á Íslandi yfir hátíðarnar. Á mörgum heim- ilum eru líklega vangaveltur á þessum árstíma um hvort kaupa eigi íslenskt jólatré, innflutt eða gervi. Reyndar eru valkostirnir fleiri því í könnun fyrir síðustu jól kom í ljós að á 13% heimila var ekki fyrirhugað að setja upp jólatré. Samkvæmt upplýsingum sem Pét- ur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, hefur aflað var 7.961 jólatré úr íslenskum skógum selt í fyrra miðað við upplýsingar sem liggja fyrir. Flest eru þau höggvin við grisjun í skógunum, en eru ekki sér- ræktuð á ökrum eins og gerist m.a. í Danmörku. Aukning varð á sölu ís- lenskra trjáa í fyrra miðað við árið á undan, en þá voru seld 7.053 tré. Mest er talið að yfir 10 þúsund ís- lensk tré hafi verið seld fyrir jól, en nokkuð er liðið síðan salan var svo mikil. Áhugi á íslenskum trjám Pétur segist greinilega verða var við aukinn áhuga fólks á að kaupa ís- lensk tré og fleiri fyrirspurnir berist nú um hvar sé hægt að kaupa íslensk tré. Þetta sé dýrmætt fyrir ræktend- ur skóga, sem geti nýtt tekjurnar af hverju jólatré til að gróðursetja tugi trjáa í staðinn. Aðrir segi markaðinn fyrir íslensk tré nokkuð stöðugan, en íslenska hlutdeildin muni hugsanlega stækka með aukinni umhverfisvitund fólks. Vart þarf að taka fram að inn- flutningur hefur stærra sótspor en jólatré sem fást með grisjun skóga í nágrenni við markaðinn. Eins og áður sagði er stafafuran vinsælust íslensku jólatrjánna og var hlutfall hennar yfir 60% í fyrra. Rauð- greni kemur þar á eftir. Nánari skipt- ingu má sjá á meðfylgjandi töflu, en taka verður fram að upplýsingar bár- ust ekki frá öllum, m.a. ekki öllum skógarbændum sem seldu jólatré í fyrra. Danir koma sterkir inn Mörg heimili geta vart hugsað sér aðra tegund af jólatré en nor- mannsþin og þar koma danskir fram- leiðendur sterkir inn. Samkvæmt upplýsingum sem Pétur aflaði hjá Danske Juletræer, samtökum danskra jólatrjáaræktenda, sendu Danir 26.000 jólatré til Íslands á síð- asta ári og var það um 2.500 trjám fleira heldur en 2017. Íslensku trén námu því um 30% af innflutningnum frá dönsku samtök- unum í fyrra. Oft hefur verið áætlað að alls hafi lifandi jólatré á íslenskum heimilum verið yfir 40 þúsund og hlutdeild íslenskra trjáa 10-12 þús- und eða um 20%. Danir eru stórtækir í ræktun jóla- trjáa, en í grein eftir Else Möller skógfræðing kom fram fyrir þremur árum að Danir framleiða um 10 millj- ónir jólatrjáa á hverju ári. Meirihlut- inn er normannsþinur til útflutnings. Þá var Danmörk stærsti útflytjandi jólatrjáa í heiminum og nam salan um 1,5 milljörðum danskra króna á ári, hátt í 30 milljörðum íslenskra króna. Í greininni kom líka fram að hvergi í heiminum eru framleidd fleiri jólatré en í Þýskalandi. Þjóðverjar rækta um 17 milljónir jólatrjáa árlega en selja þau að mestu leyti innanlands. Meirihluti með gervitré Erfitt hefur reynst að afla upplýs- inga um fjölda gervijólatrjáa sem flutt eru inn til landsins árlega, en hvert gervitré getur enst í allmörg ár. Í könnun sem MMR gerði fyrir síð- ustu jól kom í ljós að á meirihluta heimila var ætlunin að skreyta híbýli með gervitré yfir jólin líkt og fyrri ár. Samkvæmt könnuninni ætluðu 54,5% landsmanna að setja upp gervijólatré á heimili sínu, 31,9% sögðust ætla að setja upp lifandi jólatré en 13,6% sögðu ekkert jólatré verða á heim- ilinu. Þegar litið var til bakgrunns svar- enda í könnuninni reyndist lítill mun- ur á uppsetningu jólatrjáa eftir kyni. Svarendur á aldrinum 30-49 ára reyndust líklegastir til að hafa lifandi tré á heimilum sínum (33%), þau sem voru 18-29 ára reyndust líklegust til að segjast ætla að setja upp gervitré (56%) en svarendur í elsta aldurs- hópnum (68 ára og eldri) voru líkleg- astir til að segjast ekki ætla að vera með jólatré fyrir síðustu jól. Þá reyndust svarendur á höfuðborgar- svæðinu (33%) líklegri en fólk af landsbyggðinni (30%) til að segja að lifandi jólatré myndu skreyta heimili sín, samkvæmt könnun MMR í fyrra. Margfalt meira umhverfisálag Sitt sýnist hverjum um innflutning á gervitrjám. Pétur segir að grein sem hann skrifaði á dögunum á vef Skógræktarinnar hafi vakið tals- verða athygli. Fyrirsögnin er: „Margfalt meira umhverfisálag af gervijólatrjám en lifandi trjám“. Í greininni vitnar hann til rannsóknar sem gerð var í Kanada fyrir nokkrum árum og segir meðal annars: „Niðurstöður rannsóknarinnar voru að gervijólatrén hefðu þrefalt meiri áhrif á loftslagsbreytingar en lifandi tré. Svipaða sögu var að segja um áhrifin á heilsu manna en aftur á móti voru neikvæð áhrif lifandi trjáa á gæði vistkerfa fjórum sinnum meiri en gervijólatrjánna.“ Pétur bendir á að íslensku trén séu ræktuð án allra eiturefna og yfirleitt sé áburðarnotkun aðeins ein mat- skeið við gróðursetningu. Íslensk jólatré stuðli því að auknum gæðum vistkerfa hérlendis, öfugt við akur- ræktuðu dönsku trén. Kaup á ís- lensku jólatré sé því stuðningur við íslenska skógrækt og þar með við aukna kolefnisbindingu landsmanna. Vangaveltur um íslenskt tré, inn- flutt eða gervi  Íslenskum jólatrjám fjölgaði í fyrra  Danir stórtækir með normannsþin Seld jólatré 2018 eftir tegundum Stafafura Rauðgreni Sitkagreni Blágreni Fjallaþinur Síberíu þinur Lindifura Óskilgreint Alls Skógræktarfélög 3.300 650 623 382 100 2 52 5.109 Skógræktin 1.048 697 124 110 148 3 3 2.133 Skógarbændur 619 40 60 719 Samtals 4.967 1.347 787 492 248 5 3 112 7.961 M yn d / H a ri Seld íslensk jólatré 2017 og 2018 7.053 7.961 2017 2018 Fjöldi seldra jólatrjáa Seld jólatré 2018 Stafafura Aðrar tegundir 62% 38% Pétur Halldórsson Sá siður hefur skapast á mörgum heimilum að sækja sér lifandi jólatré. Líf og fjör var því víða í skógunum um síðustu helgi og heitt kaffi eða kakó á könnu og sums staðar var dansað í kringum jólatré á notalegri samverustund. Um næstu helgi verður meðal annars opið í Haukadalsskógi 14. og 15. desember frá klukkan 11 til 15. Á sunnudaginn frá klukkan 11 til 16 verður hægt að fara í Selskóg í Skorradal og finna sér jólatré. Þá verður jólamarkaðurinn Jólakött- urinn á Valgerðarstöðum í Fellum á Héraði á laugardag frá 10 til 16. Skógræktarfélögin eru víða með opið eins og lesa má á vefn- um skog.is. Sem dæmi má nefna að Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur Jólaskóginn á Hólmsheiði opinn frá 11-16 um helgar fram að jólum og markað við Elliða- vatnsbæ í Heiðmörk frá 12-17 um helgar. Skógræktarfélag Hafn- arfjarðar er með jólatrjáa- og skreytingasölu í Þöll við Kald- árselsveg 9.-15. desember frá 10- 18. Í Laugalandsskógi á Þelamörk getur fólk sótt sér jólatré næstu tvær helgar 11-15 hjá Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga. Víða líflegt í skógunum MARGIR SÆKJA SÉR LIFANDI JÓLATRÉ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.