Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 24

Morgunblaðið - 12.12.2019, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Margoft hefur verið bent á þann möguleika að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og lengja austur- vestur-braut hans á landfyllingu út í Skerjafjörð. Suðurgata færi í göng undir brautina. Yrði þetta niður- staðan væri nýr flugvöllur í Hvassa- hrauni óþarfur. En ljóst er að þessi framkvæmd þyrfti að fara í um- hverfismat. Í nýlegu innleggi á Moggablogg- inu sagði Ómar Ragnarsson frétta- maður og flugmaður m.a.: „Langeinfaldasta og hagkvæm- asta lausnin felst í því að lengja austur-vestur-braut vallarins svo að hann þjóni hlutverki sínu sem best sem varaflugvöllur fyrir millilanda- flug og hugsanlega takmarkað milli- landaflug þess utan, eftir atvikum og nauðsynlegum reglum. Ef austur-vestur-brautin verður aðalflugbraut vallarins leggst mest- allt flug niður á norður-suður- brautina, nema þegar hvasst er og vindurinn er nálægt þeirri braut- arstefnu.“ Með nýlegri skýrslu starfshóps um mögulega flugvallarkosti á suð- vesturhorni landsins fylgir minnis- blað frá skrifstofu umhverfisgæða, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Þar er skoðaður sá möguleiki að framlengja A-V-braut Reykjavíkurflugvallar til vesturs með því að gera 1.000 metra langa og um 300 metra breiða landfyllingu út í Skerjafjörð. Í minnisblaðinu er greint frá stöðu svæðisins með tilliti til náttúruverndar og líklegra um- hverfisáhrifa framkvæmdarinnar. Höfundur minnisblaðsins er Snorri Sigurðsson líffræðingur. Niðurstaða hans er í hnotskurn þessi: Í heildina má álykta að miðað við þekktar stærðir í dag og það verndargildi sem svæðið í heild sinni hefur er líklegt að niðurstaða um- hverfismats fyrir framkvæmdina yrði í heildina neikvæð. Mjög margt bendir til þess að fyrir flesta um- hverfisþætti sem væru til skoðunar yrðu áhrifin metin neikvæð og óaft- urkræf. Þörf væri á margs konar mótvægisaðgerðum til að draga úr neikvæðum áhrifum þar sem því verður við komið. Snorri bendir jafnframt á að áform um stækkun A-V-flugbrautar Reykjavíkurflugvallar séu ekki í samræmi við stefnu Reykjavíkur- borgar um skipulag í Skerjafirði. Í Skerjafirði eru fjölbreytileg fjöru- og grunnsævisbúsvæði og svæðið hefur lengi verið talið mik- ilvægt náttúrusvæði, segir í minn- isblaðinu. Þar finnast ýmsar strand- vistgerðir sem eru metnar með hátt verndargildi miðað við alþjóðleg við- mið, þar á meðal þangfjörur af ólík- um gerðum, sjávarfitjar og leirur. Botndýralíf er mjög auðugt og mikil fjölbreytni smádýra finnst í fjörum. Skerjafjörður allur er skilgreindur sem alþjóðlega mikilvægt fugla- svæði. Fjörðurinn er viðkomustaður fargesta t.d. margæsa og rauðbryst- inga, þar eru æðar- og kríuvörp og á veturna sækir fjöldi fuglategunda fjörðinn heim t.d. sendlingar, tjald- ar, grágæsir, hávellur, stokkendur, rauðhöfðaendur, dílaskarfar og ýmsar máfategundir. Landselir eru einnig nokkuð tíðir gestir í Skerja- firði. Strandlína Skerjafjarðar er að stórum hluta óröskuð meðal annars vestan við Ægisíðu og sunnan við íbúðabyggðina í Gamla Skerjafirði. Framlenging á A-V-flugbraut myndi liggja yfir strandsvæði og grunnsævi austan megin í miðjum Skerjafirði. Strandlínan er á þessu svæði að stærstum hluta uppruna- leg en einnig er þar lítilsháttar land- fylling frá sjöunda áratug tuttug- ustu aldar. Samkvæmt vistgerða- korti Náttúrufræðistofnunar eru á svæðinu klóþangsfjörur sem eru metnar með mjög hátt verndargildi og sandmaðksleirur sem eru metnar með hátt verndargildi. Þær falli jafnframt undir lög um náttúru- vernd, en samkvæmt lagagreininni ber að forðast að raska slíkum vist- kerfum nema „brýna nauðsyn beri til“. Lenging færi í umhverfismat  Landfylling út í Skerjafjörð undir lengri A/V-flugbraut hefði neikvæð áhrif að mati sérfræðings  Í Skerjafirði eru ýmsar strandvistgerðir sem eru með hátt verndargildi miðað við alþjóðleg viðmið Ljósmynd/Kristján Birgisson Fór fram af brautinni Það óhapp varð 10. mars 1986 að Fokker-flugvélin Árfari TF-FlO fór út af austur-vestur-brautinni og endaði úti á Suðurgötu. Í flug- taksbruni heyrði flugstjórinn hávaða og ákvað að hætta við flugtak. Um borð í vélinni voru 45 manns og sakaði engan. Myndin sýnir fólk yfirgefa vélina. Grunnkort/Loftmyndir ehf. leg lenging fl ugbrautar út í Skerjafjörð Skerjafjörður Hagar Vatnsmýri Öskjuhlíð Einarsnes H ringbraut B ústaðavegur S uð ur ga ta Austur-vestur- brautin lengd í vestur yfi r Suðurgötu og út í sjó. Allt að 1.000 m löng og 300 m breið landfylling. Mögu Í kjölfar óhappsins þegar Árfari fór fram af brautinni urðu umræður um öryggismál á Reykjavíkurflugvelli. Morgunblaðið ræddi m.a. við Ósk- ar Ólason, yfirlögregluþjón umferð- ardeildar, sem sagði að litlu hefði munað að þarna yrði stórslys. Bílar hefðu ekið um brautina rétt áður en vélin fór út af. Olíustöð væri þarna rétt hjá og ekki hefði þurft að spyrja að því hvernig farið hefði ef olíubíll hefði orðið fyrir flugvélinni. Óskar sagði að öryggismál við völlinn hefðu verið til umræðu lengi. Ein hugmyndin hefði verið sú að grafa Suðurgötuna undir flugbraut- ina og önnur sú að setja upp umferð- arljós sem myndu stöðva umferð á meðan vélar tækju á loft. „Ég vona bara að þetta atvik verði til að gripið verði nú þegar til ráð- stafana varðandi umferðaröryggi við Reykjavíkurflugvöll,“ sagði Óskar Ólason í viðtalinu. Honum varð ekki að ósk sinni. Ástandið er óbreytt í dag, 33 árum eftir óhappið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árfari Aðstæður skoðaðar í kjölfar óhappsins árið 1986. Flugvélin var í framhaldinu fjarlægð af Suðurgötu og við tók viðgerð í marga mánuði. Krafa um úrbætur  Öryggismál við flugvöllinn voru rædd eftir óhappið  Allt óbreytt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.