Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 40

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 40
92 LÆKNAblaðið 2020/106 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Alexander lærði lækningar á bernskuslóð- um sínum í St. Pétursborg í Rússlandi. „Ég kom í fyrsta skipti til Íslands árið 2013. Ég var ferðamaður,“ segir Alexander sem þá var læknanemi við ríkislæknaskólann í borginni. Hann var á 5 vikna löngu ferða- lagi. Hafði áður ferðast víða um Evrópu og varð Ísland hlutskarpara en Noregur þegar hann kom hingað fyrst. Það var happaferð því hingað flutti hann síðar eftir ástinni þegar hann hafði lokið lækna- náminu heima fyrir og er í sambúð. „Ég fór aftur til Rússlands í þrjú ár til að klára læknanámið en kom svo aftur til Íslands árið 2017. Það var erfitt að fá læknisprófið staðfest hér á Íslandi. Ég þurfti að skila gögnum til Embættis land- læknis. Til að fá þau til að skoða gögnin þurfti ég ráðningarsamning við Landspít- alann og til þess að fá hann þurfti ég lækningaleyfi,“ segir hann á íslensku og án gagnrýni í röddinni. Staðan hafi lítið bifast í fjóra mánuði. Fjallabaksleið að leyfinu „Vinur minn, hjúkrunarfræðingur á Landspítala, ráðlagði mér að sækja um vinnu á spítalanum. Ég fór beint á meltingar- og nýrnadeildina og fékk viðtal við yfirlækni og vinnu á skilunardeildinni og ráðningarsamning og málin tóku að hreyfast. Ég byrjaði að starfa í janúar 2018 eins og sérhæfður starfsmaður,“ segir Al- exander. „Ég tók svo próf í maí sem 6. árs læknanemar þurfa að taka. Eftir það fékk ég leyfi til að sækja um að komast á kandídatsár. Mikil áhersla var lögð á að ég talaði íslensku, annars fengi ég ekki þetta tækifæri,“ lýsir hann og er nú á fyrsta ári í sérnámi í lyflækningum. Við setjumst niður á föstudagseftir- miðdegi á kaffihúsi í miðbænum. Hvorugt veit hvernig hitt lítur út og hann ekki nákvæmlega hver vinkillinn verður. Blaðamaður veit heldur ekki hvort grípa þurfi til enskunnar, en nei. Alexander talar fantagóða íslensku eftir þennan stutta tíma hér á landi. Hann er yfirveg- aður þegar hann segir sögu sína og gefur lesendum Læknablaðsins innsýn í líf sitt. Mikilvægt að kunna íslensku „Það er sanngjarnt að fara fram á íslensku- kunnáttu og mikilvægt að tala tungumálið enda ekki hægt að vinna án færni í tungu- málinu á kandídatsárinu. Mér finnst líka sanngjarnt að taka kandídatsárið aftur hér á landi. Ég er glaður að hafa gert það. Ég lærði ótrúlega mikið og það var mjög góð reynsla,“ segir hann. Námið ytra og hér á landi sé mjög ólíkt og gott að hafa reynslu af ólíku vinnuumhverfi. „Ég vissi að ég þyrfti að vera öruggur í vinnunni með hvað ég þyrfti að gera og hvernig kerfið virkar,“ segir hann. „Ég lærði líka mikið af læknisprófinu þegar ég var að undirbúa mig.“ Alexander lýsir því hvernig meiri áhersla sé lögð á fræðin í Rússlandi en gjörðirnar hér á landi. „Þegar ég kláraði námið í Rússlandi vissi ég ekki hvernig vinnan sjálf færi fram. Ég lærði það á kandídatsárinu í Rússlandi. En læknanem- ar á 4. og 5. ári hér vita hvað þau þurfa að gera; stofugangur, panta blóðprufur og annað,“ segir hann. Þá fái kandídatar í Rússlandi ekki greidd laun heldur þurfi sjálfir að greiða fyrir árið. Stórar fjölskyldur í litlu landi „Þetta er allt öðruvísi, segir Alexander og hlær létt. Spurður hvort það sé þá ekki mikilvægt að eiga peninga til að verða læknir í Rússlandi segir hann að af- burðanemendur geti fengið styrk. Það hafi hann fengið. En vildi hann alltaf verða læknir? „Já, strax þegar ég var fjögurra eða 5 ára gamall,“ segir hann. „Mér fannst þetta svo áhugavert og gaman að fara til læknis.“ Lærði aftur til læknis á Landspítala eftir útskrift í Rússlandi Ástin dró Alexander Illarionov, ungan rússneskan lækni, til starfa á Íslandi. Hann vinnur nú á lyflækningasviði Landspítala eftir að hafa tekið kandídatsárið aftur hér á landi til að fá lækningaleyfi. Hann segir læknisstarfið allt annað í Rússlandi en á Íslandi og er ánægður með skrefin sem hann tók. Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.