Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Feb 2020, Page 29

Læknablaðið - Feb 2020, Page 29
LÆKNAblaðið 2020/106 81 Y F I R L I T æðagúls hefur verkurinn í RCVS tilhneigingu til að hverfa eftir nokkrar klukkustundir (mínútur-dagar) en koma svo endurtekið í eina til þrjár vikur.11 Köstin eru yfirleitt á milli 1-20 talsins.2 Staðbundin taugaeinkenni eða flog Tíðni staðbundinna taugaeinkenna er afar breytileg eftir rann- sóknum, eða á bilinu 9-63%.4 Dæmi um slík einkenni eru mátt- minnkun, málstol, skert snertiskyn og sjóntruflanir. Staðbundin taugaeinkenni geta bent til undirliggjandi heiladreps eða blæð- ingar og leiða þessi einkenni gjarna til frekari rannsókna, svo sem æðamyndatöku. Flog eiga sér stað í 0-21% tilfella og geta bent til undirliggjandi heilaskaða.2,4 Flog og staðbundin taugaeinkenni koma oftast fram innan 10 daga frá fyrsta höfuðverkjakastinu.4 Tafla I. Greiningarskilmerki fyrir heilkenni afturkræfs æðasamdráttar í heila.2 Skyndilegur og svæsinn höfuðverkur með eða án staðbundinna taugaeinkenna eða floga. Einfasa (monophasic) sjúkdómsgangur án nýrra einkenna mánuði eftir upphaf einkenna. Æðasamdráttur á heilaæðum sem sést á æðamyndum (TS-, SÓ- eða hefðbundin æðamyndataka). Útilokun innanskúmsblæðingar vegna rofs á æðagúl. Eðlilegur eða nánast eðlilegur mænuvökvi (prótein <1 g/l, hvítar frumur <15/ mm3 og eðlilegt magn sykurs). Æðabreytingarnar ganga til baka að öllu eða nánast öllu leyti á endurtekinni æðamyndatöku innan 12 vikna. Mynd 3. Tölvusneiðmynd af höfði án skuggaefnis sýnir háþétta (hvíta) innanskúms- blæðingu í nokkrum samlægum skorum (sulci) á yfirborði hvirfilblaðs (lobus parietalis) hægra megin (sjá örvar). Mynd 2. Hefðbundin æðamynda- taka eða DSA (digital subtractions angiography). Hliðarsýn (lateral view) eftir inndælingu í hálsslagæð (a. carotis interna). Á myndinni hefur jaðarsvæði með greinum frá mið-hjarnaslagæð (a. cerebri media) verið stækkað upp. Þar má sjá þrengingar (svartar pílur) og „poststenotískar“ víkkanir (píla uppi til hægri). Enn lengra í jaðr- inum er grein með nánast perlu- laga breytingum (hvít píla).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.