Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - feb. 2020, Side 12

Læknablaðið - feb. 2020, Side 12
64 LÆKNAblaðið 2020/106 R A N N S Ó K N tíðni hjá há-áhættu sjúklingum.13 Önnur rannsókn sýndi að notk- un ósæðardælu fyrir kransæðahjáveitu hjá há-áhættu sjúklingum stytti sjúkrahúsdvöl og lækkaði 30 daga dánartíðni eftir hjáveitu- aðgerð.3 Hins vegar eru fáar rannsóknir á langtímahorfum sjúk- linga sem fá ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveitu.3 Ekki eru til rannsóknir á notkun ósæðardælu við hjartaaðgerð- ir á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna tíðni og ábendingar fyrir notkun dælunnar hjá sjúklingum sem gangast undir kransæðahjáveitu, en jafnframt að skrá fylgikvilla með- ferðarinnar og horfur sjúklinga til lengri og skemmri tíma. Efniviður og aðferðir Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst, frá Persónu- vernd, vísindasiðanefnd (VSN 10-009) og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Rannsóknin var afturskyggn og náði til 2177 sjúklinga, 18 ára og eldri, sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð eingöngu (isolated CABG) á Landspítala frá 1. janúar 2001 til 31. desember 2018. Stuðst var við gagnagrunn hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala en í hann eru skráðar helstu upplýsingar um alla þá sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi á tímabilinu. Gerð var leit að sjúklingum í aðgerðarskrá hjarta- og lungnaskurðdeildar í sjúklingabókhaldi Landspítala þar sem leitað var að aðgerðarnúmerum fyrir kransæðahjáveituaðgerð (FNSA00, FNSC10, FNSC20, FNSC30) og aðgerðir þar sem notuð var hjarta- og lungnavél (FZSA00, FZSA10). Af þeim sjúklingum voru aðeins þeir teknir með í rannsóknina sem gengust undir sína fyrstu kransæðahjáveituaðgerð og þar sem önnur hjartaaðgerð (til dæmis lokuskipti) var ekki framkvæmd á sama tíma. Í fyrri greinum rannsóknarhópsins í Læknablaðinu er ítarlegri lýsing á gagnagrunninum.14 Klínískar upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Fyrir hvern sjúkling voru skráðar tæplega 170 breytur í rafræna Excel-skrá (Microsoft Corp, Redmond, WA), þar á meðal grunnupplýsingar um sérhvern sjúk- ling, áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og ýmsir þætt- ir varðandi fyrra heilsufar. Jafnframt voru einkenni núverandi sjúkdóms skráð og metin samkvæmt CCS-flokkun (Canadian Cardiovascular Society) á hjartaöng og NYHA-flokkun (New York Heart Association) á hjartabilun.15,16 EuroSCORE II var reiknað fyrir hvern sjúkling17 og útbreiðsla kransæðasjúkdóms var metin samkvæmt niðurstöðum úr kransæðaþræðingu. Upplýsingar um útstreymisbrot (ejection fraction, EF) vinstri slegils fengust út frá svörum hjartaómunar, en skert útstreymisbrot var skilgreint sem ≤30%. Þar að auki voru færðar í grunninn upplýsingar um lyf sem sjúklingar tóku fyrir aðgerð og atriði tengd aðgerðinni. Loks var kannað hvort nota þurfti ósæðardælu í tengslum við hjáveituað- gerðina og hvort dælunni var komið fyrir í upphafi aðgerðar, í aðgerð eða eftir hana. Upplýsingar um ástand sjúklinga eftir að- gerð voru færðar í grunninn og fylgikvillar tengdir aðgerðinni skráðir niður. Fylgikvillum var skipt í minniháttar og alvarlega en þeir hafa verið skilgreindir í eldri greinum úr sama efniviði.14 Auk þess voru fylgikvillar sem tengdust ósæðardælunni skráðir niður sérstaklega, en til þeirra töldust meðal annars blæðingar frá nára, blóðþurrð í útlimum, blóðflögufæð (thrombocytopenia), sýk- ingar á ísetningarstað og rof á blöðru ósæðardælunnar. Loks voru langtímafylgikvillar sem tengdust hjarta- og æðakerfinu skráðir, en til þeirra töldust atvik eins og kransæðastífla, heilablóðfall, kransæðavíkkun, endurkransæðahjáveituaðgerð (re-CABG) og dauði, sem áttu sér stað meira en 30 dögum eftir aðgerð. Þessar breytur voru teknar saman í einn sameiginlegan endapunkt sem kallaðist MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event). Sjúklingum var skipt í tvo hópa; annars vegar sjúklinga sem fengu ósæðardælu í tengslum við kransæðahjáveituaðgerðina, og hins vegar viðmiðunarhóp. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til ýmissa bakgrunnsþátta auk áhættuþátta kransæðasjúk- dóms. Auk þess var gerður samanburður milli ára á tíðni notk- unar ósæðardælu og kannaður fjöldi þeirra sem fengu dæluna í upphafi aðgerðar, í aðgerð og eftir hana. Horfur sjúklinga voru kannaðar með því að bera saman ósæðardælu- og viðmiðunarhóp og þá út frá bæði 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Einnig var litið á tíðni fylgikvilla eftir aðgerð. Eftirfylgd miðaðist við 31. desember 2018 og var miðgildi eftirfylgdar 101,1 mánuður (bil: 0,0-215,9). Dánarorsakir auk upplýsingar um dánardag fengust úr dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Upplýsingar um lang- tímafylgikvilla fengust úr sjúkraskrám í öllum helstu heilbrigðis- umdæmum landsins. Við útreikninga var notað tölfræðiforritið R, útgáfa 3.5.2 (R Foundation for Statistical Computing, Vín, Austurríki) með Rstudio, útgáfu 1.1.462 fyrir MAC.18 Talnabreytum var lýst með meðaltölum ± staðalfrávik og flokkabreytum með hlutföllum. Til að meta hvort notkun ósæðardælu breyttist með tíma var not- uð Poisson-aðhvarfsgreining. Tengsl ísetningar ósæðardælu við hverja breytu var metin með viðeigandi tilgátuprófum og miðaðist tölfræðileg marktækni við p-gildi <0,05. Talnabreytur voru born- ar saman með t-prófi. Fyrir flokkabreytur voru breyturnar bornar saman með kí-kvaðrat prófi eða Fisher exact prófi eftir því sem við átti. Til að meta áhættuþætti fyrir notkun ósæðardælu var gerð lóg- istísk aðhvarfsgreining (logistic regression). Inn í líkanið voru sett- ar þær breytur sem reyndust marktækar í einþátta greiningu og helstu breytur úr sambærilegum eldri greinum. Spágeta upphaf- lega líkansins var síðan metin og breytur felldar út með þrepaðri valaðferð þar til endanlegt líkan fékkst. Heildarlangtímalifun og Mynd 1. Ósæðardælu er yfirleitt komið fyrir í gegnum náraslagæð og er belgurinn staðsettur neðan vinstri viðbeinsslagæðar. Blaðran dregst saman í slagbili en þenst út í hlébili. Mynd 1. Ósæðardælu er yfirleitt komið fyrir í gegnum náraslagæð og er belgurinn staðsettur neðan vinstri viðbeinsslagæðar. Blaðran dregst saman í slagbili en þenst út í þanbili. Mynd: Rán Flygenring og Guðbjörg Tómasdóttir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.