Skírnir - 01.04.2006, Blaðsíða 9
SKÍRNIR
BRÉF TIL GUNNARS GUNNARSSONAR
7
um höfundi, að skrifa ekkert það sem ekki væri klassiskt og algild
íslenska, og að það mál sem frægir ritsnillíngar skrifa er hið eina
klassiska mál, og þessvegna mætti ekkert sem nálgast málbreingl
standa á þínu nafni — og verða þar með átoríséruð íslenska. Þótt þú
hafir mikið orðaval íslenskt, þá er vitanlega ýmislegt hjá þér í ís-
lenskunni, sem ber minjar um þitt lánga samband við önnur mál, en
það er þó ekki meira en svo, að glöggur og gáfaður málfræðíngur
ætti að geta vikið því við tiltölulega fljótlega. Halldór Halldórsson
magister bróðir Ármanns, mjög glöggur maður, mentaskólakennari
á Akureyri, hefur verið feinginn til að líta á málið. Nú er Jón Helga-
son illa fjarri, en hann hefur reynst mér einhver besti málrýnir, og
bjargað mínu máli frá margri villu, en við síðustu bækur hef ég leit-
að til Björns nokkurs Sigfússonar, sem er mátulegur smámunasegg-
ur og góður til þessara hluta, en hann var ekki tagltækur í svipinn.
Þú hefur séð og heyrt að Landnáma er nú komin á stað, en
eftirtektarvert var það, að þar vildu ýmsir háværustu „vinir“ þínir
hvergi nærri koma. Ég hefði af ýmsum ástæðum kosið, að Skip
heiðríkjunnar kæmu út á undan Heiðaharmi, eins og þú stakst
upp á í fyrra bréfi þínu, ég held að það mundi verða sterkara
„start“, því Skipin eru alþýðlegt og bráðskemtilegt verk, og þar að
auki höfuðverk, sem blátt áfram fyrirskipar gott hljóð, en mér
virðist Heiðaharmur vera í fyrsta lagi kontemplatíft verk, sem út-
heimtir jafnvel mjög spesíellan hljómgrunn.
Ef þú kæmir suður í haust, þá hef ég hér gestaherbergi og eld-
hús og aðgáng að konu, sem matreiðir allar þær kræsíngar sem
hjartað lystir fyrir mig, en það eru náttúrlega ekki merkilegar að-
stæður til að bjóða ykkur hjónunum upp á báðum, þótt vel mætti
takast með dálítilli forsjálni (t.d. útvegun sængurfata etc.) ef ekki
byðist annað betra. En sem stendur mun vera töluverður hörgull
á góðu hótelrúmi vegna setuliðsins.
Með kærri kveðju til ykkar
Þinn einlægur HKL
Viltu gera svo vel að bera kveðju mína til frú Sigrúnar á Hallorms-
stað